Þróttur : innanfélagsblað U.M.F.K - 01.12.1936, Qupperneq 4
Þ E 0 T T U E
Sundlaufi í Keflavík.
Sumaríð 1,934 vur sundlaugarmálinu fyrst
hreyft með nokkrum árangri innan U. M. F. K.
Þá var kosín nefnd til að athuga möguleika
á framkvæmd þessa mikla og nauðsynlega menn-
ingarmáls Kefiavíkur. Enda þótt svona langt
sé um liðið írá því að þetta var fyrst tekið
til athuganar, þé hefir árangurinn ekki orð-
ið jafn mikill, f><5 hafa verið gerðar hér
nokkrar athuganir á kostnaði, hvar hentugasti
staðurinn væri o.fl.
Sumarið 1935 kom hingað á vegum Sund-
laugarnefndarinnar Jóhann Kristjánsson, verk-
-fræðingur, sem á fyrir hönd ríkisstjórnar-
imar að veita ókeypis aðstoð og teikningar
við byggingu sundlauga, lofaði hann að senda
tillögu teikningar þá um haustið, en ein-
hverra orsaka vegna hefir hún ekki fengist
ennþá. Eefndin afiaði ser þá ýmsra upplýs-
inga frá þeim stöðum, þar sen heitar sjó-
sundlaugar eru starfræktar (Vcstm.eyjum og
Eol.vík) og fékk til athuguncr teikningu af
Bolungavíkurlauginni, sú sunclaug er 8 x 13
rnetrar að stærð , og mun hafa kostað um 13
þris. krónur, nokkurn hluta byggingarkostnaðar
á ríkissjóöur að leggja fram svo hann verður
ekki eins tilfinnanlegur og í fljótu bragði
virðist. Að margra áliti, sem um þessi mál
eru fróðir, þykir róttara að hafa laugina
stærri, t.d. 10 x 25 metra, reksturs og
byggingarkostnaður er ekki þeim mun meiri,
en þá er laugin líka bygð fjcrir framtíðina,
og þess ber að gæta í þorpi, sem er í eins
örum vesti og Keflavík. Annars er á þessu
stigi málsins ekki gott að segja mikið um
einstök atriöi, til þass þurfa að vera fyrir
hendi bæði teikningar, kostnaðaráætlun og
áætlun U3 rekstrarkostnað, en af þeim upplýs-
ingum, sem þegar eru fengnar og reynslu ann-
ara héraða þá er sundlaugarbyggingin hór ekki
nein ský’jaborg, sem ókleyft er að framk\7æma,
aðeins ef tekst að skapa áhuga almennings
fyrir málinu.
Um nauðsyn sundlaugar hér þarf ekki að
fjölyrða, allir eru sammála um, að sund-
íþróttin er ein af þeim heilbrigðustu og
nauðsynlegustu íþróttum, sem iðkaðar eru,
og sérstaklega hér í Keflavík er sundkunn-
é.tta mikils virði, þar sem mest :r hluti íhua
stundar atvinnu við og á sjó.
Spurningin er ekki sú, hvort skuli
byggja sundlaug eða ekki, heldur hvernig
skuli afla fjár til framkvæmda.
Það er okkur fullkomlega ljóst, að fjár-
söfnun þarf þegar að hef jast med miklum
krafti.
Sundlaugamefnd U. M. F. K. er búin að
afla um 300 kr. í.sjjóð, en það nægir skammt.
Almenningur og allir áhugamenn fyrir íþrótt-
um þurfa að sameinast um sundlaugarbygging-
una.
íg te1 engan vafa á því, að margir vildu
gefa 1-2 dagsverk, og vænti ég þess að
nefndin láti fara út með lista til að leita
áskrifta, og sjá hvernig undirtektir verða.
Einnig væri ef til vill ráð að stofna til ,
’'Krónuveltu,, eða einhverra annara aðferða,
sem vænlegar eru til að bera góðan á~angur.
Þrátt fyrir alla örðugleika, sem kunna
að verða á ve.gi þessa máls, þá er það svo
mikilsvert, að það œá ekki gleymast.
Okkur vantar nauðsynlega hitaða sundlaug,
því það er ekki vansalaust fyrir svo stórt
pláss sem Keflavík er, að geta ekki kennt
sund, en að vera með unglinga í ískölaum
sjó og miður vel hreinum getur beint verið
hættulegt heilsu þeirra auk þess sem það
fælir alla daufgerðari unglinga frá sund-
náini, einmitt þá, sem þurfa þess mest með.
Hefjumst nú handa, allir sem einn, þá
verður ef til vill hægt að byrja að byggja
sundlaugina í vor. Og þið, sem eigið eftir
að rétta þessu máli hjálpar hönd, verið
vissir um, að ykkur iðrar þess ekki, þegar
við eig-am stóra og góða sundlaug á góðum
stað í þorpinu.
H. S.
þr(5ttup.
innanfélagshlað U. M. F. K.
Gefið út 1. des. 1936.
Ritstjórar:
Ingibjörg ólafsdóttir og
Bergþóra Porbjarnardóttir.