Splæsingur - 12.06.1936, Qupperneq 3
SPLÆSINGUR
3
Pér sé dásemd og dýrð í té
Diktuð af Kratahjörð,
Og því fabrikkufargane,
Sem frægast er á himni og jörð.
Uppi mun lengi afrek pað
Ágætt hjá stjórninni:
Pegar öllum var útvarpað
Og einnig Pormóði.
Með bitlingum mörgum blessar þú
Barnahóp allan þinn,
Og niðursett á þitt besta bú
Bjargráðamanninn Finn,
Sem áður fyrri á ísafjörð
Innleiddi samvinnu,
Uns reynslan kendi honum hörð
að hafna hjá rikinu.
Ó, þú hinn æðsti Immanúel
Hjá öllum stjórnarlýð
Haraldur þinni forsjá fel
Fabrikkur alla tíð.
Megni að vernda máttur þinn
Methúsalem og Finn,
í þinni hendi sé Þórarinn
Pægastur hvert eitt sinn.
Ó, Hermann, sem átt hin æðstu ráð
Á okkar feðrajörð,
Til Guðrúnar líttu Ijúft í náð,
Svo læknist meinin hörð.
Pú mátt ekki gleyma Pormóði
í þrengingum sínum nú,
Einhverju af þínu örlæti,
Útdeilir honum þú.
C. X.
Einn sálmur
um martyreum þess fróma
manns Jóns píslarvotts
hins síðari, hver í Vest-
mannaeyjum af jarganleg-
um pilsvörgðum svívirði-
lega skammferaður var.
Rísa úr reginhafi
ríkar Vestmannaeyjum
þó úfinn skafíinn skafi
skelfast ei drengir þar,
sækjandi sjóinn löngum
sigla á ystu mið,
nægtir af fiskiföngum
flytja upp í íhaldið.
Innt er að Eyjar byggi
íhald og Bolsalið,
en fáir að Héðni hyggi,
heiðrandi ranglætið,
Fyllast ýmsir af illu
hjá Ióni Rafnssyni,
aðrir í vondri villu
vaða með Jóhanni.
Héðni gekk nær til hjarta
harðleg mannfólksins synd,
að leiða í Ijós sitt bjarta
langar hann alla kind.
Sendi þá heim að sækja
sjálfann hinn trúa þjón
ötull sá átti að rækja
í Eyjunum mission.
Einn var til Eyja sendur
útvalinn Héðni frá,
að færa fólk og lendur
í friðskjólið krötum hjá
Til eyðslu á íhalds villu
og áhrifum braskara
sem með innræti illu
ásækja broddana.
Byrjaði starfið stranga
strax þegar kom á land,
allt réð það illa ganga
áhrifin runnu í sand.
Firrti hann frið og næði
fárlegt andskota lið,
jafnvel með be skri bræði
blés sig upp kvenfólkið.
Fyrrum, með Ijúfa lundu,
litfríðu meyjarnar
með Jóni allvel undu
oftlega á næturnar.
Ætlaði enn að freista
Evudætranna þar,
langreyndri listi að treysta
lukku við kvennafar.
Um eina aftanstundu
Eyjanna kvennaval
innbauð með elsku í lundu
í K. F. U. M. sal.
Allar ætlaði að vinna,
með ástsemd í Krata lið
— En fljóða fjöld að sinna
flestum er ofvaxið.
Kvinnurnar tóku hann tali
treystandi á eigin mátt,
freklega er sagt þær fali
til fylgis á þeirri nátt.
Allmarga eyju spanga
í armlög við karlmanninn
ljóslega tók að langa.
— Lýstu sér áhrifin.
Umkringja allar náðu
ógæfusamann Jón,
fljótlega manninn fláðu
flíkurnar biðu tjón.
Freklega fann til ótta
fárlega svívirtur.
Á náðhúsið náði á flótta
nakinn og rassskeltur.
Athuga, sál mín sæta.
saurug er holdsins girnd.
Heiftugri hegning rnæta
hlaut sá er féll í synd.
Geym þig í Héðins héndi
hafandi friðskjól þar,
ef reiða sið þér refsivendi
ranglátir pilsvargar.
Hallgrimur sálugi.
AÐVÖRUN.
Grjót- og malartaka í Staðar-
hólslandi er
stran^lega bönnuð.
Þeir, sem ekki sinna banni
þessu verða látnir sæta ábyrgð
lögum samkvæmt.
Siglufirði, 5. júní 1936.
SteindórHjaltalin. H. Christiansen.
Reyktur lax
fæst í
Verzlun
Péturs Björnssonar.