Þróttur : innanfélagsblað U.M.F.K - 01.12.1936, Page 3
Barna1eikvö1lur.
Frá starfsemi U. M. F. K.
Eitt af því, sem allir bæir leggja nú
áherzlu á að koma ser upp eru barnaleikvellir
enda er það vafalaust eitt af stærstu nauð-
synjamálum vaxandi bæja eins og her í Kefla-
vík. Svo vel vill til að hreppsnefndin hef-
-ir til umráða stórt og gott land, einmitt
í þessu augnamiði, aðeins vantar framtak til
að taka það í notkun. Að vísu yrði nokkur
stofnkostnaður í fyrstu, því nauðsynlega
þarf að girða landið vel, og svo að setja
upp rdlur, sandkassa og því um líkt, sem
börnin gætu leikið sér við. Yafalaust væri
ægt að láta unglinga og börn prýða og fegra
staðinn með ræktun og með því að gróðursetja
tráplöntur og blóm, sem svo síðar bæru þegj-
andi vitni um vilja og orku ungu kynslóðar-
innar. Uauðsynlegt er líka að fá börnin
burt af götunum, þar eru pau í stöðugri hættu
og umferðinni til trafala, og þar læra þau
ekkert nema prakkaraskap og-illt eitt, en
undir því fyrir hvaða áhrifum börnin verða í
æsku, er framtíð þeirra kominn, það er svo
margsannað að ekki er hægt að hrekja það.
Þetta mál, barnaleikvöllurinn, er því mál
allra þeirra, sem vilja framtíð Keflavíkur
vel, og allra þeirra, sem mí verða að gera
sér að góðu að senda börn sín út á götuna
tii leikja. Ungmennafélag Keflavíkur mun
beita sér fyrir því að þetta mál verði tek-
-ið til rækilegrar meðferðar þegar á næsta
ori, og enginn vafi er á því að margar hend-
ar verða boðnar til starfa bæði af félags-
mönnum og utan félags. Það verður að gera
ráð fyrir því að hreppsnefnd leggi þessu
eitthvert lið, vegna þess að það er með öllu
ótækt, að enginn staður skuli vera til þar
sem börn mega njóta leikja sinna án þess að
vera í hættu eða til ama.
Ungmennafélagið hefir fyrir löngu séð
nauðsyn þessa umbótamáls og nú má ekki láta
staðar numið fyr en leikvöllurinn er kominn
upp, þótt hann verði ekki fullkominn í fyrstu
þá er mikið búið þegar verkið er hafið, og
það er skylda Ungmennafélagsins sem er máls-
vari æskulýðsins að láta þetta mál til sín
taka, eins og önnur menningar og umbótamál
Keflavíkur.
Leikfimiskennslan
er nú fyrir skömmu
byrjuð í húsi U.M.F.K., kennari er eins og
undanfarna vetur Rögnvaldur Sveinbjörnsson,
þátttaka hefur aldrei verið eins góð og nú
enda eru nú öll skilyrði betri en áður, bæði
er pláss gott og heitt og kalt bað. Þátt-
takendur í leikfiminni eru nú alls um 190
og enn munu nokkrir þátttakendur ókomnir.
Kennt er 7 tíma á dag. Félagið annast leik—
fimiskennslu fyrir barnaskólann 0g unglinga-
skóla séra Eiríks Brynjólfssonar.
Leikflokkur U. M. F. K.
hefur nú sýnt sjón-
leikinn Æfintýri á gönguför 3« sinnum við
ágæta aðsókn. Nýlega eru byrjaðar æfingar
á gamanleiknum Hnefaleikameistarinn, en það
er afar fjörugur og bráðfyndinn leikur.
Aðalhlutverkið leikur Arinbjörn Þorvarðarson.
Saumanámskeið
fyrir félagskonur hefir nú
starfað undanfarið, þátttakendur þar eru um
35, kennari er frú Jódís Runólfsdóttir úr
Keflavík. Námskeiðið er ókeypis fyrir með-
limi félagsins. Til að standa straum af
kostnaði ætla þátttakendur að halda skemmtun
á næstunni, vonanai verður hún vel sótt, svo
að sem minnst af útgjöldunum komi á félags-
sjóð.
Alþýðufræðsla ' U. M. F. K.
er nú tekin til
starfa, þegar hafa verið flutt 2 erindi,
af þeim próf. Guðbrandi Jónssyni og árna
Friðrikssyni fiskifræðing. Erir.din hafa
verið vel sótt og fólk sýnt lofsverðan
áhuga fyrir þessari nýbreytni.
H1jómsveit er nýstofnuð hér £ Keflavík,
eru það 4 menn með 2 harmonikur, trommu og
fiðlu, þykir þeim takast furðu vel með svo
lítilli æfingu. Á harmonikuna spila þeir
Ingólfur Magnúss. og Ol.R.Guðm., á trommuna
Jóh.Kr. Guðmundss. og á fiðluna Bjarni
Ossurarson, eiga þeir allir þakkir skilið.