Fjarðarfréttir


Fjarðarfréttir - 06.07.2017, Side 7

Fjarðarfréttir - 06.07.2017, Side 7
www.fjardarfrettir.is 7FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2017 Fótbolti: 7. júlí kl. 19.15, Kaplakriki FH - Víkingur Ó., úrvalsdeild karla 7. júlí kl. 19.15, Árbær Fylkir - Haukar, 1. deild karla 11. júlí kl. 19.15, Ásvellir Haukar - Selfoss, 1. deild karla ÚRSLIT KARLA: Breiðablik ­ FH: 1­2 Haukar ­ Leiknir F.: 5­0 Fylkir ­ FH: 0­1 ÚRSLIT KVENNA: Haukar ­ Grindavík: 1­2 ÍÞRÓTTIR Vara menn fá föst laun Bæjarráð hefur, þegar bæjarstjórn er komin í sumarfrí, ákveðið að fulltrúar í nefndum fái framvegis föst laun fyrir störf sín í stað þess að fá greitt fyrir hvern fund. 154% HÆKKUN FRÁ 2015 Samþykkt bæjarráðs hefur það í för með sér að laun varabæjarfulltrúa og varamanna í bæjarráði hækkar og verða heildarútgjöldin tæpar 3,8 milljónir kr. á ári í stað 2,1 millj. kr. sem nú er og er það 77,8% hækkun og 153,6% hækkun frá 2015! Þó tillögurnar hafi verið samþykktar í bæjarráði fylgja þær ekki fundargögnum ef undan er skilið skjal sem sýnir helstu breytingar. BÆJARSTJÓRNARFUNDIR KL. 17 Þá var samþykkt að færa fundartíma bæjarstjórnarfunda frá kl. 14 til kl. 17 og samþykkt að leggja til breytingar á samþykktum Hafnarfjarðarbæjar. Færi fyrri umræða fram á næsta bæjarráðsfundi og síðari umræða á fyrsta fundi bæjarstjórnar eftir sumarfrí, seint í ágúst. Vilja leigja Kjóadal fyrir 4.167 kr. á mánuði Fyrirtækið Ferðasaga hefur óskað eftir því við Hafnarfjarðarbæ að fá að taka Kjóadal á leigu sem hvíldarhólf fyrir reiðhesta. Fyrirtækið er með litla persónulega hestaleigu, eins og segir í umsókninni en forsvarsmaður Ferða­ sögu er jafnframt rekstrarstjóri Hraun­ hesta sem hefur aðsetur á Kaplaskeiði. Íshestar hefur undanfarin ár haft Kjóadal leigulaust undir sína hesta en hafa einnig ekið þangað gríðarlega miklu magni af hrossaskít, langt umfram það sem notað er til áburðar á túninu. Kjóadalur er suð­austan við Hval­ eyrar vatn og í hlíðum hans voru um tíma kartöflugarðar bæjarbúa. Þær eru orðnar ófáar greinarnar sem ég hef ritað um leikskólamál í Hafnar­ firði á yfirstandandi kjör­ tímabili. Und an tekninga­ laust hafa þær fjallað um niðurskurð eða lok anir á leikskóla úrræðum. Þessi málaflokkur virðist því miður ekki ofarlega á blaði hjá nú verandi meirihluta Sjálf stæðisflokks og Bjartrar fram tíðar. LOKANIR ÞRÁTT FYRIR SKORT Á PLÁSSUM Á fyrri tveimur árum kjörtímabilsins var ráðist í miklar hagræðingaraðgerðir sem bitnuðu illa á leik­ og grunnskólum bæjarins. Fjórum leik skólaúrræðum var lokað sem kunnugt er – Ung­ barnaleikskólanum Bjarma, 5 ára deild við Hvaleyrarskóla, útideild Víðivalla í Kaldársseli og starfsstöð Brekku­ hvamms við Hlíðarbraut (Kató). Þrátt fyrir kröftug mótmæli foreldra í Suðurbæ var Kató lokað sl. vor. Í aðdraganda þeirrar lokunar bentum við ítrekað á skort á leik skóla plássum í hverfinu en með brotthvarfi Kató varð Suður bærinn það hverfi í bænum sem mestur skortur er á plássum. Í kjölfarið var sam þykkt tillaga í bæjarstjórn þann 13. apríl 2016 um kostn aðar úttekt á möguleikum til þess að fjölga leik­ skóla pláss um í hverfinu. Tillagan byggði á minnisblaði sviðs stjóra fræðslu sviðs sem stað festi að öllu leyti ábend ingar okkar um stöðuna. MÁLIÐ SVÆFT OG LOFORÐ SVIKIN Skemmst er frá því að segja að ekkert hefur gerst frekar í þessu máli. Því var stungið ofan í skúffu og það svæft. Úttektin sem gerð var og tillagan um kostnaðar grein ingu voru hreinn leikara­ skap ur og ekki til annars ætl uð en tefja málið. Lokun Kató var illa ígrund uð ákvörð­ un. Hún var tekin út frá excel­skjali en ekki miðað við þarfir íbúanna í hverfinu og engin áform virðast vera um úrbætur. FRAMTÍÐIN EKKI BJÖRT Í bókun frá fulltrúum Sjálfstæðis­ flokks og Bjartrar framtíðar á fundi bæjar stjórnar þann 16. mars 2016 er fullyrt að það sé vilji meiri hlutans að veita þjónustu sem næst heimilum barna og niðurstöður minnisblaðsins umrædda verði nýttar til frekari ákvarðanna um aukna þjónustu í leik­ skólamálum í framtíðinni. Hvenær sú framtíð rennur upp er ekki gott að segja en ljóst er að það verður ekki á þessu kjörtímabili. Framtíðin er því ekki björt fyrir íbúa í Suðurbæ, enda leikskólamál ekki í forgangi hjá núverandi meirihluta. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingar. Adda María Jóhannsdóttir Svikin loforð í Suðurbæ Verið velkomin í Bike Cave :D Hafnarborg, Hafnarfirði • Opið alla daga kl. 9-22 www.bikecave.is • sími 571 3144 • Erum á Facebook Gatnaframkvæmdir! Vegna gatnaframkvæmda getur verið erfitt að komast til okkar. Hjáleið bakvið Fjörð og góð aðkoma frá Strandgötu Sundfélag Hafnarfjarðar verður með sundnámskeið fyrir börn, bæði synd og ósynd, í Ásvallalaug, Suðurbæjarlaug, Sundhöllinni og Lækjarskólalaug. Nánari upplýsingar og innritun má finna á www.sh.is Námskeiðin standa yfir í tvær vikur eða 10 skipti. Tímabil í boði: 10. – 21. júlí 24. júlí – 4. ágúst styrkir barna­ og unglingastarf SH Sundfélag Hafnarfjarðar • sh@sh.is • 555 6830 • www.sh.is Sumarsund fyrir börn 4-10 ára Bráðskemmtileg námskeið sem allir hafa gaman af!

x

Fjarðarfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.