Hópsblaðið - 01.02.1937, Page 2

Hópsblaðið - 01.02.1937, Page 2
2 HÓPSBLAÐIÐ Baden Powell 80 ára. I dag, þ. 22. febrú- ar, er Baden Powell, alheimsforingi skáta, 80 ára. Þessi maður, sem án efa, er mest virtur allra manna, meðal unglinga. B. P. hefir unnið mest gagn allra manna i uppeld- ismálum drengja, þvi hann stofnaði árið 1907 skátafélagsskap- inn, sem er nú sá allra fjölmennasti hópur æskumanna, sem til er í heiminum. Upphaf skátahreyfingarinnar var það, eins og flestir munu vita, að B. P. stjórnaði enskri hersveit í Búastríðinu um siðustu aldamót. Hann varð strax heimsfrægur í þessu stríði fyrir það, að verjast fámennur ofurefli liðs í þorpinu „Mafekiang“. I þessu stríði notaði hann drengi til að koma orðsendingum til manna sinna. Er skátakerfið að nokkru reist á viðkynn- ingu hans við þessa drengi. Eftir að stríðinu slotaði, starfaði B. P. við nýlendur Breta í Afriku, og kynntist liann þar lífi og háttum innfæddra náttúruharna, sem hjargast urðu á eigin spýtur við skamt þann, sem náttúran hefir að bjóða. Árið 1903 kom hann heim til Englands. Sá hann þá fljótt ýmsar þjóðfélagsmeinsemdir, er nútíð- armenningunni fylgja, en náttúruhörnin liöfðu lítið af að segja. Yann hann nú um nokkurra ára skeið að undirhúningi æskulýðshreyfing- arinnar, og árið 1907 safnaði hann saman nokkrum drengjum úr Lundúnaborg, lét þá hafast við um skeið í tjöldum úti á víðavangi og lét þá sjá sér sjálfum farborða að öllu leyti. Árið 1908 gaf B. P. út handhók skáta, sem er sniðin eftir lundarfari drengja. A reglum þeim, sem hann gefur í þessari bók, er skáta- félagsskapurinn reistur. Skátafélagsskapinn ætlar B. P. drengjum á aldrinum 12—18 ára, en til að gera ekki upp á milli, bjó liann einnig' til reglur fyrir yngri drengi, sem hann nefndi „Wolfs“ (Ylt'inga), og eru þeir á aldrinum 8—12 ára. Beglur ylfinga eru að flestu likar hinum, nema hve þær eru léttari og svo meira af leikjum. „Bo- vers“ eru skátar ,sem eru orðnir 18 ára, en vilja starfa áfram. Þeir starfa eftir frjáls- ari reglum, og' hjálpa svo hinum yngri við kennslu. Áður en eg' lýk þessum linum mínum, sem eru teknar upp úr ýmsum bókum um B. P., vil eg láta þess getið, að vilji minn er mik- ill til að skrifa miklu meira um þennan mæta öldung, en sökum rúmleysis varður það ekki meira að þessu sinni. Að endingu óska eg' þess, af heilum hug, að við skátar mættum njóta góðs af hinum aldraða unglingi enn í nokkur ár. Lengi lifi alheimsforinginn Baden 1‘owell! Flestir drengir í Beykjavik kannast við Ylf- ingahókina, eftir Baden Powell, höfund skáta- reg'lunnar. Sumargjöfin hefir gefið út tvö hefti af henni, undir nafninu Sólskin. Síðasta heft- ið er enn ókomið, en í ráði er að það komi út nú í vor. Steingr. Arason er að þýða það. Þessi hók liefir verið þýdd á flestöll tungu- mál lieimsins, og drengir lesa hana i öllum löndum, sér til gagns og gleði. Hér fara á eftir nokkrar setningar úr hók- inni, teknar víða að og af handahófi: „Þið munið eftir þvi úr sögunni af húálf- unum, að litlu g'óðu drengirnir fóru á fætur á undan öllum öðrum, og voru búnir að gera margt og' mikið til gagns, áður en aðrir komu á fætur. Svo munið þið líka, að þar voru trass- ar og sóðar, sem ekkert gerðu annað en a5

x

Hópsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hópsblaðið
https://timarit.is/publication/1624

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.