Fjarðarfréttir


Fjarðarfréttir - 06.07.2017, Qupperneq 6

Fjarðarfréttir - 06.07.2017, Qupperneq 6
6 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2017 Hafnarborg Sýningin Landsýn - í fótspor Jóhann- esar Larsen með ljósmyndum Einars Fals Ingólfssonar og teikningum Jóhann esar stendur yfir í aðalsal Hafn- arborgar. Í Sverrissal stendur yfir sýningin „Dáið er allt án drauma“ með listakonunum Söru Gunnarsdóttur og Unu Lorenzen. Sönghátíð - Þóra Einarsdóttir, sópran og virkir nemendur á master class söng- námskeiði Þóru syngja við undirleik Matthildar Önnur Gísladóttur á tón- leikum í Hafnarborg í kvöld kl. 20. - „Ást í meinum“ er yfirskrift tónleika Dísellu Lárusdóttur, sópran og Guð­ rúnar Jóhönnu Ólafsdóttur, mezzó ­ sópran á föstudag kl. 20. Með þeim leika gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui og Hrönn Þráinsdóttir á píanó. - „Speglasalur tilfinninganna“ er yfirskrift tónleika Hallveigar Rúnars­ dóttur sópran á laugardag kl. 17 en með henni leikur Hrönn Þráinsdóttur á píanó. - Lokatónleikar Sönghátíðar í Hafnarborg verða á sunnudag kl. 20, en þá koma fam Dísella Lárusdóttir sópran, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran, Francisco Javier Jáuregui á gítar, Hrönn Þráinsdóttir á píanó og Guja Sandholt, mezzósópran. Sendið tilkynningar um viðburði á fjardarfrettir@fjardarfrettir.is þjónusta Garðsláttur í einum grænum. Tek að mér garðslátt og önnur smáverk. Hagstætt verð. Uppl. í s. 845 2100. Bílaþrif. Kem og sæki. Bón verndar bílinn. Úrvals efni. Djúp hreins un. Hagstætt verð. Uppl. í s. 845 2100. Tek að mér að færa yfir á (vídeó, slide, ljósmyndir) DVD diska eða flakkara. Sýnishorn á siggileifa.123.is sími 8637265 siggil@simnet.is, Sigurður Þorleifsson. smáauglýsingar fjardarfrett ir@fjardarfrett ir. is s ími 565 3066 Verð 1.200 kr. m.v. hver 200 slög. Myndbirting 1.200 kr. Tapað-fundið og Gefins: FRÍTT www.fjardarfrettir.is SMÁAUGLÝSINGAR Á DÖFINNI Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar og Benedikt Jóhannesson fjármála­ og efnahags­ ráðherra skrifuðu sl. föstudag undir samn ing um kaup Hafnarfjarðarbæjar á 85% eignarhlut ríkisins í aðalbyggingu St. Jósefsspítala. Fyrir átti Hafnar­ fjarðar bær 15%. Við kaupin skuldbindur Hafnar­ fjarðarbær sig til að reka almanna þjón­ ustu í húsinu að lágmarki í 15 ár frá undir ritun samnings. Með almanna­ þjónustu er átt við starfsemi í félags­ þjónustu, heilbrigðisþjónustu, menn­ ingar­ eða fræðslustarfsemi eða annarri sambærilegri þjónustu sem almenn­ ingur sækir í sveitarfélaginu. Hafnar­ fjarðarbær skuldbindur sig jafnframt til að hefja rekstur í fasteigninni innan 3 ára frá undirritun samnings. Kaupverð er 100 milljónir króna og húsið verður afhent 15. ágúst 2017. Verðið endurspeglar fyrirhugaða nýt­ ingu hússins í almannaþágu. Þá er í samningnum ákvæði um hærra verð verði horfið frá þeim áformum. Er samningurinn í samræmi við tilboð sem ráðuneytið sendi Hafnarfjarðarbæ 13. janúar sl. Starfshópur um framtíð St. Jósefs­ spítala var skipaður á síðasta fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar og mun hann kortleggja möguleika og leggja fram tillögu að framtíðarnýtingu húsnæðisins fyrir 10. október n.k. Starfshópinn skipa þau Guðrún Berta Daníelsdóttir, Sigríður Björk Jónsdóttir, Karl Guð­ mundsson og Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir. Starfsmaður og verk­ efnastjóri hópsins er Sigríður Kristins­ dóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Hafnarfjarðarbæjar og