Fjarðarfréttir - 18.04.2018, Qupperneq 4
4 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2018
www.fjardarfrettir.is
hafnfirski fréttavefurinnfjardarfrettir@fjardarfrettir.is
Á Íslandi er ekki aðeins kalt vatn í
jörðu heldur líka heitt. Á síðustu öld
varð bylting þegar tókst að nýta
jarðhitann til að hita hús og
híbýli sem er mikilvægt á svo
köldu landi sem Íslandi. Á
síðustu áratugum hefur orkan
í heita vatninu líka verið notuð
til að framleiða rafmagn.
Já eitt af því besta við að
búa á Íslandi er heita vatnið.
Við getum farið í sund nánast
hvar sem er á landinu og
heitar uppsprettur eru víða og
margir eiga góðar minningar um
baðferðir úti í náttúrunni.
Sundlaugar gegna veigumiklu hlut
verki í almennri heilsubót. Í vatni er
auðveldar að hreyfa sig og vatnsleikfimi
nýtur vaxandi vindsælda. Margir synda
daglega og viðhalda þannig hreysti og
úthaldi. En það er ekki bara að vatnið
ýti undir almenna heilsubót heldur
gegna sundlaugar á Íslandi stóru hlut
verki félagslega sem er ekki síður
mikilvægt fyrir heilsuna. Margir fara í
sund á ákveðnum tímum og hitta sama
fólkið sem er ekki endilega allt að
synda heldur situr saman í heita
pottinum og spjallar.
Það að komast í sund skiptir
Hafnfirðinga verulegu máli,
því er svo óskaplega mikil
vægt að þeim sé vel við
haldið. Því miður er svo
komið að Suðurbæjarlaug er
ansi illa farin og þarfnast
verulegs viðhalds. Til að vel
megi vera þarf að gera alls
herjar úttekt á lauginni,
búnings klefum, úti og inni,
pottunum og sturtum. Líklega
þarf að loka lauginni í einhvern tíma, en
til lengri tíma litið er það betra en að
horfa upp á sundlaugina, sem hefur svo
mikla þýðingu fyrir mörg okkar, grotna
niður. Við sem erum fasta gestir í
lauginni, yrðum því að leita í aðrar
laugar á meðan viðgerð færi fram.
Ég er handviss um að allir munu
kætast að fara í nýja og betri Suður
bæjarlaug að viðhaldi loknu.
Höfundur er iðjuþjálfi, með MA
gráðu í heilbrigðisvísindum og
skipar 7. sæti lista VG.
Elsa Sigríður
Þorvaldsdóttir
Sundiðkun
í Hafnarfirði
Undanfarið hefur mátt lesa um trausta
fjárhagsstöðu bæjarins, viðsnúning í
rekstri og því er haldið sérstaklega á lofti
að álögur bæjarins hafi verið
lækkaðar. Það sem hér hefur
verið nefnt tengist fyrst og
fremst hagvexti, sem ein skorð
ast ekki við Hafnarfjörð, og allir
en ekki aðeins útvaldir eiga að
geta notið.
En hvað er það sem skiptir
máli fyrir íbúa Hafnarfjarðar?
Skiptir það t.d. meira máli að
fá nokkur hundruð króna lækk
un á álögur á hvern íbúa en að hér sé veitt
sjálfsögð og lögbundin þjónusta?
Skiptir það almennt máli að hér búa
Hafnfirðingar sem eru á biðlistum eftir
félagslegu húsnæði eða skiptir það bara
máli fyrir þá sem um ræðir?
Skiptir það máli að barnafólk sem flytur
hingað úr öðrum sveitafélögum kemur
börnunum sínum seinna inn á leikskóla en
ef það hefði ekki flutt og að þess séu dæmi
að foreldrar þurfi að reiða sig á
barnapössun hjá skyldmennum til að brúa
bilið á milli fæðingarorlofs og þess að fá
leikskólapláss?
Skiptir það okkur máli að í Hafnarfirði
er skortur á úrræðum fyrir eldri borgara
sem þurfa á nauðsynlegri aðstoð að
halda?
VG vill að lögð verði áhersla
á að eyða biðlistum eftir sjálf
sagðri þjónustu því annað er
brot á jafnrétti og lögbundinni
skyldu sveitarfélaga. Hafnar
fjörður hefur allt sem þarf til að
íbúum geti liðið vel. Sem dæmi
má nefna að hér eru góðir leik
og grunnskólar og tveir öflugir
skólar fyrir nemendur á fram
haldsskólaaldri. Hér er iðandi menning,
blómlegt íþrótta og tómstundastarf og
nánast hægt að sækja allar nauðsynjar og
þjónustu innan bæjarmarka.
Það á að vera gott að búa í Hafnarfirði
fyrir okkur öll en það verður ekki fyrr en
við leggjum áherslu á að sinna betur
innviðum bæjarins. Þá fyrst getum við
sagt að bærinn sé í allra fremstu röð
sveitar félaga og að hér sé gott að búa.
Gerum betur – kjósum VG.
Höfundur er sérfræðingur í fram
halds skólamálum og skipar 3. sæti
lista VG.
Kristrún
Birgisdóttir
Það á að vera gott
að búa í Hafnarfirði
EINFALDARA!
Borgaðu fyrirfram um leið og
þú pantar með appi eða á netinu.
Betri tíð og blóm í haga?
