Rödd Reykjavíkur - 30.07.1936, Síða 3

Rödd Reykjavíkur - 30.07.1936, Síða 3
RÖDD REYKJAVÍKUR 3 Landsverzlun. Alþýðublaðið hefir undanfarið verið að heimta ein- okun — Landsverslun — á allri útflutnings- og innflutn- ingsverslun okkar. Þá yrði auðvitað næsta stigið einokun á allri innanlandsverslun fyrir álíka rauð fyrirtæki og Pönt- unarfélag verkamanna og Alþýðubrauðgerðina. Það segir, að margir smákaupmenn og verslunarþjónar muni nú hlyntir landsverslun. Nei, það munu fáir, og líklega enginn, verslunarmað- ur samþykkir landsverslun, og allra síst þeir, sem höfðu kynni af gömlu Landsversluninni. Þeim óhöppum, sem hafa stafað og stöfuðu af henni, munu eldri verslunarmenn seint gleyma. — Það mun nú 21 ár síðan Landsverslunin var fyrst stofnuð hér, illrar minningar, og jafnframt 20 ára af- mæli þess og Héðins Valderparssonar, er hann reyndi að hækka sykur um 25 % að óþörfu, til hagsmuna fyrir Lands- verslunina. Það eru nú 20 ár síðan Héðinn kom félítill eða félaus heim af Hafnarháskóla. Nú á hann um 700 þús. kr. eftir því, sem mér hefir verið sagt. Ekki hefir hann tapað á Landsversluninni eða af þeim viðskiftum, sem af henni hafa leitt, olíu og tóbaki, það er satt. En hver hefir borgað gróða Héðins? Ætli það séu ekki íslenskir verka- menn og sjómenn. Þeir eru reyndar fleiri jafnaðarmanna- foringjarnir og Framsóknarherrarnir, sem græddu á Landsversluninni, og grunur um, að sumt af gróða þeirra sé geymt erlendis, en sá gróði var klipinn af launum fá- tæks almennings, beint og óbeint. Nei, verslunarmenn verða aldrei samþykkir Alþýðu- blaðinu um Landsverslun. Þeir verða aldrei samþykkir rauða ofbeldinu, né þeim óþjóðlegu pólitísku klíkum, sem hafa hreykt sér upp á hryggjarliðum fátækra verkamanna, sjómanna og bænda, með því, að siga almenningi saman til stéttabaráttu, atvinnurekendum og vinnuseljendum, mönnum, sem eiga að vinna saman í bróðerni hvor að ann- ars hag, báðum til blessunar. Verslunarmenn vilja frelsi til að vinna sér og þjóð sinni gagn. En verslunarmönnum væri kært, að Alþýðublaðið vildi upplýsa með hvaða rétti Pöntunarfélag verkamanna hefir fengið þau miklu inn- flutningsleyfi, sem því hefir verið úthlutað, félagi, sem tæplega er löglega stofnað, og brýtur bæði eigin samþykt- ir og samvinnulögin. Alþýðublaðið mætti skýra verslunarbrask Alþýðu- brauðgerðarinnar, m. a. kolakaup fyrir verkamannabú- staðina, nýlenduvöruverslun o. fl. Ekki er Alþýðubrauð- gerðin neytendafélag, því viðskiftamennirnir njóta ekki reksturságóðans. En hver fær hann, og hvernig er skatt- greiðslu Alþýðubrauðgerðarinnar varið? Alþýðubrauð- gerðin hefir bakað rúgbrauð úr pólsku rjúgmjöli, sem er líkt og fóðurmjöl, sem beljurnar í Eyjafirðinum veiktust af. Eg held, að ekkert brauðgerðarhús annað hafi bakað úr því,, þó er verð hennar sama og annara bakai’a. Alþýðublaðið mætti gjarna skýra verslunarbrask al- þýðuhússins Iðnó, sem mun hafa grætt yfir hundrað þús- und krónur undir stjórn núverandi forstjóra. Skattstjór- anum væri nær að athuga það, heldur en að væna verka- menn um rangt framtal, vegna þess að árslaun þeirra nægja ekki fyrir sultarlífi hvað þá meir, þrátt fyrir og vegna fjögurra ára áætlunarinnar. Alþýðublaðið mætti skýra blessun mjólkurskipulags- ins, kjötskipulagsins, og