Feykir


Feykir - 12.02.2020, Blaðsíða 8

Feykir - 12.02.2020, Blaðsíða 8
 Heilir og sælir lesendur góðir. Það er skáldbóndinn Guðmundur Frið- jónsson á Sandi í Aðaldal sem er höfundur að fyrstu vísunni. Margur blásinn belgur sprakk bljúgur laut að Fróni, í sem glettin ungfrú stakk ástar – títuprjóni. Annar bóndi, Hjörleifur Jónsson á Gilsbakka, mun vera höfundur að þessari: Margur fær í einkaarf eigingirni og hroka, það er list sem læra þarf að láta í minni poka. Mikil snilld finnst mér næsta hringhenda vera og hefur höfundur hennar, Helgi Sveinsson, trúlega eitthvað þekkt til sjómennsku, eftir orðavalinu að dæma. Svífur már á flugi frár. Fley um bárur þýtur. Þar sem gárast glæstur sjár gull í skárum flýtur. Ef mig misminnir ekki mun Halli Hjálmars hafa ort þessa á efri árum: Styttast tekur langa leiðin leiðarenda bráðum náð, þó er eftir hæsta heiðin, hún er grýtt og þyrnum stráð. Það er Jón frá Langey sem mun hafa komist að eftirfarandi sannleika: Veraldar er venjan slík að virða hinum betur, þann sem undir fínni flík falið úlfinn getur. Vel hefur átt við nú á þessum illviðravetri að rifja upp þessa mögnuðu vísu Sveinbjörns Björnssonar: Yfir himins ygglibrá óravegu langa éljaflákar úfnir á uglum veðra hanga. Næsta vísa hefur stundum birst, að mig minnir, hingað og þangað á prenti og þá höfundarlaus. Fann hana nú í dóti mínu og er hún þar sögð eftir Ólaf Briem, veit ekki um hvort það muni vera rétt. Það er dauði og djöfuls nauð þá dyggðasnauðir fantar safna auð með augun rauð en aðra brauðið vantar. Heiðrekur, sonur Guðmundar bónda á Sandi sem getið er um hér að framan, var einnig vel hagmæltur. Þessi ágæta vetrarvísa mun vera eftir hann: Þegar vindar þyrla snjá þagna og blindast álar, það er yndi að eiga þá auðar lindir sálar. Vísnaþáttur 753 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is Gott er þá að heyra frá Ingólfi Ómari svona á háþorranum. Þorri kallinn krenkir jörð klökkna fjallastrýtur. Klæðir hjalla hlíð og skörð hjúpur mjallahvítur. Blótum þorra, belgjum kvið borðum fæðu holla. Punga spik og söltuð svið og súra bringukolla. Bragðið kæsta bætir geð bros ég set á trýnið. Hákarlsbita í trantinn treð og teyga brennivínið. Það er hinn gamli höfðingi og allsherjargoði hér áður fyrr, Sveinbjörn Beinteinsson, sem mun höfundur að þessari: Þótt ég færi vítt um veg var ég þér alltaf nærri, hvar sem þú ert þar er ég þó ég verði fjarri. Í næstu vísu mun Sveinbjörn vera að ávarpa eina af vinkonum sínum. Mælist varla meira enn spönn mittið fagra og netta, þú ert orðin allt of grönn á ég að laga þetta. Í framhaldi af þessu rifjast upp næsta vísa, minnir að höfundur sé Egill Jónasson. Enn er honum um það kennt ef að gildnar svanni. Það eru öflug element í ekki stærri manni. Oft sér maður, sem betur fer, hressileg viðbrögð við því bulli sem einhverjum datt í hug að kenna við atóm. Helgi Hjörvar mun hafa afgreitt þá umræðu svo: Ill var hlutdeild örlaganna atómskálda rímlaust fjas, að höfuðsmiður hortittanna heita skuli Matthías. Ekki eru allir sammála þessu eftir næstu vísu að dæma. Minnir að hún hafi komist á kreik í febrúar 1975. Veit því miður ekki um höfund. Ég öfunda atómskáldin af þeirra miklu list. Þeir sem fátækir eru í anda um eilífð fá himnavist. Gott að enda þá að þessu sinni með innleggi Bjarna frá Gröf í þessa umræðu. Ég elska þessi atómljóð sem engin skilur. Þau hvíla alveg í mér vitið sem er að verða þreytt og slitið. Veriði þar með sæl að sinni. /Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 en við vorum jú í fylgd hreppsstjórans í Þverárhreppi sem á þessum tíma var þar þá eina og æðsta yfirvald á svæðinu. Móri vann hrókinn Rétt fyrir jólin 2002 voru