Jólatíðindin - 15.12.1937, Blaðsíða 3

Jólatíðindin - 15.12.1937, Blaðsíða 3
JÓLATÍÐINDIN Tlóra /Tusturstrætí 7 Prýðið heirnilin með lifandi blómum um jólin. Höfum kerti og ýmislegt jólatrézskraut. . cr rióra i o o o o o O I > I > O <» <) O O Allskonar Útgerðarvörur Málningarvörur Vélapéttingar Verkfæri V erkamannaf atn. S j ómannaf atnaður Regnkápur bezt og ódýrast hjá Verzlun 0. Ellíngsen h.f. Símnefni: Ellingsen Reykjavík o )) <) O o o <) o <) O o o <) O o O o <) o O o o <) O o <1 o O o O Jólasamkomur Hjálpræðíshersíns Jóladaginn: Kl. 11 f. h.: Hátíðarsamkoma. Kl. 8 e. h.: Hátíðarsamkoma, (jólafórn tekin), Adj. Sv. Gísladóttir stjórnar. Annar í jólum: Kl. 8: Fyrsta jólatréshátíðin. Allir velkomnir. Aðgangur 50 aurar. Endurfæðíng Ingibjörg kennslukona og maður hennar áttu mjög þægi- legt heimili langt norður frá. Þau nutu allra gæða þessa lífs og sambúð þeirra var mjög góð. En dag nokkurn kom hinn óvel- komni gestur, dauðinn og tók manninn burtu. Við það varð móðir Ingibjörg ákaflega ein- mana. Lífið var nú svo snautt, að hún óskaði einskis annars, en að fá að deyja líka. Svo var það, að einn sam- komugesta Hjálpræðishersins dó. Jarðarförin fór fram frá hinum litla sal okkar. Ingibjörg kennslukona kom til jarðarfar- arinnar. í stuttri og einfaldri ræðu, sem ég hélt við þetta tæki- færi varð mér á orði nokkuð, sem laust niður í hjarta henn- ar sem eldingu, sýndi henni lífið í nýju ljósi, og veitti henni nýtt lífsspor. Svo sannarlega sem sál getur öðlast eilíft líf, svo sannarlega er ég viss um að Guð gaf henni það. Og nú hófst athafnatími fyrir hana. Hún vildi verja tíma sínum til að vinna að Guðs málefnum. Hún tók að beita áhrifum sínum í skólabekk sín- um. Og í frístundum sínum á kvöldin saumaði hún marga klæðnaði, sem gefnir voru fá- tækum. Stuttu eftir afturhvarf sitt lét hún af kennslustörfum, og fluttist til lítils bæjar lengra suður í landinu. Hér lagði hún ýmislegt fyrir sig með einu takmarki, sem sé því, að hjálpa öðrum af ýtrasta megni.Hún bar með bræðrum sínum og systf- um umhyggju fyrir öllum, sem bágt áttu og annaðist með mikl- um kærleika hina mállausu, sem Adj. Gundersen oft voru gestir í húsi hennar. Allir foringjar Hjálpræðis- hersins áttu í henni tryggan og raungóðan vin. — Hús hennar stóð þeim ætíð opið til hvíldar, andlegrar uppbyggingar og blessunar. Svo varð hún dag nokkurn skyndilega veik, og því miður elnaði sóttin mjög fljótt, og dróg hana loks til dauða. Síðasta bréfið, sem ég fékk frá henni var fullt af þakkar- gerð til Guðs, fyrir náð hans og kærleika. Guð var með henni til hinnstu stundar og hughreysti hana og gladdi, einnig síðustu augnablikin, sem hún beið þess að flytja yfir eilífðar landa- mærin, og gaf henni fyrirheitið: „Óttastu ekki, ég er með þér; — þó þú farir gegnum skuggadal dauðans, þá er ég með þér“. Að loknu ríku lífi, fór hún heim til launa sinna og hvíldar. — En blessunarríkar athafnir hennar lifa ennþá N. Gundersen, Adjutant. Vcgna þess hve að- sóknín er míkíl, vil