Fiskifréttir - 02.05.2003, Blaðsíða 13
FISKIFRETTIR 2. maí 2003
13
FRÉTTIR
Ný Jóna Eðvalds SF kemur til heimahafnar á Hornafirði uin síðustu helgi. (Mynd: Herinann Stefánsson).
Nýtt skip til Skinneyjar-Þinganess:
Karalausnir frá 3X-Stál eru
sterkar og áreiðanlegar
J Betri meðferð hráefnis
& Betri nýting starfsfólks og
lyftara
^Jafnari innmötun og meiri
afköst
& Sterkur og endingargóður
vélbúnaður
Karamagasín og karalyfta
Miðstýrt eftirlit með fiskveið-
um í aðildarríkjum Evrópusam-
bandsins verður eflt til muna á
næstunni með sérstakri stofnun
sem komið verður á laggirnar í
Brússel. Henni er ætlað það hlut-
verk að fylgjast með því hvernig
eftirlit er framkvæmt í einstök-
um aðildarríkjum og stuðla að
samræmingu og samhæfingu
milli landa.
Meðal annars á að fylgjast betur
með því en hingað til að sá afli,
sem veiddur er á fiskimiðum eins
ríkis en landað í öðru ríki, skili sér
til bókar. Þetta á t.d. við um lýsing
(northern hake), en meira en helm-
ingur hans er veiddur við strendur
Irlands og yfir helmingi hans er
landað á Spáni. í því sambandi þarf
að bera saman tölur írskra veiðieft-
irlitsskipa og löndunarskýrslur á
Spáni. í breska blaðinu Fishing
News er nýju stofnuninni líkt við
„Stóra bróður“ sem fylgjast eigi
með hverri hreyfingu þegnanna.
Fram kemur að breskir sjómenn
hafi blendnar tilfinningar gagnvart
þessu nýja framtaki. Annars vegar
þykir þeim nóg um ofstjórn fisk-
veiðimála frá Briissel, en hins veg-
ar telja þeir sig vera meira undir
smásjá eftirlitsmanna við veiðar
sínar en fiskimenn í aðildarríkjum
sunnar í álfunni og því sé rétt að
láta eitt yfir alla ganga. Leiðara-
höfundur Fishing News er hins
vegar vantrúaður á að hin nýja
stofnun hafi mannafla til þess að
hreinsa ærlega til þar sem þess sé
þörf. Menn muni setja upp spari-
svipinn meðan herrarnir frá ESB
séu í heimsókn en síðan hrökkvi
allt í sama farið aftur.
Eflir landvinnslu
í loðnu og síld
— segir Gunnar Ásgeirsson, stjórnarformaöur
Karamagasín, karalyfta og innmötunarband með
sjálfvirkri hráefnisstýringu er einföld og ódýr
leið til að auka hagræðingu í móttökunni.
3X-Stál
Sindragata 5, 400 ísafirði
Sími.: 456 5079 www.3x.is
Fax: 456 5479 e-mail: info@3x.is
Sérstök eftirlitstofn-
un með fiskveiðum
Skinney-Þinganes hf. hefur
gengið frá kaupum á nóta- og
togskipinu Adeniu II frá Leirvík
á Hjaltlandi. Skipið hefur þegar
verið afhent og kom það til
heiinahafnar á laugardaginn.
Skipið mun heita Jóna Eðvalds
SU og kemur í stað eldra skips
með sama nafni. Gamla skipið
mun ganga upp í kaupin. Skipið
er búið kælitönkum og ber um
1.200 tonn. Það er 57,6 m langt
og 12,5 m breitt og í því er 3.000
hestafla aðalvél.
„Nýja skipið mun taka við þeim
verkefnum sem Jóna Eðvalds SU
hafði og nær væntanlega að sinna
þeim betur því það er nýrra, stærra
og hefur auk þess togbúnað fyrir
flottrollsveiðar sem var ekki í eldra
skipinu," sagði Gunnar Asgeirs-
son, stjómarformaður Skinneyjar-
Þinganess hf„ í samtali við Fiski-
fréttir.
Gunnar sagði að flottrollið gæfi
meiri möguleika á því að veiða
bæði síld og loðnu. „Þetta leggst
nijög vel í mig. Við höfum unnið
síld og loðnu mikið til manneldis
og nýja skipið mun styrkja land-
vinnsluna hjá okkur enda er það
hugsunin með kaupum á því.“ Ekki
hefur verið ákveðið hvert fyrsta
verkefni nýja skipsins verður en
búist er við því að það muni fara á
veiðar á norsk- íslensku síldinni.
Adenia II er ekki alls kostar
óþekkt skip hér á landi því það hét
upphaflega Pétur Jónsson RE. Það
var forveri samnefnds skips sem
síðar fékk nafnið Húsvíkingur ÞH.
Adenia II er smíðuð eftir sömu
teikningu og skipin sem nú heita
Askell EA og Þorsteinn EA.
Óskum útgerð og áhöfn innilega
...........u með nýjan brunnbát
o
o
FRETTIR
Auglýsingar
511 6623