Afkoma Hafnarfjarðarbæjar styrkist
nú ár frá ári og því ber að fagna. Ytri
aðstæður hafa verið sveitarfélögum
hagfelldar og rekstur er víða í plús. Þess
ber þó að gæta að
betri afkoma Hafn
a r f j a r ð a r b æ j a r
bygg ist fyrst og
fremst á auknum
útsvarsgreiðslum
og fasteignaskatti
sem bæjarbúar hafa
greitt umfram áætl
anir og eru að skila
bænum miklum
rekstrarafgangi.
ÞRÓUNIN UPP Á VIÐ
FRÁ 2013
Þróunin hefur verið jafnt og þétt upp
á við frá árinu 2013 þegar viðsnúningur
varð á rekstri bæjarins. Þá fór að sjá til
sólar eftir erfiða tíma frá hruni. Endur
fjármögnun og áætlanir þáverandi
meirihluta hafa gengið eftir og bættar
efnahagsaðstæður hafa síðan hjálpað
enn frekar til á síðustu árum.
ÍBÚAR NJÓTI GÓÐS AF
En íbúar hafa ekki fundið nægilega
fyrir þessum bættu aðstæðum. Á
árunum eftir hrun þurfti að ráðast í
erfiðar hagræðingaraðgerðir, þó allt
væri gert til að standa vörð um grunn
þjónustuna. Það hefur hins vegar geng
ið hægt að skila tilbaka eftir að
efnahagsaðstæður fóru að lagast.
Og því hefur núverandi meirihluti því
miður ekki staðið nægilega vel að. Í
upphafi kjörtímabils var saumað að
skólunum með niðurskurði í
innkaupum, veikindaafleysingum o.fl.
Leikskólum og leikskóladeildum var
lokað. Uppbygging hjúkrunarheimilis
var stöðvuð og hefur fyrir vikið tafist
um tvö og hálft ár. Viðhaldi á
byggingum í eigu bæjarins var ekki
sinnt sem skyldi og liggja þær nú
margar hverjar undir skemmdum. Og
þó réttilega hafi verið bætt við íbúðum
í félagslega kerfinu á sl. ári hefði þurft
að hefja þá vegferð miklu fyrr ásamt
því að hefja hér öfluga uppbyggingu í
húsnæðismálum almennt.
Það er mikilvægt að fara vel með fé
og ekki síður mikilvægt að íbúarnir
njóti þegar vel gengur. Við bættar
efnahagsaðstæður á að vera
forgangsverkefni að bæta samfélagið í
þágu heildarhagsmuna íbúanna.
Adda María Jóhannsdóttir, Gunnar
Axel Axelsson, og Margrét Gauja
Magnús dóttir, bæjarfulltrúar
Samfylkingarinnar.
Adda María
Jóhannsdóttir
Margrét Gauja
Magnúsdóttir
Gunnar Axel
Axelsson
Fríar skólamáltíðir
Ekki alls fyrir löngu voru gjaldskrár
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
bornar saman. Sá samanburður var
okk ur Hafnfirðingum ekki í
hag; Hafn arfjörður reyndist
dýrasta sveitarfélagið. Þótt
vissulega sé gaman að vera
fremstur í sínum flokki, þá er
þetta sæti örugglega minnst
eftirsóknar vert. Hafn ar fjörður
þarf að vera sam keppnisfær
við önnur sveitar félög þegar
kemur að út gjöld um fjöl
skyldufólks. Að öðrum kosti
mun ekki takast að fá hingað nýja íbúa
sem vilja setjast hér að og byggja upp
samfélag þar sem manngildi ríkir ofar
auðgildi.
FRÍ SKÓLAMÁLTÍÐ ER
JAFNRÉTTISMÁL
Nemendur verja drjúgum hluta dags í
skipulögðu skóla og frístundastarfi.
Það er því mikilvægt að þeim standi þar
til boða hollur og góður matur. Saman
þurfum við að vinna að því að öllum
hafnfirskum grunnskólabörnum gefist
kostur á gjaldfrjálsum mat í hádeginu.
Við ætlum að jafna stöðu hafnfirskra
barna í þessum efnum og tryggja að
þeim sé ekki mismunað vegna fjár
hagsstöðu. Vissulega þarf þetta að
gerast í skrefum og yfir ákveðið tímabil
enda er hér um að ræða stóra
aðgerð. Byrjað verður á
yngstu börnunum og unnið
svo áfram. Framsókn og
óháðir munu hefja undir bún
ing þessa, strax í sumar, veiti
bæjarbúar okkur brautar gengi
til góðra verka.
SAMEINUMST UM AÐ
GERA VEL
Kostnaður fjölskyldufólks er of
mikill í Hafnarfirði, sé hann borinn
saman við nágrannasveitarfélögin.
Þennan kostnað þarf að lækka og við
þurfum að vinna saman að því með
ýmsum aðgerðum. Þetta er ein aðgerð á
þeirri vegferð. Hollt og gott mataræði
er liður í bættri heilsu barna og gegnir
jafnframt mikilvægu hlutverki í
skólastarfinu, hegðun nemenda batnar
og ánægja eykst. Við eigum að
sameinast um velferð barnanna okkar
og forgangsraða í þeirra þágu. Við erum
sterkari saman.
Höfundur er oddviti Framsóknar og
óháðra í Hafnarfirði.
Ágúst Bjarni
Garðarsson