Huginn - 01.10.1946, Blaðsíða 11

Huginn - 01.10.1946, Blaðsíða 11
"Einu sinni er allt fyrst". Frh. af hls. 10. slagið, en leggið þið ykkur nú, ég vek ykkur svo þegar við förum að leggja, £>að verður alltaf þriggja tíma "stím" þangað til". Drengirnir skriðu niður £ lúkarinn og komu sér fyrir í "kojunum". Motorinn var settur á fullt og skjálftinn éx,þeir háðu fyrir sér, hvernig for þetta eigin- lega, hvorugur kunni að leggja, hvorugur hafði komið á sjé fyrr, "Heyrðu Beggi", sagði Svenni, "hnýt- ir rnaður bara venjulegan línuhnút, þegar maður hindur saman stampana?" - "Ha," sagði Beggi, "ætlarðu nú að fara að • hnýta saman stampana?" "Ekki kannske stampana sjálfa, en línuna úr þeim þé" sagði Svenni þá. "já, það hlaut að veray sagði Beggi hreykinn. "NÚ, - og svo helgina, hvernig förum við með þá?" sagði Svenni ennfromur. "Blessaður vertu ekki að ergja mann með þessum spurningum, hvaða hugmynd heldur þú að ég hafi um þetta. Skarfurinn segir okkur þetta allt, þegar að því kemur", svaraði Beggi. "Jæja, við skulum þá reyna að sofna, en nú þykir mér hann vera farinn að lata illa, ætli við séum komnir langt, finn- urðu ekki veltinginn, kannske ég fari nu að æla öllum kræsingunum sem mamma troð í. mig í morgun, sú held ég að yrði nú vond, ef hún frétti það - heldurðu það ekki?" sagði Svenni. "Svona þegiðu drengur, ég ætla að fara að sofa", var svarið. Næst þegar drengirnir vissu af sér, var Skarfurinn í "lúkarsgatinu" og þeir heyrðu hann tala um að hafa hrisvönd með næst, til þess að geta vakið þá. "Svona drengur ætlarðu í mínar hússur, þetta eru mínar, komdu með vettlingana, ertu stein- sofandi", sagði Svenni. Að lokum stéðu þé piltarnir á dekk- inu, - almáttugur, voðalegt veður, ægileg- ar öldur liðu framhjá, og á þessum ferlík- um skoppaði hátkrílið, svo þegar hann seig, sá aðeins í heiðan himininn. Frh. í næsta hlaði.

x

Huginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Huginn
https://timarit.is/publication/1602

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.