Fjarðarfréttir


Fjarðarfréttir - 18.04.2018, Side 15

Fjarðarfréttir - 18.04.2018, Side 15
www.fjardarfrettir.is 15FJARÐARFRÉTTIR | MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2018 Meistarmót Íslands í badminton fór fram í TBR húsinu um þarliðna helgi. Níu keppendur frá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar unnu til verðlauna á mótinu, átta silfurverðlaun og tvo Íslandsmeistaratitla. Í meistaraflokki varð Erla Björg Hafsteinsdóttir Íslandsmeistari í tvenndarleik ásamt Kristófer Darra Finnssyni úr TBR. Hún vann einnig silfurverðlaun í tvíliðaleik kvenna en þar lék hún með Snjólaugu Jóhanns­ dóttur úr TBR. Erla Björg hefur tvisvar áður unnið Íslandsmeistaratitil í flokki bestu badmintonspilara landsins er hún sigraði í tvíliðaleik árin 2009 og 2014. Í einliðaleik í A­flokki kvenna mættust tveir BH­ingar í úrslitum, Halla María Gústafsdóttir og Sólrún Anna Ingvarsdóttir. Svo fór að Halla María sigraði og tryggði sér þar með sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fullorðinsflokki en Sólrún fékk silfrið. Í B­flokki fengu sex BH­ingar silfurverðlaun. Steinþór Emil Svavars­ son og Gabríel Ingi Helgason í tvíliðaleik karla, Anna Ósk Óskarsdóttir og Ingunn Gunnlaugsdóttir í tvíliðaleik kvenna og Kristján Kristjánsson og Rakel Rut Kristjánsdóttir í tvenndarleik. Handbolti: ÚRSLIT KVENNA: Valur ­ Haukar: 26­19 Haukar ­ Valur: 22­25 ÚRSLIT KRLA: Haukar ­ Valur: 29­19 Afturelding ­ FH: 23­27 Haukar ­ Valur: 20­22 FH ­ Afturelding: 34­32 FH OG HAUKAR ÁFRAM FH sló Aftureldingu út 2­0 og Haukar unnu Val 2­0 í viðureign liðanna í átta liða úrslitum. FH mætir Selfossi í undanúrslitum og Haukar mæta ÍBV. Í undanúrslitum þarf að sigra í 3 leikjum til að komast áfram. Körfubolti: 19. apríl kl. 19.15, Ásvellir Haukar ­ Valur, úrslit kvenna. 21. apríl kl. 16, Valshöllin Valur - Haukar, úrslit kvenna. 24. apríl kl. 19.15, Ásvellir Haukar ­ Vaur, úrslit kvenna ÚRSLIT KARLA: KR ­ Haukar: 85­79 Haukar ­ KR: 83­84 Knattspyrna: 19. apríl kl. 14, Akraneshöllin ÍA - ÍH, Bikarkeppni karla 19. apríl kl. 14.30, Ásvellir Haukar ­ Vestri, Bikarkeppni karla 23. apríl kl. 19.30, Ásvellir Haukar ­ KR, Bikarkeppni kenna B 25. apríl kl. 18.30, Bessastaðavöllur FH ­ Selfoss, Faxaflóamót kvenna A ÚRSLIT KVENNA: Haukar ­ Selfoss: 2­2 ÚRSLIT KARLA: Snæfell/UDN ­ ÍH: 2­7 ÍÞRÓTTIR Leikskólinn Smáralundur hefur verið heilsueflandi leikskóli í bráðum tvö ár en í heilsueflandi leikskólum er hugað vel að andlegri, líkamlegri og félagslegri velferð og vellíðan barna og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag. „Sú vegferð sem við höfum farið í gegnum í þeirri vinnu hefur verið mjög fróðleg og skemmtileg, segir Inga Fríða Tryggvadóttir leikskólastjóri. „Leik­ skólar koma sér upp heildrænni og vel skipulagðri heilsustefnu þar sem horft er á allt skólasamfélagið í heild. Tilgangurinn með slíkri heilsustefnu er þríþættur: • Að auðvelda leikskólum að innleiða grunnþáttinn Heilbrigði og velferð í aðalnámskránni. • Að vera verkfæri fyrir leikskóla til að halda markvisst utan um það heilsueflingarstarf sem unnið er í skólanum. • Að bæta heilsu og líðan barna og starfsfólks.“ Segir Inga Fríða að fyrsta skrefið sé alltaf að einblína á vellíðan starfsfólks. „Við höfum skoðað vel hvað við getum gert og eins hefur Hafnarfjarðarbær verið að vinna í bættu starfsumhverfi leikskóla og finnum við vel fyrir þeim breytingum. Í framhaldi af þessari vinnu vildum við taka næsta skref. Við fengum styrk úr Lýðheilsusjóði og erum við að fara af stað með þriggja ára þróunarverkefni sem felur í sér að innleiða núvitund í skólastarfið, fyrst fyrir starfsfólk og síðan nemendur. Meginmarkmiðið er að efla vellíðan, seiglu og almennt heilbrigði.“ Núvitund í starfi „Áætlað er að verkefnið leiði til þess að starfsfólk fái djúpa og góða þekkingu á núvitund og geti þar af leiðandi tileinkað sér núvitund í starfi. Lögð verður sérstök áhersla á að starfsfólk öðlist hæfni og kunnáttu til þess að geta kynnt núvitund fyrir nemendum og stuðlað þannig að aukinni vellíðan og velgengni í daglegu starfi. Með innleiðingu á verkefninu verður leitast eftir því að skapa jákvæðara, stöðugara og öflugara vinnumhverfi fyrir starfsfólk og leiða til jákvæðra áhrifa á skólastarfið í heild sinni. Verkefnið verður fléttað inn í daglegt skólastarf á margvísilegan máta. Verk­ efnastjórar verkefnisins starfa við skólann og munu sjá um utanumhald, skipulagningu og endurgjöf á mark­ vissan hátt og vinna náið með fagráð­ gjöfum frá Núvitundarsetrinu. Meginmarkmiðið er að innleiða nú vitund í skólastarfið og stuðla þannig að bættu geðheilbrigði, vellíðan og velgengni bæði nemenda og starfsfólks. Með innleiðingu á verkefninu vonumst við til þess að aðrir leikskólar geti tekið upp okkar verkefni og nýtt sér það á jákvæðan hátt í skólastarfi með því að draga úr streitu og álagi. Verkefnið er þróunarverkefni og nýjung í leik skóla­ starfið. Innleiða núvitund í leikskólastarfi Smáralundur hefur verið heilsueflandi leikskóli í tvö ár Leikskólinn Smáralundur við Smárabarð hefur starfað í 34 ár. Inga Fríða Tryggvadóttir. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Tvö gull og átta silfur í badminton Feðginin Kristján og Rakel Rut. Steinþór Emil og Gabríel Ingi. Erla Björg Hafsteinsdóttir. Ingunn og Anna Ósk. Halla María og Sólrún Anna. Lj ós m .: An na L ilja . Lj ós m .: An na L ilja . Lj ós m .: An na L ilja . Lj ós m .: An na L ilja . Lj ós m .: An na L ilja . FRÉTTASKOT Sendu fréttaskot á fjardarfrettir@fjardarfrettir.is ...eða notaðu formið á www.fjardarfrettir.is

x

Fjarðarfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.