endur- bæturnar formlega vígðar af Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra sem afhjúpaði við það tækifæri útilistaverkið Tungukots-Móra eftir listakonuna Ólöfu Norðdal. Það lá við að ráðherra yrði hált á svellinu þegar hann staulaðist á spariskónum upp til Móra og svipti af honum dulunni. Hafði Jón þá á orði að nú hefði hann skákað Guðna vini sínum Ágústssyni að fá hitta og afhjúpa þennan merka forystusauð. Það væri skemmtilegra verk en að þeysa um sveitir og kyssa beljur sem Guðni tíðkaði á þessum árum. Þá rifjast það upp að Móri var nú ekki eina listaverkið sem kom til greina að setja þarna á hringtorgið, já það fyrsta og eina á Hvammstanga enn sem komið er. Listskreytingasjóður ríkisins kostaði listaverkið að mestu. Heimamenn vildu Tungukots- Móra og voru búnir að leggja drög að því og fá frumdrög frá Ólöfu. Þá kom óvænt babb í bátinn. Listskreytingasjóður vildi halda samkeppni um gerð listaverks, sem var gert. Það komu margar tillögur um margvísleg listaverk, sem sagt einar 15 hugmyndir. Skipuð var þriggja manna nefnd til að velja listaverk og voru þau Elín Líndal og Helgi Hjálmarsson, arkitekt, í nefndinni ásamt einum fulltrúa myndlistarmanna. Urðu Elín og Helgi að beita sér í nefndinni fyrir hönd Móra því listaspíran var hrifnari af fjögurra metra háum hrók (sko taflmanni) sem var köflóttur, hvítur og rauður. Aukinn heldur kom til greina að byggja torfkofa þarna á miðju torginu sem yrði útbúinn segulböndum sem gæfu frá sér hin ýmsustu hljóð er einhver nálgaðist. Ég er viss um að Móri er okkur til meiri sóma en hljóðandi torfkofi þarna á hringtorginu. Heppin með starfsfólk Við skulum fara hratt yfir sögu síðustu ára. Heilbrigðisstofnun Hvammstanga var sjálfstæð stofnun þar til fyrir tíu árum síðan að hún rann inn í nýja stofnun, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, sem nær yfir Vesturland ásamt Ströndum og Húnaþingi vestra. Það var vilji heimamanna hér að snúa sér í þessa átt þegar kom að sameiningum, töldum okkur eiga meiri samleið suður á bóginn og sækja þangað meiri þjónustu en í norðurátt. Tel ég þetta hafa verið rétta ákvörðun. Síðustu tveir til þrír áratugir hafa verið sífelld varnarbarátta að verja og bæta þá þjónustu í heilbrigðismálum sem við höfum hér til staðar. Eins og ég gat um áðan skáru menn upp hér á Hvammstanga á síðustu öld, á tuttugustu og fyrstu öldinni skera yfirvöld niður fé til heilbrigðisþjónustu öllum til óþurfta. Mesta lán okkar samfélags er að mínu mati það hvað við höfum ætíð verið heppin með starfs- fólk. Heilbrigðisstofnuninni hér helst yfirleitt vel á starfsfólki, vel menntuðu fagfólki, oft á tíðum heimafólki í bland við aðflutt úrvalslið, sem á hér langan og farsælan starfstíma. Starfsfólkið er langflest búsett hér í sveitarfélaginu og minna um verktöku fagfólks sem dvelur um skemmri tíma á svæðinu eins og tíðkast víða í kringum okkur. Ég held að fá 1.200 manna samfélög á Íslandi hafi betri heilbrigðisþjónustu og reyndar á það við um flesta þá þjónustu sem við njótum í okkar ágæta samfélagi. Starfsfólkið hér er mesti auður þessarar stofnunar. Haldist okkur jafnvel á því næstu 100 árin þurfum við engu að kvíða um framtíðina hér í Húnaþingi vestra. Ég kom til starfa á þessari stofnun fremur fávís um heil- brigðismál fyrir rúmum 30 árum og 30 kílóum síðan. Ég kvaddi þessa stofnun fyrir tæpum þremur árum, kannski meiri reynslubolti eftir starfið hér, en allavega eins og bolti í laginu. Ég óska stofnuninni og starfs- fólki alls hins besta í framtíðinni og hlakka til að eldast hér í Húnaþingi vestra. Guðmundur Haukur Sigurðsson Fjöldi gesta sótti 100 ára afmælið. 8 06/2020

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.