ég biðja þær dömur sem ætla sér að fá eaum- aða Ballkjóla í janúar, að gera pantanir sem fyrst. Ballkjólar einnig sniðnir og mátaðir. Satsmatofan Sólveig Gnðmundsd. Hjálpræðisherinn — Herb. 21 Kapt. Berntsen Hátíð gleðinnar og ljóssins fer nú enn I hönd, og færir föllnu mannkyni ennþá gleði- boðskapinn um Frelsarann, Frið arhöf ðingj ann, Jesúm Krist, sem kominn er til að leiða okk- ur út úr náttmyrkri syndar- innar og dauðans. Þegar öllum hinum þreytandi undirbúnings- önnum er lokið, og hátíðin er hringd inn.þungum og voldugum ómum kirkjuklukknanna, þá skulum við leggja frá okkur allar sorgir og kvíða, hverskon- ar starfsáhyggjur og stjórnmála þras, láta órólega huga okkar staðnæmast við íhugun hins indæla boðskapar um Frelsar- ann, sem er fæddur okkur til frelsis. Við skulum syngja hina dýrlegu jólasöngva með hjört- un fyllt heilagri lotningu. Þú, hvers hjarta er svo kvíðafullt og samvizka beygð; þú, sem misst hefir trúna á lífið og menn ina; þú, sem ert þreyttur og máttvana og virðist þú hafa glatað starfsgleðinni og vinnu- þrekinu, sem þér er nauðsyn- legt að hafa í baráttu þinni við vandamál lífsins; þú, sem fórn- að hefir þrótti, starfskröftum og áhuga æsku þinnar, fyrir þá hluti, sem þú nú veizt, að eru annaðhvort rangir eða tilgangs- lausir; já, allir þér með mis- munandi lífsreynzlu — komum öll og söfnumst við jötuna og og skoðum þetta dýrlega und- ur, sem orðið er sem afleiðing af ótakmörkuðum kærleika Guðs sem sent hefir eingetinn son sinn í mynd og líking syndugs holds, að við yrðum endurreist frá föllnu ástandi okkar og sætt (Framhald á 4. slðu.) eru bestu jólagjafírnar Listsalan Aðalstræti 12 Notud íslensk frímerki kaupi ég hæsta verði, verð- listi ókeypis. Bjarni Þóroddsson, Urðarstíg 12 Sími 1615. Til viðtals kl. 7—8 síðdegis. Gleðileg jóll Raltækfaverzlunin Jón Sigurðsson. »Jólin eru komin« sagði drenghnokki við mig, þeg- ar hann sá „Jólapottinn“ standa úti á götunni. Enn á ný standa „jólapott- arnir úti á götum bæjarins og minna á að jólin eru fyrir dyr- um. Vona ég að enginn fari fram hjá án þess að leggja 1 þá skerf til jólaglaðnings fyrir hina mörgu, sem með eftirvæntingu bíða þess, að jóladagarnir verði þeim bjartari og gleðiríkari en aðrir dagar ársins. Jólasöfnuninni verður ein- göngu varið til þess að gleðja með einstæðinga, gamalmenni og sjúklinga, og þá einnig börnin. Enginn verður snauðari þótt hann miðli af sínu með þeim sem minna hefir. Drottinn hefir sjálfur heitið því, að launa margfalt aftur þeim, er auðsýn- ir kærleiksverk og miskunn hin- um minnstu bræðrum hans. Auðgið jólagleði ykkar og heimilis ykkar með því að leggja fram fórn ykkar til jólasöfnun- arinnar. Gjöfum og áheitum til þessarar söfnunar er veitt móttaka hjá undirritaðri, í Kirkjustræti 2, þriðju hæð. Sími 3203. Svava Gísladóttir, deildarstjórl.

x

Jólatíðindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólatíðindin
https://timarit.is/publication/1617

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.