Fjarðarfréttir - 18.04.2018, Blaðsíða 12
12 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2018
Gleðilegt sumar
Hafnfirðingar
Sumardagurinn fyrsti er mættur á
svæðið, sólin fer hækkandi og Hafn
firðingar eru farnir að grilla reglulega út
á svölum. Það er ótrúlega margt spenn
andi sem fylgir sumrinu í ár, ég er
nokkuð viss um að veðrið
verði með besta móti, Ísland
nær ótrúlegum árangri á HM í
fótbolta og Pétur vinur minn
nær vonandi loksins að klára
5000 stk. púsluspilið sem
hann byrjaði að púsla fyrir 4
árum síðan!
Svo eru það auðvitað sveit
ar stjórnarkosningarnar í næsta
mánuði. Þar er tækifæri fyrir
okkur öll til þess að hafa áhrif. Ég tók
að mér að vera kosningastjóri fyrir
breiðan og sterkan hóp af fólki sem
býður sig fram undir merkjum Fram
sóknar og óháðra. Ég tilheyri þeim
hópi. Starfið er hafið og það byrjar
alveg ótrúlega skemmtilega. Fram bjóð
endurnir eru á fleygiferð um bæinn að
heimsækja fólk, vinnustaði og félaga
samtök og nýta þau samtöl í mál
efnavinnuna sem að er í fullum gangi á
sama tíma. Slagorð framboðsins er
„Sterkari saman“ og það mun verða
þemað í allri okkar vinnu. Þó að
frambjóðendur okkar skipi einhver
ákveðin sæti þá hafa allir eitthvað fram
að færa og með því að vinna
saman, hlusta á hvort annað
og vinna að því að finna
lausnir, þá trúum við því að
við munum ná því besta fram
fyrir Hafnarfjörð. Þannig
viljum við líka vinna eftir
kosningar. Við trúum því að
það sé meira sem sameinar
okkur bæjarbúa en sundrar.
Við getum alltaf rökrætt um
leiðir og áherslur en einmitt þá er
mikilvægast að geta sest niður og rætt
málin. Við erum sterkari saman.
Ég hlakka virkilega til komandi
vikna og hlakka mikið til að kynna
framboðið fyrir ykkur bæjarbúum og
ég er viss um að saman munum við ná
góðum árangri fyrir Hafnarfjörð. Gleði
legt sumar.
Höfundur er kosningarstjóri Fram
sóknar og óháðra í Hafnarfirði.
Tryggvi
Rafnsson
Til hamingju Haukar!
Það var ánægjuleg stund á Ásvöllum
síðasta fimmtudag, þann 12. apríl þegar
nýr íþróttasalur var vígður formlega á
87 ára afmælisdegi félagsins. Salurinn
mun bera nafnið Ólafssalur, í minningu
Ólafs Rafnssonar, fyrrum forseta ÍSÍ og
einn af máttarstólpum körfu boltadeildar
Hauka allan sinn starfsferil.
Í upphafi þess kjörtímabils
sem nú er að ljúka var stofn
aður starfshópur um fram
tíðaruppbyggingu að Ásvöll
um sem starfað hefur allt
kjörtímabilið með forsvar
mönn um félagsins og embætt
is mönnum bæjarins. Fulltrúar
Hauka hafa lagt gríðarlega
vinnu og metn að í vinnu sína
og eiga heiður skilið fyrir sinn þátt í því
að hvergi var slak að á í að gera nýja
salinn sem best úr garði fyrir þá
fjölmörgu sem munu stunda þar
æfingar. Sérstök áhersla var lögð á
hljóðvist í salnum, led lýsingu í lofti
sem gefur möguleika á mismunandi
birtu og fullkomið hljóðkerfi. Aðstaða
til æfinga og kennslu verður með besta
móti í þessum nýja sal sem mun þjóna
þremur skólahverfum auk þess að
nýtast fyrir æfingar félagsins.
