Fjarðarfréttir


Fjarðarfréttir - 18.04.2018, Síða 10

Fjarðarfréttir - 18.04.2018, Síða 10
10 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2018 Hafnfirðingurinn Sigurður Steinar Ketilsson skipherra á varðskipinu Þór á að baki farsælan og viðburðaríkan feril hjá Landhelgisgæslunni. Hann byrjaði sem háseti á varðskipinu Maríu Júlíu 13. apríl 1968. Hann lauk svo námi úr Stýrimannaskólanum í Reykjavík og var skipstjórnarmaður á varðskipum og í loftförum í fjölda ára en fastráðinn skipherra varð hann fyrir u.þ.b. 30 árum. Þá hefur hann lokið frekara námi meðal annars frá Naval War College í Bandaríkjunum og sérfræðinámi frá Rhodes Academy í hafréttarsáttmála sameinuðu þjóðanna. Hann hefur gegnt fjölda starfa innan Landhelgisgæsl unn­ ar, meðal annars sem yfirmaður að gerða. Þá hefur hann lagt lóð sitt á vog ar skálarnar í mennta­ og þjálf­ unarmálum Landhelgisgæslunnar. Auk þessa hefur hann gegnt fjölda trúnaðar­ starfa fyrir félagana og lagt mikið af mörkum til starfsmannafélags Land­ helgisgæslunnar. Sl. föstudag, nákvæmlega 50 árum frá því hann gerðist háseti hjá Land­ helgisgæslunni kom hann úr sinni síð­ ustu siglingu á varðskipinu Þór. Kom það til Reykjavíkur í fylgd dráttarbáts sem sprautaði vatni glæsilega upp í loftið, ásamti varðskipinu Tý og einni þyrlu gæslunnar. Starfsfólk Gæslunnar stóð einkennisklætt á bryggju og heilsaði og líktist móttakan konungs­ heimsókn, svo hátíðleg var hún. Um borð í Þór ávarpaði Georg Kr. Lárusson forstjóri Sigurð og þakkaði hans góðu störf sem hann sagði hafa einkennst af mikilli hollustu og trúnaði við Landhelgisgæsluna. Sagði hann of langt mál að geta afreka hans og kosta en nefndi þó þann kost hans að þekkja öll skip úr mikilli fjarlægð og sagði skemmtilega sögu af því. Sjá má og heyra ávarp hans og fleiri myndbrot á fréttavefnum www. fjardarfrettir.is Sigurður Steinar hefur stjórnað og tekið þátt í fjölda verkefna á vettvangi leitar og björgunar, siglt í öllum veðrum oft við erfiðar og krefjandi aðstæður, tekið þátt í öllum helstu áskorunum sem Landhelgisgæslan hefur staðið frammi fyrir og ávallt leyst öll sín verk af vandvirkni, útsjónarsemi og metnaði. Foreldrar Sigurðar komu til Hafnar­ fjarðar frá Keflavík fyrir um hálfri öld og ráku þau Efnalaug Hafnfirðinga við Gunnarssund. Í stuttu þakkarávarpi Sigurðar Stein­ ars sagði hann burðarás Land helgis­ gæslunnar hafi verið starfsfólkið og að vinnuveitandinn hafi einnig verið góður. Sagði hann starfið oft hafa verið krefjandi en jákvætt og skemmtilegt. Sagði hann þetta hugsjónastarf og sagði að greinilega hafi verið vakað yfir þeim í erfiðum verkefnum. „Megi Guð og gæfa fylgja Land­ helgis gæslunni og störfum hennar,“ sagði Siguður Steinar að lokum. Skipherra hætti eftir farsælt 50 ára starf Fékk konunglegar móttökur er hann kom úr síðustu sjóferð sinni sem skipherra F.v. Hildur Ármannsdóttir, Ketill Sigurðsson, Sólveig Baldursdóttir, Irma Baldursdóttir, Sigurður Steinar Ketilsson, Baldur Óli Sigurðsson og Brynhildur Katla Baldursdóttir. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð á bryggjunni. Koma Þórs í höfn í síðustu för Sigurðar skipherra var sem konungsmóttaka. Virðulega tekið á móti forstjóranum.. sem fagnaði síðan Sigurði sem vini. Námskeið í Grímugerð og grímuleik fyrir 10 - 13 ára 11 -22 júní Gaflaraleikhúsið kynnir Skráning og upplýsingar í síma 565 5900 og á midasala@gaflaraleikhusid.is Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.