Fjarðarfréttir - 06.07.2017, Page 4
4 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2017
Í sumar mun Siglingaklúbburinn Þytur bjóða upp á
siglinganámskeið fyrir börn og unglinga 10 ára og eldri,
fædd 2007 og fyrr.
Innritun á
www.sailing.is
Siglinganámskeið
Verð: 15.500 kr. fyrir tveggja vikna námskeið og félagsaðild.
Siglingaklúbburinn Þytur, kt.: 680978-0189 Sími 555 3422 Bankareikningur: 0545-26-987
Kennt er eftir nýrri námsskrá sem Siglingasamband Íslands hefur látið þýða og staðfæra.
Þátttakendum er kennt að bregðast við síbreytilegum aðstæðum, siglingar á kayak og seglbátum,
siglingareglur og umgengni um báta og búnað þeirra.
Í lok námskeiða gerum við okkur dagamun, hoppum í sjóinn, buslum og endum á grillveislu.
Hvert námskeið er í tvær vikur hálfan daginn kl. 9-12 eða kl. 13-16.
Kennt er í aðstöðu Þyts, Strandgötu 88 og við Hafnarfjarðarhöfn.
10. júlí - 21. júlí (fyrir hádegi) 10. júlí - 21. júlí (eftir hádegi)
Síðustu námskeiðin hefjast 10. júlí!
Samkvæmt árlegri könnun Velferðar
ráðuneytisins fjölgaði félagslegum
íbúðum á landinu um 2% milli áranna
2015 og 2016. Langstærstur
hluti fjölgunar innar átti sér
stað í Reykjavík en biðtími
eftir félagslegu hús næði er
lengstur í Hafnarfirði af öllum
sveitar félögum á Íslandi.
FLESTIR Á BIÐLISTA
Á HÖFUÐBORGAR
SVÆÐINU
Alls voru tæplega 1700
umsækjendur á biðlista eftir félagslegu
húsnæði hér á landi um síðustu áramót.
Tæplega 90% þeirra voru einstaklingar
og einstæðir foreldrar á
höfuðborgarsvæðinu. Samtals voru um
800 börn á heimilum sem voru á
biðlista, þar af tæplega 100 í Hafnarfirði.
Fjöldi þeirra sem er á biðlista hverju
sinni segir því ekki nema hálfa söguna
því að baki þeim stóra hópi fullorðinna
er vanalega mikill fjöldi barna sem á
rétt á að búa við viðunandi húsnæðis
skilyrði en gerir það ekki. Að meðaltali
á landinu öllu var biðtíminn eftir félags
legri íbúð rúmlega eitt ár en í Hafnarfirði
beið fólk að meðaltali í fjögur ár.
SUM SVEITARFÉLÖG
STANDA SIG BETUR
EN ÖNNUR
Það vekur athygli að staða
þessa málaflokks er umtals
vert verri í Hafnarfirði en í
nágrannasveitarfélögunum
Reykjavík og Kópavogi.
Garða bær, Seltjarnarnes og
Mosfellsbær skera sig þó úr í
þeim samanburði fyrir þær
sakir að þar er framboð félagslegra
íbúða minna en í öðrum sveitarfélögum.
Þess ber að geta að Garðabær og
Seltjarnarnes skera sig einnig úr að því
leyti að þau rukka íbúa sína um útsvar
sem er lægra en það sem aðrir íbúar
landsins greiða að meðaltali. Það geta
þau gert vegna þess að þau taka ekki
þátt í að veita sömu þjónustu.
Í því samfélagi sem mótaðist hér á
landi fyrir hrun, þar sem ríkjandi hugar
far var orðið býsna skakkt á mörgum
sviðum, voru þessi sveitarfélög til
greind sérstaklega í árlegri samantekt
um best reknu sveitarfélög landsins og
nefnd fyrirmyndarsveitarfélög. Þrátt
fyrir að flestir séu sem betur fer búnir
að uppgötva að það er nákvæmlega
ekkert til fyrirmyndar við það að velta
ábyrgðinni yfir á aðra hefur Sjálfstæðis
flokkurinn í Hafnarfirði augljóslega
ekki enn kveikt á þeirri peru. Hann er
enn að berjast fyrir lægra útsvari og
minni grunnþjónustu.
ÞÖRF FYRIR 100 NÝJAR
ÍBÚÐIR Á ÁRI
Ef Hafnarfjörður ætlar að standast
samanburð við nágrannasveitarfélögin
Reykjavík og Kópavog og uppfylla
eigin húsnæðisáætlun þarf að bæta við
ríflega 240250 félagslegum íbúðum á
næstu 23 árum. Miðað við 35 milljóna
króna meðalverð íbúðar jafngildir það
fjárfestingaþörf upp á um 9 milljarða
króna. Bundnar eru vonir við að þátt
taka bæjarins í samstarfsverkefni ASÍ
um byggingu nýrra leiguíbúða létti eitt
hvað á þessari þörf en þó aldrei nema
að takmörkuðu leyti. Eftir sem áður er
þörfin mikil og fyrirséð að lítið svigrúm
verði til annarra fjárfestinga næstu ár ef
tryggja á að Hafnarfjörður standi undir
lögboðnu hlutverki sínu samhliða því
að ráðist verði er í nauðsynlegt viðhald
og endurbætur á núverandi eignum
bæj ar ins, m.a. húsnæði leik og grunn
skóla.
Höfundur er bæjarfulltrúi
Samfylkingarinnar.
Gunnar Axel
Axelsson
Hafnfirðingar bíða lengst allra
eftir félagslegu húsnæði
Heimild: Varasjóður húsnæðismála og www.hagstofa.is
2,0
1,3
0,9
0,2
0,4 0,3
0,0
0,5
1,0
1,5
2,0
2,5
Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Seltjarnarnes Mosfellsbær
Fjöldi félagslegra leiguíbúða á hverja 100 íbúa
árið 2016 - Höfuðborgarsvæðið
H
ei
m
ild
: V
ar
as
jó
ðu
r h
ús
næ
ði
sm
ál
a
og
w
w
w.
ha
gs
to
fa
.is
Nú stendur yfir Sönghátíð í Hafnar
borg með tónleikum og námskeiðum.
Tveir flytjendur þau Guðrún Jóhanna
Ólafsdóttir mezzósópran og Francisco
Javier Jáuregui gítarleikari gáfu sér
tíma til að heimsækja vistfólk á
Hrafnistu og sungu fyrir þau.
Fengu þau mjög góðar viðtökur enda
söngelskandi fólk sem mætt var.
Sönghátíð á Hrafnistu
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n