Konungurinn kemur - 08.06.1936, Blaðsíða 4

Konungurinn kemur - 08.06.1936, Blaðsíða 4
4 KONUNGÚRINN KNMUR Kristján hinn» Ekki fyrir all-löngu var þess getið í dagblöðum höfuðstaðar- ins, að ákveðið væri að Krist- ján af guðsnáð konungur vor kæmi til landsins í sumar á- samt fríðu föruneyti þ. s. m. a. verða frægir herforingjar eins og Kruse og hvað þeir annars heita. En til mikilla vonbrigða fyrir| alla íslendinga kemur ekki að þessu sinni hin glæsi- lega krónprinssessa, Ingiríður, eins og'til stóð og finnst mönn- um þetta órímilegt af Friðrik krónprins (því honum er kennt það), þar sem vitað er að hann hefir notið mikillar kven- hylli í Danmörku og hefði átt hægt um vik með að skreppa út í próvinsen, (eins og það er kallað í Danmörku) t. d. Jótland. En úr því sem komið er, verðum við að láta okkur þetta lynda og gera okkur það að góðu að dá okk- ar ókonugnsborna kvenfólk eitt sumarið enn. En til mik- illar ánægju fyrir land og þjóð á þessum kreppu- og þreng- ingartímum kemur nú hingað til lands í obinbera heimsókn, Kristján konungur vor í allri sinni stærð. Vér lítilþægir og aumir íslendingar hljótum að taka á móti konungi vorum eftir beztu föngum og launa ríkulega alla þá velvild og sæmd, sem danakonungar hafa s>mt oss að fornu og nýju, því ennþá lifa menn hér á landi, sem muna hið „lostæta* korn, sem Danir veittu oss svo ríkulega forðum. Já, hví skyldum við ekki veita dana- konungi allt það bezta, sem við höfum upp á að bjóða. „Verum lítillátír íslendingar“, sáp^i hinn spaki maður Ólafur Friðriksson. Ög það verður al- drei annað sagt, en að við ís- lendingar höfum fylgt því spak- mæli gagnvart Dönum, nema eitt sinn þegar hinn danski farmaðpr Jörgen Jörgensen, sem seinna fékk nafnið Jör- undur hundadagakonungur kom í heimsókn til vor og bauð oss að vera lausum frá öllum sköttum og skyldum við Dani. Nei, þá var oss íslendingum nóg boðið. . . . og sextíu mesjamenn buðu sitt blað, að bæta þar konungsins neyð. Já, það er ekki sama hver maðurinn er. En einhverstaðar segir Þ. Erl. í kvæði sínu, um Jörund. síðasti« kemur Ég hæði ekki, drottinn, þitt veglega verk, en vel gat það orðið til meins, að valdsmenn og böðul, og kotung og klerk og kónginn þú skapaðir eins: því ef að úr buxunum fóget- inn fer og frakkanum svolitla stund, •þá má ekki greina hver mað- urinn er. Ó. mikið er skraddarans pund. Já, svona er þetta þegar allt kemur til alls. Þetta er ákaf- lega leiðinlegt fyrir sumt fólk, sem vill vera einhvernvegin öðruvísi en fjöldinn. Og gengst upp við allskonar skrautklæði og giltar bryddingar til að rýna yfirburði sína yfir fjöldann. En þetta sorglega við hé- gómagirni þessa fólks, að hún verður fjöldanum og dýr — hún er gerð á hans kostn- að. — Það hefir kostað oss íslendinga mikið á umliðnum öldum að hafa þetta konung- lega fólk yfir oss. Þá sögu þekkja allir íslendingar, sem eru komnir til vits og ára. En hvað á það að viðgang- ast lengi að íslendingar leiki þennan leik? Fyrir hvern er hann gerður? Ekki fyrir fólkið því hann er gerður á þess kostnað. Getur það verið að hann sé gerður vegna þeirra manna hér á landi, sem gangast fyrir skraut- legum klæðum? En þessi leikur er of dýr til þess. Við íslendingar eigum nú við margskonar efiðleika að stríða. Við höfum meðal annars að takmarkað mjög all- an innfluttning a luxusvörum, vn getum við þá frekar leyft þessu luxusfólki innflutting í landið. Er það okkur ekki um megn? En við höfum þá fyrr fórnað vegna vorra háæru- verðuga konung, mun magur segja. Og þar sem þetta mun verða ef til vill í síðasta sinn, sem hann kemur hingað til lands, því það er spá margra, bæði hér og í Danmörku, að hann verði síðastur konungur Dana. Þeir hafa gefið honum viðurnefni: Kristján hinn síð- asti. En hvað sem þessu líður, þá er víst að íslenzka fólkið óskar ekki eftir fleiri konung- um og getur vel sætt sig við að Kristján verði hinn síðasti konungur vor. Ábyrgðarm.: Vilhj, Guðmundsson Víkingsprent Hilsen og Farvel til Kongen (Ort á prentsmiðjudönsku). Vær hilset o Konge, du höje Drot, vær hilset, med Gemalinden. Du kommer saa uventet her til os som Minister Ásgeir med Vinden. Vi sidder i Krise og har ikke Raad. til at byde paa Delikatesser. Vort daglige bröd er jo Havregröd og Sild i alle Finesser. Men vi har skam været i Köbenhavn og kender s’gu Istedgade, vi har ogsaa været med Piger paa sjov og spenderet Chokolade. Men det sku’ vi fane’e’me ikke ha gjort, for saa fik vi ondt i Maven, og Pigen raaatte gaa ene hjem og da blev hun sur og gnaven. Nu skal det være et sidste Farvel, Hr. Konge af Danrriark og Island. Rejs hjem og spis der^déri danske Forel og drik det sjællandske Bröndvand. Vi islandske Mænd æder Havkat og Sæl og blíver saa store og stærke. Saa hvis at du skulde komme igen skal du kraft’e’me faa det at mærke. Royalist Þau sem ríkið eiga að erfa. mP* Nœsta blað kemur ut 17. júní

x

Konungurinn kemur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Konungurinn kemur
https://timarit.is/publication/1622

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.