Konungurinn kemur - 08.06.1936, Page 3
KONUNGURINN K E M U Rj
3
Konungurinn og fólkið
Undanfarnar vikur hefir Rík-
isútvarpið og dagblöðin hér,
verið að skýra frá væntanlegri
hingað komu konungs íslands
og Danmerkur, Kristjáns Frið-
rikssonar og einhvers hluta af
hans fyrirferðarmiklu fjöl-
skyldu.
Viðburður þessi mun eiga
að ske 18. júní.
Ritari konungs, Jón Svein-
björnsson, hefir verið á ferð
hér undanfarið til þess að und-
irbúa móttökurnar hér heima,
og hefir hann fenið í lið með
sér nokkrar toppfígúrur úrbur-
geysastétt höfuðstaðarins, sem
vænta mátti, því alltaf er nóg
til af þeim andlegu fáráðling-
um sem lifa og hrærast í mun-
aðarsjúkri fýsn til þess, að
vera stöðugt á verði, með
hundslegri undirgefni, þar sem
einhverrar hollustu eða náðar
drottnarans er að vænta. Slíkt
er alger regla meðal æðri stétta,
sem kalla sig, í hverju sið-
spillandi þjóðfélagi, eins og
því sem við nú höfum við að
búa.
Það er nú hægt að segja
sem svo, að ekki sé neitt við
það að athuga, þó að konung-
ur íslands skreppi hingað
stöku sinnum, þó aldrei væri
nema til að þakka fyrir þessar
60—70 þúg. krónur sem að
honum er launað, ekki fyrir
neitt, úr hálftómum ríkiskass-
anum ár hvert. Það er auðvit-
að ekki nema tilhlýðanleg
kurteysi, en reynsla undan-
genginna heimsókna hans, hef-
ir sýnt, að þessi kurteysisvott-
ur vill verða nokkuð dýrkeypt-
ur okkar litlu getu og fyrir
liggju í því efni ótal neikvæð-
ar staðreyndir, sem ekki verð-
ur á móti mælt.
Það er ekki vitanlegt, að
á fjárlögum ríkisins þetta ár,
sé nokkurri upphæð varið til
konungsmóttöku. Þeir, sem
með völdin fara telja þess
sjálfsagt enga þörf, því það er
orðin siðvenja að hnupla pen-
ingnm úr ríkisfjárhirslunni und-
ir þeim og öðrum álíka kring-
umstæðum. Alþýðan, fólkið í
landinu, er ekki spurt ráða í
því efni frekar en oft endra-
nær, því er ætlað að liggja
hundflatt fyrir vilja valdhaf-
anna og hverri þeirri svívirð-
ingu, sem þeim dettur í hug
að framkvæma. — En þegar
kemur að skuldadögunum þá
er alþýðan skattlögð og pínd
til þess að „borga brúsann“,
þetta er reynsla liðinna tíma
og við hana verðum við að
miða hið komandi á miðan að
þjóðfélagshættirnir eru í eins
miklu ósamræmi við lífsafstöðu
fjöldans eins og þeir eru nú.
Þeir erfiðu tímar, fjárhags- og
atvinnulegu tilliti, eru nú yfir-
vofandi, að fyllsta ástæða er
til að bera kvíðboga fyrir íram-
tíðinni. Er þá nokkuð undar-
legt þó í slíkum neyðartímum
heyrist háværar raddir um það,
að fyllstu varúðar sé gætt um
meðferð þess fjár, sem press-
að er út úr þrautpíndri og blá-
snauðri alþýðu.
Nei, sú krafa er í fyllsta
máta réttmæt og sjálfsögð. Nú
er svo komið að verklegar
framkvæmdir hafa verið skorn-
ar niður. Hinni sjálfsögðu kröfu
íslenzks verkalýðs, um að fá
þræla fyrir brýnustu þörfum
til framdráttar lífinu hefir ver-
ið byggt út í myrkvið úr úr-
ræðaleysins. Á sama tíma,
sem þetta allt er gert og hin-
ar hjátóma raddir valdhafana
bergmáía hæðst um peninga-
vandræði og tómarfjárhirzlur,
er einum manni út í Kaup-
mannahöfn gefnar árlega 60—
70 þús. krónur í vasapeninga
til þess að leika sér með eftir
eigin geðþótta. Á sama tíma
og bláfátækir og atvinnulausar
verkamannafjölskyldur, sem
búa í óþrifalegum kjallarahol-
um hér í Reykjavík eiga ekki
fyrir næstu máltíð, kvað þá
forsvaranleg föt til að klæðast
í og börnin þeirra verða verða
drekka vatn í stað mjólkur, þá
er verið að undirbúa dýrlegar
átveizlur ásamt skemmtiferða-
lögum og öllu tilheyrandi fyrir
þennann eina mann, sem hlot-
ið hefir titilinn, konungur af
guðs náð. Og þó einhver hluti
af fjölskyldu hans fylgi með
er vitanlega ekkert meiragert
fyrir því. En ekki nóg með
það, heldur hefir nú verið sett
á laggirnar launuð möttöku-
nefnd og í hana valdir menn,
sem hvor fyrir sig, hefir óefað
sjöfaldar tekjur á við hvern
óbreyttan verkamann. Þó nú
vel geti verið, að þessir menn
séu heppilega valdir til starf-
ans og t. d. Ragnar E. Kvar-
an, sé smekkmaður á fleira en
skáldsögur og ástir, þá er nú
samt ekki Joku fyrir það skot-
ið, að í atvinnuleysingjahópn-
unj mætti fmna eitthvað af
slíkum mönnum og þyrfti sjálf-
sagt ekki lengi að leita. Ólíkt
hefði það nú verið mannúð-
legra að veita einhverjum slík-
um þessa atvinnu, fyrst hún
á annað borð, að áliti valdhaf-
anna, þurfti að framkvæmast,
hún hefði þá getað orðið nokk-
urskonar atvinnubótavinna fyr-
ir þá, sem hennar nutu. En að
Ragnar E. Kvaran, Haraldur
Árnason og þeirra líkar séu
þurfnir fyrir atvinnubótavinnu,
er meir en í meðallagi ósenni-
legt.