bæjarlögmaður. „St. Jósefsspítali hefur mikið tilfinn­ ingalegt gildi fyrir íbúa og aðra vel­ unnara Hafnarfjarðarbæjar. Mikill vilji er fyrir því að koma húsnæðinu í gott lag og í notkun sem fyrst. Fjölmargir aðilar hafa þegar sýnt húsnæðinu áhuga bæði til tímabundinna verkefna og til framtíðar litið. Nýskipaður starfshópur mun fá allar hugmyndir og fyrirspurnir inn á borð til sín og marka línurnar,“ segir Haraldur L. Haraldsson bæjar­ stjóri í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ og ráðuneytinu. „Við fögnum því að þessu sögufræga húsi verði sýndur fullur sómi og fundið nýtt hlutverk og að ríkið og Hafnar­ fjarðarbær hafi náð samkomulagi um fyrir komulag sem tekur tillit til hags­ muna beggja,“ segir Benedikt Jó hann­ esson fjármála­ og efnahags ráðherra. Engin starfsemi hefur verið í St. Jósefsspítala frá því að honum var lokað við árslok 2011. Viðræður við sveitarfélagið hafa staðið yfir síðan með hléum. Ítarlegar kannanir hafa farið fram á möguleikum til nýtingar á eignunum á vegum ríkisins, en án árangurs. Fjármála­ og efnahagsráðu­ neytið tók yfir umsjón með spítalanum árið 2014 frá velferðarráðuneytinu. Heimild hefur verið í fjárlögum síðan árið 2013 fyrir sölunni. Samningur um kaup á St. Jósefsspítala undirritaður Hafnarfjarðarbær kaupir aðalbyggingu St. Jósefsspítala af ríkinu Fulltrúar Hafanrfjarðarbæjar og fjármála- og efnahagsráðuneytis utan Bookless Bungalow húsið eftir undirritun samningsins. Aðalfundur Hollvinasamtaka St. Jósefsspítala var haldinn þann 8. júní sl. Markmið og tilgangur félagsins er að koma af stað heilbrigðisþjónustu í St. Jósefsspítla og bæta þá þjónustu í Hafnarfirði, Hafnfirðingum og öðrum til hagbóta. Aðalfundurinn skoraði á bæjaryfir­ völd að fyrir lægi skilgreining á þeirri almannaþjónustu sem fyrirhuguð er í St. Jósefsspítala, áður en starfsnefnd um málefni St. Jósefsspítala yrði skipuð af fulltrúum allra flokka í bæjarstjórn. Þá var óskað eftir fundi með nefndinni. „Hollvinasamtök St. Jósefsspítala telja brýna nauðsyn þess að í þeirri skilgreiningu verði tekið mið af skyld­ um bæjaryfirvalda til þjónustu á mál­ efnum fatlaðra og aldraðra. Jafnframt verði bæjarbúum kynnt staðan á þeirri heilbrigðisþjónustu sem fellur undir skyldur sveitarfélagsins. Aðalfundur Hollvinasamtaka St. Jósfsspítala telur að með því að skilgreina heilbrigðistengda starfsemi í St.Jósefsspítala geti Hafnarfjörður orðið í fararbroddi í forvörnum, eftir­ fylgd og endurhæfingu við bæjarbúa á öllum sviðum og aukið þannig lífsgæði Hafnfirðinga til framtíðar.“ FARSÆL EFRI ÁR Mikil umræða varð um „Fjölþætta heilsurækt í sveitarfélögum ­ Leið að farsælum efri árum“, erindi Janusar Guðlaugssonar og þau miklu tækifæri sem liggja í verkefni eins og hann er með í öðrum sveitarfélögum. Tækifæri fyrir Hafnfirðinga og nýtingu St. Jósefsspítala í því sambandi. STEINUNN ÁFRAM FORMAÐUR Steinunn Guðnadóttir var endurkjörin sem formaður, en aðrir í stjórn eru Guðrún Bryndís Karlsdóttir ritari, Þórður Helgason, Stefanía Ámunda­ dóttir gjaldkeri og Ingvar Árni Sverris­ son. Til að gerast hollvinur er e­mailið : st.josefsspitali@gmail.com Vilja að fyrir liggi skilgreining á almannaþjónustu Hollvinasamtök vilja heilbrigðisþjónustu í St. Jósefsspítala FH dróst gegn Leikni FH fær 1. deildar liðið Leikni úr Reykjavík í heimsókn í undanúrslitum bikarkeppni karla í fótbolta. Leikið verður 28. júlí kl. 19.15. Þetta er fyrsti undanúrslitaleikur Leiknis í sögu félagsins.

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.