Norræni dagurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Norræni dagurinn - 27.10.1936, Qupperneq 2

Norræni dagurinn - 27.10.1936, Qupperneq 2
2 NORRÆNI DAGURINN Nokkur formálsorð. Allflestir munu hafa á undan- förnum mánuðum, séð og heyrt, af blöðum og frá útvarpi, um það getið, að Norræna félagið hefði á- kveðið að helga sér þriðjudaginn 27. október sem sinn dag. Þessi dagur er nú upp runninn. _ Útvarpsstöðvar norrænna þjóða, skólar, dagblöð og ótal félög og stofnanir um öll Norðurlönd, sam- einast í dag um áhugamál Nor- ræna félagsins, sem er, í fáum orð- um sagt: aukin vinátta, samúð og samvinna milli allra Norðurlanda- þjóða á sem flestum sviðum. Blað þetta er gefið út, og borið inn á hvert heimili í bænum, til þess að minna allan almenning á daginn, og vekja menn til um- hugsunar um störf og tilgang þeirra samtaka, sem standa á bak Einn þáttur í starfsemi Norræna félagsins eru námsskeiðin. Þau eru haldin í öllum hinum fimm norrænu löndum með fjölbreytt- um viðfangsefnum. Oftast er þeim þó svo háttað, að einhverri stétt manna, blaðamönnum, verzlunar- mönnum, stúdentum, kennurum o. s. frv. er boðin þátttaka í náms- skeiðinu. Viðfangsefni þess er síð- an við það miðað, hvaða flokkur manna sækir það, og hver áhuga- mál má ætla að hann hafi. Venju- legast mun námsskeiðið fjalla um einhvern þátt úr þjóðlífi þess lands, sem það er haldið í. Þar sem ætla má, að námsskeið þessi séu sá hluti af starfsemi Norræna félagsins, sem flestir taka þátt í, tel ég viðeigandi að geta þeirra að nokkru í blaði „norræna dags- ins“. Ég hefi átt kost á að dvelja á einu slíku námsskeiði, er haldið var fyrir kennara. Þar komu sam- an kennarar úr öllum norrænu löndunum án tillits til, hvað þeir kenndu eða við hverskonar skóla. Efni námsskeiðsins var „Svensk kultur i nutiden,“ og var það háð í hinum fagra, fornfræga bæ, Sig- tuna, er liggur milH Stokkhólms og Uppsala. Starfshættir námsskeiðsins voru þannig, að fyrri hluta dagsins voru flutt erindi um ýmsa þáttu í þjóðlífi Svía. Má þar nefna bók- menntir, listir, skólamál, verk- lýðshreyfinguna, atvinnumál o. fl. Fyrirlesararnir voru allt valdir menn hver á sínu sviði. Stundum voru einnig farnar ferðir, bæði til Stokkhólms og Uppsala og ýmissa staða í nágrenninu, þar sem eitt- hvað var að sjá, er merkilegt var fyrir menningu þjóðarinnar. Á kveldin söfnuðust þátttakend- urnir saman á einskonar kvöldvök- ur. Lögðu þeir sjálfir til skemmti- atriði á kvöldvökur þessar, þau voru stuttar ræður, upplestur, söng- ur, hljóðfærasláttur og fleira þess- háttar, Oft söfnuðust menn sam- við það, sem fram fer í dag um öll Norðurlönd. Allir eiga kost á að taka þátt í samtökum þessum, háir og lágir, ungir og gamlir, og ekki er ástæða til að efast um, að almenningur yfirleitt sé hlynntur því, er fyrir Norræna félaginu vakir. Hver sá, er með samúð og vel- vild hugsar hlýtt til þeirra sam- taka, sem Norræna félagið gengst fyrir, þó eigi sé nema litla stund úr einum degi, hefir hlynnt að fé- lagsskapnum, og lagt fram skerf til samtakanna, sem getur verið meira virði en margan grunar. Útgefendur færa alúðarþakkir öllum þeim, sem beint eða óbeint hafa stutt að útgáfu blaðsins, og óska lesendum þess árs og friðar. an í stóra og smáa flokka, helzt sem blandaðasta að þjóðerni, og spjölluðu þá um alla heima og geima. Oftast snerist þá umræðu- efnið fyrr eða síðar að