Dagrenning - 01.03.1935, Blaðsíða 4

Dagrenning - 01.03.1935, Blaðsíða 4
4.Bls. S)agrenning Marz, 1935. DAGRENNING ÓháS MánaSarblaS gefiS út af Magnusson Brothers PRENTARAR 604 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. VERÐ: $1.00 um áriS. Borgist Fyrirfram. “©agrenuútg” er það nafn, sem útgefendurnir hafa valið fyrir þetta smávaxna mánaðarblað. Þetta nafn hefir í raunveruleika stóra og mikla þýð- ingu, því hversu þýðingar mikið er það ekki fyrir okkur mennina, að sjá næturmyrkrið líða burt og víkja fyrir nýjum degi. Þá vakn- ar allt líf og tekur að búa sig undir starf sitt hinn nýja dag, hverjar tegundar, sem það kann að vera. Ekki skal þannig á litið, samt sem áður, sem blaðið telji sig fært um að bægja burt myrkri og leiða inn birtu, nema ef til vill að einhverju litlu leiti, þó það sé blaðsins einlæg ósk, að það mætti færa lesendum sín- um mánaðarlega eitthvað það, sem gæti orsakað birtu í huga þeirra; aukið þeim ánægjustundir og upplýst um ýms mál er varða okkar þjóðarbrot hér í álfu, og leitt þætti blaðinu ef það með öllu kafnaði undir nafni. Vér lítum þannig á, að nú séu tíma- mót,— að einskonar þoka og myrkur hafi hjúpað heiminn, en nú sé heldur að rofa til og sjáist nú bjarmi á lofti er boði það, að þok- unni og myrkrinu sé að létta af og nýr dagur sé i nánd er hafi í för með sér nýtt líf, nýja starfskrafta og nýja möguleika — það sé dagrenning í viðskifta lífi okkar mannanna. Á þessum tímamótum byrjar þetta blað göngu sína og lýtum vér þvísvo á, sem nafnið sé sízt illa viðeigandi. Stefna blaðsins er óháð, en það vill veita móttöku ritgerðum, frá öllum jafnt, séu þær um fræðandi efni og kurteislega ritaðar og hæfilega langar og menn láti nöfn sín fyigja- Eins og getið er um hér að ofan, þá verður blaðið mánaðarblað, nú fyrst um sinn, átta blaðsíður á mánuði sem gerir 96 blaðsíð- ur á ári, en svo verður 4 blaðsíðurn bætt við á árinu, svo kaupendur fái 100 blaðsíður í allt yfir árið. Blaðið selst á $1.00 og verður þá hver blaðsíða, eitt cent. Þetta fyrsta númer af blaðinu verður sent til íslendinga út um bygðir, sem prufa, og vonum vér svo góðs of lönduin vorum, að þeir skrifi sig fyrir blaðinu og sendi $1.00 fyrir áskriftar gjald fyrir eitt ár til að byrja með. Utgefendurnir Auðmenn — Yerkamenn. Það hefir mikið verið rætt og ritað um auðmenn og verkamenn og afstöðu þeirra til hvers annars. Af öllu því, sem maður les og heyrir um þessar tvær stéttir mannfélags- ins, getur maður naumast dregið aðra ályktun en þá, að þeir séu römmustu andstæðingar, sem standi í stórorustum hver við annan árið út og árið inn og hafi gert það eins langt til baka og sögur fara af, og ekkert það sjáan- legt nú, sem gæti orðið til þess, að draga til friðar milli þeirra. Þessar tvær mannfélags- stéttir kenna hvor annari um ósamlyndið þeirra á milli og hvorug þeirra vill slaka til, þó svo hafi oft farið að verkamaðurinn hafi orðið að gera það. Það er engin nátturlegur gagnstæð- leiki milli þessara stétta. Sú andstæða, sem á sér stað hefir verið sköpuð af mönnunum sjálfum. Nátturlegast er, að þessi tvö öfl vinni saman. Andstæðan er aðallega milli vinnuveitanda og vinnuþyggjanda og mun ekki ósanngjarnt að segja, að báðum pörtum sé um að kenna eins og gengur, því sjaldan veldur einn þegar tveir deila. Vinnuveitand- inn vill fá sem mezt fyrir sem minst gjald, vinnuþyggjandinn aftur á hinn bóginn, vill og þarf að fá sem mezt kaupgjald að mögu- legt er og sumir að láta fyrir það þá minstu vinnu sem unt er, þó þar séu margar undan- tekningar. Það ríkir talsverð eigingirni hjá báðum hliðum og þetta þjóðfélags stríð endar ekki fyr en þessir flokkargeta áeinhvern hátt komið sér saman, en það verður ekki með

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.