Sæbjörg - 09.02.1934, Blaðsíða 2

Sæbjörg - 09.02.1934, Blaðsíða 2
2 SÆBJÖRG Hvöt. Eins og allir vita, eru strendur Islands víða hættulegar skipaferð- um. Við höfum svo lengi þurft að hlusta á ýmsar harmafregnir um að Ægisdætur hafi hreppt líf okk- ar vösku sjómanna. Þetta eigum við að reyna að koma í veg fyrir, því að þessir menn — sjómennirn- ir — eru alltaf að vinna fyrir okkur. Þeir eru að veiða fiskinn, sækja nauðsynjar okkar sjóveg til annara landa og á þann hátt gera okkur lífið þægilegra og auðveldara. Þess vegna eigum við að reyna að koma í veg fyrir sjóslysin. Það getur vel verið, að einhverjir líti svo á, að það sé ekki mikið, sem við hin yngri getum gert. Jú, það eru nú einmitt við, sem erum að vaxa upp, sem verðum að taka þetta að okkur, því smátt og smátt hverfa hinir eldri úr sögunni. Tíminn líður fljótt og þess vegna er um að gera að nota hann vel, meðan hann endist. Við þurfum að undirbúa okkur undir fullorðins- árin. Það er markmið okkar ungl- inganna. Eg hefi séð, að margir unglingar og börn hafa flykkst í hina ný- stofnuðu Ungmennadeild Slysa- varnafélagsins. Það er gott. Þið hin, sem enn eruð ekki komin í félagið, viljið þið ekki koma líka og hjálpa okkur til þess að safna fje til kaupa á björgunartækjum, svo von sé um að hægt sé að veita sjómönnunum hjálp, ef þeir lenda í hættu? Viljið þið ekki hjálpa okkur til að kaupa og útbreiða þetta blað, svo að það gefi okkur tekjur? Það eru svo oft mikil sjóslys hér r Utgerðarmenn! Látið aðeins nota íslensku FISKBURSTANA frá Bursta- gerðinni. Þeir eru nú búnir til úr hinu albesta efni sem fáanlegt er, og standast einnig samkepni hvað verð lag snertir. Burstagerðln við land. Vilja íslenzk börn og ung- lingar verða eftirbátar annara þjóða í því, að stemma stigu fyrir sjóslys- unum? Nei, það getur ekki verið. Eg trúi því ekki. Þess vegna finnst mér full ástæða til þess að vonast eftir, að þið verðið með og hjálpið okkur til starfsins. Þið, sem þetta lesið, komið og verið með og fáið önnur börn og unglinga til að gera slíkt hið sama. Þá verður okkar deild fljótt fjölmennasta deildin í Slysavarnafélaginu og það á hún að verða. Bænin hans Nonna. Góði Jesús! Vertu með honum pabba mínum og öllum, sem eru á sjónum og vemdaðu þá frá hætt- unum. Lofaðu honum pabba að koma heim til okkar hraustum og glöðum eins og hann er vanur. Vertu svo með okkur í Ungmenna- deild Slysavarnafélagsins og segðu okkur hvað við eigum að gera, er komi að sem mestum notum og gagni fyrir sjómennina. — Amen. Nonni. -«mi

x

Sæbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sæbjörg
https://timarit.is/publication/1601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.