bílaskipulagsins. Áður keypti eg mjólk á 35 aura líterinn og bóndinn fékk það alt; nú kaupi eg mjólkina á 40 aura, en bóndinn fær 27 aura. Kjöt keypti eg áður á 1 kr. fyrir kgr. og bóndinn fékk það alt, nú: kaupi eg kjöt á 1,30 kgr., en bóndinn fær 80 aura. Áð- ur kostaði að koma barni norður í Húnavatnssýslu kr. 8,25, nú kostar það 17 kr. eftir taxta, máske 12,75 fyrir lipurð bílstöðvarinnar. Hverjir hafa grætt, og hver fær gróðann? Alþýðublaðið mætti skýra frá starfi Innflutnings- nefndar, t. d. er hún neitaði þektri sjerverslun, Veggfóðr- aranum, algerlega um innflutningsleyfi á veggfóðri og gólfdúkum, en veitir svo Sigurði Ingimundarsyni, jafnað- armanni, eða syni hans, samvinnuskólapilti, innflutnings- leyfi fyrir mörgum þúsundum króna á sömu vörum; en þeir selja svo innflutningsleyfin með 20% álagningu, enda er hvorugur þeirra kaupmaður nú. Alþýðublaðið mætti skýra frá lífi og andláti gamla Byggingarfélagsins við Bergþórugötu, og því, hvers vegna þurfti að taka 100 þúsund krónur úr Byggingarsjóði, sem eingöngu er ætlaður Verkamannabústöðunum, handa því. Var þar verið að hylja ávirðingar einhverra jafnaðar- mannaburgeisanna ? Alþýðublaðið mætti minnast á Kaupfélag alþýðu og andlát þess. Séra Ingimar jafnaðarmaður var þar formað- ur, en fyrsti framkvæmdastjóri var bróðir Jóns Axls Pét- urssonar. Sá, sem þar var sakfeldur, var tæplega sá eini seki þar. — Alþýðublaðið mætti skýra frá andláti Kaupfélags Reykjavíkur og því, hver hirti þar leifarnar. Haraldur ráð- herra var seinasti kaupfélagsstjórinn. Eg hefi heyrt, að margir helstu jafnaðarmannaforingjarnir hafi verið þar stórskuldugir, en gleymt að borga, eins og Jörundur í Skál- holti. Verkamenn græddu ekki á því félagi, því að verð- lag var þar ekki lægra heldur en hjá öðrum verslunum, en þó urðu félagsmenn að leysa sig úr samábyrgðinni með stórfé. — Alþýðublaðið mætti skýra frá lífi og andláti Kaupfé- lags Reykvíkinga, og kaupum félaga Héðins í Viðeyjar- fiskinum; ekki var það ,,íhaldsbrask“. Alþýðublaðið mætti skýra frá kolakaupum Dagsbrún- ar fyrir nær 30 árum, þegar sjóður verkamannafélagsins átti að hafa týnst í kolasalla. Pétur G. Guðmundsson var eitthvað við þá verslun riðinn. Hann mun nú kjörinn legáti Dagsbrúnar út til Rússlands, á fund félaga Stalins. Alþýðublaðið mætti líka minnast á Þórsfiskinn og út- gerðina á m/b. Stakk. Alþýðublaðið mætti skýra frá, hverjir eru sjóðir verk- lýðsfélaganna, hvort þeir eru allir til reiðu, ef til þyrfti að taka, og hvort ekkert hefir týnst. Verslunarmönnum væri kærari fræðsla um framan- greind atriði, heldur en umtal um landsverslun. Þeir sam- þykkja aldrei neina einokun með hvaða nafni sem er. — Rauða ofbeldið þarf ekki að láta sér detta í hug, að það geti rægt saman verslunarþjóna, skrifstofumenn, smákaup- menn og heildsala. Þær stjettir skilja og meta gildi hverr- ar annarar, og standa saman í órjúfandi heild gegn utan- aðkomandi ásó'kn, þó ef til vill eitthvað beri á milli inn- byrðis, sem altaf er hægt að jafna með gagnkvæmri lipurð. Verslunai’menn eru þakklátir hverjum þeim, sem hafa

x

Rödd Reykjavíkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rödd Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/1621

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.