því sama, samanburði á þjóðháttum og ein- kennum landanna. Hver um sig óskaði að kynnast, hvernig þessu og hinu væri háttað hjá nágrönn- um sínum. Endirinn varð þannig sá, að þótt námsskeiðið ætti að fjalla um menningu Svía, fóru menn heim, ekki aðeins fróðari miklu um hana, heldur einnig um fjölmargt í menningu hinna Norð- urlandanna. Oft var þarna gleð- skapur mikill, er saman var safn- azt. Menn voru fljótir að kynn- ast og studdi mjög að því, að mötuneyti var sameiginlegt, og bærinn hinsvegar svo lítill, að bæjarlífið glapti á engan hátt starf námsskeiðsins. Dagarnir liðu fljótt, og fyrr en varði voru þess- ir 12 dagar, er námsskeiðinu voru ætlaðir, liðnir. Hver bíllinn eftir annan ók af stað fullur af fólki. Menn kvöddust, óskuðu hverir öðrum góðrar heimferðar og að þeir mættu aftur heilir hittast á svipuðu námsskeiði. Ég hygg að starfshættir flestra námsskeiða félagsins séu með lík- um hætti, svo að lýsing þessi, þó stutt sé, gefi hugmynd um þau. Tímanum, sem þau standa, er var- ið bæði til náms og gleðskapar, og mikil áherzla er lögð á, að menn geti sjálfir skoðað sem mest af þeim viðfangsefnum, er náms- skeiðið fjallar um. Námsskeið þetta voru hin fyrstu eiginlegu kynni, er ég hafði af Norræna félaginu og því starfi þess, að þoka hinum norrænu frændþjóðum saman. Að vísu hafði ég nokkuð um það heyrt af afspurn, en var fremur lítiltrúað- ur á starfsemi þess og gildi hreyf- ingarinnar yfirleitt. En námsskeið þetta ásamt kynnum af ýmsum þeim mönnum, sem mjög hafa tekið þátt í starfi félagsins, breytti skoðun minni í þessu efni. Skal nú snúið að því efni og al- mennu gildi námsskeiða þessara. Það er vafalaust að norræn samvinna á fullan tilverurétt og getur mörgu góðu til leiðar kom- ið. En þrátt fyrir það mun engum samt blandazt hugur um, að margir eru þröskuldarnir, sem eru í vegi þess, að um hagnýtan á- rangur verði að ræða af þessari starfsemi. En um þá hluti spyrja menn fyrst, þegar rætt er um þessi mál. Vafalaust má þó telja, að um viðskiptalegan hagnað geti verið að ræða af norrænni sam- vinnu. En fleira má að gagni koma en sá hagnaður, er talinn verður í krónum og aurum. Norðurlöndin geta stutt hvort annað menningar- lega, og aldrei verður það ofhátt metið, ef tekst að eyða kala og ríg á milli einstaklinga og þjóða. Eigi má við það dyljast að milli Norð- urlandaþjóðanna er meiri rígur en æskilegt er og ætla mætti um svo náskyldar þjóðir. Allmikið af ríg þessum stafar af misskilningi og vanþekkingu þjóðanna á högum og lyndiseinkunnum hvorrar ann- arrar. Fátt mun betur fallið til að eyða ríg þessum en gagnkvæm persónuleg kynni af löndunum og þjóðum þeim, er þau byggja. Nor- ræna félagið hefir með námsskeið- um sínum og ýmsum norrænum mótum fundið rétta leið til að vinna að slíkri kynningarstarfsemi, og hefir með þeim stigið ekki ó- merkilegt spor í þá átt, að þoka þjóðunum nær hverri annarri. Á námsskeiðunum hittast starfs- í dag renna hugir og hjartaslög Norðurlanda-þjóðanna saman í volduga, hljómræna heild. Sund- urleitir tónar og óskyldir sveigjast saman og renna inn í hyldjúpt samræmi ættjarðarástar, bræðra- þels og samúðar með djúpum skilningi á nauðsyn og gildi þess- ara þriggja hornsteina allrar al- þjóðlegrar samvinnu og samtaka. í þjóðsöngvum og ættjarðarljóð- um mætast þessar þjóðir allar i dag. Þar talar sú tunga, er vér öll skiljum. Orð þeirra og tónar