„Konungurinn kemur 18. júní.
Verið viðbúin!" hljómar frá
gjallarhornum útvarpsins og
og dagblöðin taka undir. En
kvað hugsar fólkið um þessa
væntalegu viðburði? Yfirstétt-
inn, hinir háttséttu borgarar
búa sig af kappi undir kon-
ungskomuna. Hús eru þvegin
og gluggar fægðir. Tískuföt
eru keypt til að skapa nýjann
og ásjálegri líkama. Áfeng
sæluvíma gegntekur hugi þessa
fólks, -það lætur sig dreyma
um dýrðlegar átveizlur og
skemmtiferðalög í konungs-
fylgd á ríkiskostnað auðvitað,
og fingurnir kreppast um eig-
in pyngjur túlkandi ást og lotn-
ingu fyrir verðmætum þeim
sem þær geyma og í þeim
17. júní -
Tvær stórhátíðar eru skammt
framaudan: 17. júní, afmælis-
hátíð Jóns Sigurðssonar sjálf-
stæðishetju íslenzku þjóðarinn-
ar, framasta baráttumanns al-
þýðunnar á sínum tíma. 18.
juní, móttökuhátíð Kristjáns
Friðrikssonar kóngs, sem lít-
ur eftir sjálfstæði íslenzku
þjóðarinnar fyrir (smá) þókn-
un, en kostar áreiðanlega
töluvert auka smá-fé þegar
hann lítur hingað af náð, sem
lof sé — sjaldan er.
Þessvegna er hér í borg-
inni oft mikið frelsi árum sam-
an. fátæk og vanhirt börn,
hafa frelsi til að vera fátæk og
vanhirt sjálfstætt úti og inni,
— nema á svona hátíðum tæp-
ast úti.
ákvaðna tilgangi að láta þær
ekki léttast að mun við þetta
tækifæri. — Ríkið borgar, það
er takmarkið.
En alþýðan, fátæklingarnir
eiga enga slíka drauma, þeir
gera sér það ljóst, að þeim
verður aldrei ætlað sæti við
konungsborð með dýrumjkrás-
um. Og þeir vita það líka, að
þeim verður heldur ekki boðið
í skemmtiferðir til fegurstu
staða landsins. Nei, ekkert
slíkt mun fátæklingunum hlotn-
ast. Það eina, sem þeir verða
aðnjótandi í þessu sambandi
er, að fá að borga viðtökurnar
að sínum hluta og það ríflega.
Hver er þá krafa alþýðunn
ar í þessu efni?
Krafa hennar er að engu f
sé eytt úr ríkissjóði til hinn?
væntanlegu konungsheimsókn-
ar — þeim konunghollu mönn-
um, sem tilbiðja slík skurðgoð,
er vitanlega heimilt að hafa
þú viðhöfn, sem þeim sjálfum
finnst viðeigandi og á sinn
eigin kostnað, við því er ekk-
ert að segja, en að til þess sé
eytt af almannafé, er í and-
stöðu við alla skynsamlega og
siðlega breytni, eins og nú er
högum háttað í atvinnu- og
fjármalalífi þjóðarinnar. —
Þetta er hin skýlausa og
rökstudda krafa íslenzkrar al-
þýðu, og þó að alþýðan hafi
ef til vill ekki mátt til að bera
þá kröfu fram, sem samræmd
heild, þá er það víst, að þessi
hugsun á djúpan og þrótt-
mikinn hljómgrunn í hugum
fólksins í dag.
Valdimar H61m HaÚstað.
-18. júrtí
17. júní er frelsisbarátta ís-
lenzku þjóðarinnar lofsungin.
Þá er þjóðin frjáls þjóð. —
18. júní eru fjötrar hennar hert-
ir í konungshollustu þá er ís-
lenzka ríkið frjálst og fullvalda
konungsbundið lýðríki undir
Dönum við sama kong.
Konungum er fagnað. Hús
borgarinnar eru þvegin og
máluð, port hreinsuð, fyrir
konginn, — því hann er stór
maður, sem kemur af náð.
17. júní er stór hátíð, hátíð
mannsins, sem barðist fyrir
þjóð sína móti konginum.
18. júní er stór hátíð, hátíð
kongsins, sem sigraði þjóð
mannsins, sem barðist fyrir
frjálsri þjóð.
Hvor er stærri?