Uppbygging fyrir eigið fé
Þegar Hafnarfjarðarbær hóf byggingu
hins nýja salar fyrir tveimur árum lauk
tímabili stöðnunar sem varði frá hruni
en á árunum eftir hrun frá árinu 2008
var einungis unnið að lúkn
ingu verkefna sem áður hafði
verið tekið ákvörðun um.
Þetta er stórt skref fram á við
og þau verða fleiri í íþrótta
bænum okkar sem býr að því
að státa af mikilli fjölbreytni
þegar kem ur að ástundun
íþrótta og tóm stunda. Sam
vinna Hafnar fjarðar bæjar við
ÍBH hefur í gegnum árin
verið mikilvæg og sú forgangsröðun
sem þar er lögð fram skiptir miklu máli
við ákvörðun um næstu verkefni. Við
Hafnfirðingar höfum borið gæfu til
þess að vera sam stíga í uppbyggingu
íþróttamann virkja sem bærinn hefur
staðið mynda rlega að og þannig eigum
við að vinna áfram til heilla fyrir bæinn
okkar.
Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður
umhverfis og framkvæmdaráðs.
Helga
Ingólfsdóttir
Íslandsmótið í áhaldafimleikum var
haldið 7.8. apríl. Þar kom allt fremsta
fimleikafólk landsins saman og sýndi
frábær tilþrif. Fimleikafélagið Björk
var áberandi á mótinu og tók með sér
fjölda verðlauna heim af mótinu.
Í kvennaflokki átti Björk sex kepp
endur. Þar tryggði Margrét Lea Krist
insdóttir sér Íslandsmeistara ti til inn á slá
og gólfi, báðum áhöldunum sem hún
keppti á í úrslitum. Glæsilegur árangur
hjá Margréti sem er á sínu fyrsta ári í
fullorðinsflokki, aðeins 15 ára. Sigríður
Hrönn Bergþórsdóttir keppti til úrslita á
stökki og hlaut þar silfurverðlaun. Lilja
Björk Ólafsdóttir varð í þriðja sæti í
úrslitum á gólfi.
Í stúlknaflokki kepptu fimm stelpur
fyrir Bjarkirnar. Fimleikafélagið Björk
sigraði þrefalt í fjölþrautarkeppninni ,
þar sem Vigdís Pálmadóttir varð
Íslands meistari unglinga, Guðrún Edda
Min Harðardóttir í öðru og Emilía
Sigurjónsdóttir í því þriðja. Vigdís stóð
einnig uppi sem sigurvegari á tvíslá,
stökki og gólfi í úrslitum á áhöldum.
Guðrún Edda varð Íslandsmeistari á
slá. Emilía Björt Sigurjónsdóttir hlaut
silfurverðlaun fyrir gólfæfingar og
hafnaði í þriðja sæti á tvíslá.
Í fullorðinsflokki karla endaði Stefán
Ingvarsson í þriðja sæti í fjölþraut.
Hann hlaut einnig þriðja sætið á stökki,
tvíslá og svifrá í úrslitum á einstökum
áhöldum.
Breki Snorrason hlaut bronsverðlaun
fyrir fjölþraut í unglingaflokki karla.
Hann keppti svo einnig í úrslitum á
fimm áhöldum. Orri Greir Andrésson
komst í úrslit á gólfi og stökki.
Glæsilegur árangur í áhaldafimleikum
Guðrún Edda Min Harðardóttir, Margrét Lea Kristinsdóttir og Vidís Pálmadóttir hömpuðu Íslandsmeistaratitlum
Keppendur Bjarkar í kvennaflokki.
Vigdís Pálmadóttir varð þrefaldur
Íslandsmeistari.
Breki Snorrason
FJÖRÐUR
„Minn metnaður er
heiðarleiki, vönduð
vinnubrögð og
persónuleg þjónusta“
Viltu selja? Hringdu í 896 6076
Ársæll Steinmóðsson
LÖGGILTUR FASTEIGNASALI
sími 896 6076 • as@remax.is
Lækjargötu 34d, Hafnarfirði
Frítt söluverðmat
Sanngjörn söluþóknun