eru sprottnir úr innstu vitund sál- ar vorrar. Og vort eigið hjartaslag endurómar í hljóðfalli þeirra og hrynjandi. Á þessum ískyggilegu alvöru- tímum er ófriðarfréttir berast dag- lega, og ískyggilega bliku dregur upp um alla álfuna, er þessi hjartnanna samhljómur Norður- landa fagur og gleðilegur sólskins- blettur í heiði. Og hann er mikið meiri en það! Hann er bjartur og varnaðar- þrunginn blikviti, er varpar skæru ljósmagni sínu óraleiðir út í svart- nætti samúðarleysis og bræðra- þels-skorts álfu vorrar. Hrópar hátt nauðsyn þess að stýra rétt og forðast af fremsta megni blind- sker þau og boða, sem fylla allar siglingaleiðir Norðurálfuþjóðanna bræður frá löndunum og fá þar rætt saman um áhugamál sín og lært hverir af öðrum. Þeir sjá þar af eigin raun hversu ástandið er hjá frændþjóðum þeirra, og geta lagt þar grundvöll að gagnkvæmri samvinnu. Oft eru á mótum þess- um knýtt bönd kunningsskapar og vináttu, er haldgóð reynast. Sum- ir munu segja, að þeir, er náms- skeið þessi sækja séu svo fáir, að þeir hafi engin áhrif um hið al- menna samkomulag landanna. Satt er það að vísu, að þeir eru ekki margir, en flestir þeirra eiga bóp kunningja og vina, eða eru á- hrifamenn á einhvern hátt heima fyrir. Þeir geta því, ef vilji er með, breitt út frá sér þau áhrif, er þeir telja bezt í þessu efni. Við íslendingar höfum að því leyti sérstöðu í norrænni sam- vinnu, að við erum fjarri öllum frændþjóðum okkar. Mál okkar skilst ekki meðal þeirra, og við því einangraðir á ýmsa lund. Okk- ur hefir ætíð verið það mikilvægt, að geta farið utan og sótt heim önnur lönd og þjóðir og numið af beim. Það er trúa mín, að þrátt fyrir allt verði okkur hollast að viðhalda kynningu og frændsemis- böndum við hinar norrænu þjóð- irnar. En norræna félagið hefir unnið mikið starf í því efni að gera þau kynni sem auðveldust. Það starf megum við ekki van- þakka, heldur ber okkur að leggja fram okkar litla skerf til að efla kynni og samhug meðal frænd- þjóðanna norrænu. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. um þessar mundir. — Og hver veit, nema að sú mikla gæfa eigi fyrir Norðurlöndum að liggja að verða hafnsögumaður Norðurálfu um hættulegar slóðir á örlaga- þrungnum tímamótum. -----í dag, í sameining huga og hjartna Norðurlanda, má oss eigi gleymast að bróðurleg samúð og ættjarðarást fer eigi í manngrein- arálit. — Minnsta Norðurlanda- þjóðin er EKKI talin með í dag! Það ættum vér íslendingar að muna, sem sjálfir erum aðeins fyrir skömmu orðnir aðiljar á manntalsþingi Norðurlanda. Færeyingar eru óneitanlega sér- stök þjóð, hvað sem líður stjórn- arfarslegu sambandi þeirra við sambandsþjóð vora. Og í dag á hinn djúpi tónn þjóðernis þeirra að renna hafblár og hreinn inn í hið volduga samkór Norðurlanda: „Eg öyggjar veit“ og „Tú alfagra landit“. — Án þessa litla, hreim- þýða úthafstóns verður aldrei fullt samræmi í „söng Norðurlanda“. Gleymist þessi sannleikur í úag, ei það háskalegur og djúpur þver- brestur í hinni háleitu og fögru hugsjón Norræna félagsins. — Bræðraþel og hjartans samúð er eigi háð stjórnmálaskoðunum og stjórnarfarslegum takmörkum. Það hvelfir sér sem sólblár sum- Náms§ketð Norræna félagsíns. Norðurlöiid.

x

Norræni dagurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræni dagurinn
https://timarit.is/publication/1610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.