Feykir


Feykir - 12.02.2020, Blaðsíða 10

Feykir - 12.02.2020, Blaðsíða 10
Útivistarskýli í Sauðárgili Ásýnd svæðisins með skírskotun í skagfirska sögu Í nóvember voru lagðar fyrir umhverfis- og samgöngunefnd endanlegar teikningar af útivistarskýli í Sauðárgili á Sauðárkróki en undanfarin ár hefur nokkuð verið kallað eftir uppbyggingu á aðstöðu og afþreyingu þar og í Litla-Skógi sem staðsettur er ofar í gilinu. Ýmsum möguleikum hefur verið velt upp í því samhengi og m.a. skoðuð uppbygging á aðstöðu í lundi neðarlega í gilinu. Að sögn Indriða Þórs Einars- sonar, sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs, voru frum- drög að þeirri hugmynd unnin árið 2017 og er þar gert ráð fyrir útivistarskýli, litlu leik- svæði, grillaðstöðu og sviði. Staðsetning svæðisins er m.a. valin með það í huga að gott aðgengi verði að því. Umhverf- is- og samgöngunefnd Sveitar- félagsins hefur haft málið til umfjöllunar frá upphafi og fylgt því eftir. Ákveðið var að hefja vinnu við hönnun á útivistarskýlinu sem fyrsta áfanga uppbyggingar á þessu svæði og hófst sú vinna árið 2018. Stefnt er að því að halda áfram uppbyggingu á svæðinu á næstu árum. Indriði segir að gert sé ráð fyrir að allt að 40 gestir geti notað skýlið samtímis. Skýlið er opið og er tyrft þakið borið uppi af timbursúlum sem ganga ofan í steyptar undirstöður. Bálstæði verður í miðju skýlinu til að nota fyrir matseld og að einhverju leyti til hitunar rýmisins. Grjót- hleðslur eru umhverfis skýlið. Á fjárhagsáætlun ársins 2019 voru sex milljónir ætlaðar til hönnunar og mögulegra efniskaupa og í nýsamþykktri fjárhagsáætlun ársins 2020 er gert ráð fyrir 10 milljónum í framkvæmdina. „Arnar Birgir Ólafsson, landslagsarkitekt á Teiknistofu Norðurlands, hefur annast hönnun á skýlinu og liggja nú fyrir endanlegar teikningar af því. Byggingunni er ætlað að hýsa aðstöðu fyrir athafnir og samkomur tengdum útivist af ýmsum toga og er sú upp- bygging stórt skref í að auka enn frekar notagildi þessa frá- bæra útivistarsvæðis sem Sauð- árgilið og Litli-Skógur er fyrir íbúa og gesti sveitarfélagins,“ segir Indriði en heildar ásýnd svæðisins er með skírskotun í skagfirska sögu og uppbygg- ingu bæjarstæða til forna. /PF Staðsetning skýlisins í Sauðárgili.. Þrívíddarteikning af skýlinu. TEIKNISTOFA NORÐURLANDS Grunnmynd af skýlinu. TEIKNISTOFA NORÐURLANDS Veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ Góutunglið leggst vel í spámenn Þann 4. febrúar komu saman til fundar ellefu félagar Veðurklúbbsins á Dalbæ og fóru yfir spágildi síðasta mánaðar. Fundarmenn voru nokkuð sáttir með þær hugmyndir sem þeir höfðu um veðrið síðastliðinn mánuð, þó var hann ögn harðari. Næsti mánuður verður áfram umhleypingasamur, þó kannski heldur mildari. „Tunglið sem er ríkjandi núna er þorratunglið sem kviknaði 24. janúar. Næsta tungl kviknar í suðvestri 23. febrúar kl 15:32. Það er góutungl og sunnudagstungl og kviknar á konudaginn. Það leggst vel í menn,“ segir í tilkynningu frá klúbbnum. Af draumum að ráða finnst spámönnum að febrúarmánuður verði nokkuð kaflaskiptur í veðurfari. Með skeyti Dalbæinga fylgir gömul vísa úr Almanakinu um Pálsmessu, sem er 25. janúar ár hvert, og talið er að hægt sé að ráða í komandi tíðarfar út frá því hvernig veðrið er þann daginn. Veðrið var hið skaplegasta á Pálsmessunni svo vænta má góðrar tíðar eftir þessari vísu að dæma: Ef heiðríkt er úti veður Á pálsmessudegi, ársins gróða, og gæða meður get ég að vænta megi. Með þorrakveðju Veðurklúbbsins á Dalbæ fylgir, samkvæmt venju, veðurvísa fyrir febrúar. Febrúar á fannir þá læðist geislinn lágt. Í mars þá blæs oft biturt en birtir smátt og smátt. /PF HSN og Björgunarsveitin Strönd Samkomulag um vettvangslið á Skagaströnd Gengið hefur verið frá samkomulagi milli Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og Björgunarsveitinnar Strandar á Skagaströnd um uppsetningu vettvangsliðs á Skagaströnd. Gengur það út á samstarf um þjálfun og tækjabúnað vettvangsliðs á vegum Björgunarsveitarinnar. Á vef Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir að Heilbrigðisstofnunin muni kosta menntun og þjálfun vettvangsliða en á næstu vikum fer tíu manna hópur frá Skagaströnd í vettvangsliðanám á vegum Sjúkraflutningaskólans. Heilbrigðisstofnunin veitir síðan vettvangsliðum endurmenntun eftir þörfum og leggur einnig til nauðsynlegan tækjabúnað til viðbótar þeim búnaði sem er í eigu björgunarsveitarinnar. Almenn ánægja ríkir innan björgunarsveitarinnar með þetta samkomulag. „Hlutverk vettvangsliða er hugsað þannig að vettvangsliði geti verið sá sem fyrstur er á vettvang og verði fær um að veita fyrstu bráðaþjónustu áður en sjúkraflutningamenn koma á staðinn og frekari læknisaðstoð berst. Markmiðið er að svæðið verði betur í stakk búið til að bregðast við í neyð og þannig styrkt heilbrigðisþjónustu svæðisins,“ segir á vef HSN. Ennfremur segir að í ljósi undangenginna áfalla tengdum illviðri sé vert að fagna þessum samningi sem styrkja muni bæði Björgunarsveitina Strönd og heilbrigðisþjónustuna á staðnum, íbúunum til heilla. /FE Jón Helgi Björnsson forstjóri HSN, Örn Ragnarsson framkvæmdastjóri lækninga á HSN, Einar Óli Fossdal forstöðumaður sjúkraflutninga HSN á Blönduósi, Reynir Lýðsson formaður björgunarsveitarinnar Strandar og Alexandra Jóhannesdóttir sveitarstjóri Skagastrandar. MYND: HSN.IS 10 06/2020

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.