Fjarðarfréttir


Fjarðarfréttir - 06.07.2017, Blaðsíða 8

Fjarðarfréttir - 06.07.2017, Blaðsíða 8
8 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2017 Aðeins tveir vilja leigja af bænum Aðeins tveir hafa sent inn tilboð í leigu á Strandgötu 4 en annar tilboðsgjafanna, Fast ráðningar ehf., vill leigja um 100 m² rishæð á 2.350 kr./m² undir ráðningar stofu og jafnvel verk fræðistofu. Hinn tilboðsgjafinn, Bæjar­ bíó slf. vill leigja allt húsið fyrir sig og sam starfsaðila sem vilja koma upp eins konar klasa samstarfi í húsinu. Bæjar­ bíó vill hins vegar aðeins greiða 600­800 kr./m² að und­ an skildum kjall ara sem ekki sé leiguhæfur. Eykt byggir nýjan skóla í Skarðshlíð Byggingarfyrirtækið Eykt mun byggja nýjan skóla í Skarðhlíð en auglýst var eftir tilboðum í byggingu hans í alútboði. Umhverfis­ og fram­ kvæmdaráð fól um hverf is­ og skipulagsþjón ustu að leita eftir samningum við Eykt ehf. Tvö tilboð voru metin hæf, tilboð Ístaks sem vað að upp­ hæð 4.976.609.820 kr. og tilboð Eyktar sem var upp á 3.979.077.264 kr. og var því tekið. Það kostar því um 4 milljarða að byggja skólann allan. 1. áfangi verður tekinn í notkun haustið 2018, 2. áfangi ári síðar og fullbúinn skóli, leikskóli, tónlistarskóli og íþróttahús fullbúið með úti­ svæðum haustið 2020. Skóla­ hald hefst í haust í húsakynnum Ástjarnarkirkju. Sumarið 2017 Rat leikur Hafnarfjarðar Sumarið 2017 Rat leikur Hafnarfjarðar Þú getur tekið þátt! Finndu Raleikinn á Facebook! Stendur til 25. september

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.