Feykir


Feykir - 24.02.2020, Qupperneq 8

Feykir - 24.02.2020, Qupperneq 8
 Heilir og sælir lesendur góðir. Það mun hafa verið árið 1995 sem fréttir birtust nokkuð ört á Austurlandi um réttan aldur á silfursjóð þeim sem þá hafði fundist skömmu áður í Miðhúsum. Að þeim tíðindum spurðum mun Hákon Aðalsteins hafa ort svo: Rann af mönnum móðurinn margra léttist byrði. Nú er silfursjóðurinn sinnar þyngdar virði. Það gekk mikið á á Alþingi þegar til stóð að gera göng undir Hvalfjörð. Hafði fyrirtækið Spölur haldið því fram að hægt væri að gera það án nokkurs stuðnings frá ríkinu. Þegar Halldór Blöndal hafði barið það í gegn um Alþingi að fyrirtækið fengi ríkisábyrgð, á lán upp á 1. milljarð króna, orti Hreiðar Karlsson, á Húsavík svo: Heyrast býsna háar tölur hærri en áður voru nefndar. Það er meira en meðal spölur milli fyrirheits og efndar. Eitthvað hefur Hreiðar verið að velta fyrir sér pólitík er hann orti þessa: Stundum reynist þjóðarþvaður þyngra en nokkur annar dómur. Er þó fullur íhaldsmaður ekki mikið verri en tómur. Á hrunárum eða réttara sagt árinu 2008, varð um tíma allmikil umræða um framgöngu þekkts lögmanns á ákveðnum fjölmiðli. Af því tilefni orti Hjálmar Freysteinsson svo: Þjóðin er sáttfús og hjartahlý hneykslismál falla gleymsku í, þegar hún verður vitni að því að Vilhjálmur gerir Hillary. Til skýringa nútíma lesendum er rétt að geta þess að síðasta hendingin merkir að tárast í beinni útsendingu. Fleiri vildu taka þátt í þessari umræðu og Hreiðar mun eiga þessa: Fátt gengur honum í hag eða vil hægt er að búast við fleiri tárum. Vilhjálmur leitaði að líkindum til lögmanns sem dó fyrir nokkrum árum. Og Hreiðar heldur áfram. Ýmist klemmdur út í horn eða strand á skerjum. Vonlaus staða Vilhjálms þorn versnar með degi hverjum. Áfram hélt þetta grín og Hjálmar mun hafa átt þessa: Villi er ekki í vandræðum veifað getur álitum, sem hann fær hjá framliðnum fyrrverandi lögmönnum. Um svipað leyti og þessar glettur áttu sér Vísnaþáttur 754 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is stað var hávær umræða á Alþingi um hvort mætti kalla bæði kynin ráðherra. Hreiðar Karls tók þátt í herratalinu og orti svo snjalla vísu: Hægt er að finna heiti ný hitt munu flestir skynja. Reynast mun svipað ruglið í ráðherrum beggja kynja. Séra Hjálmar Jónsson þekkti vel til þing- starfa á þessum tíma og mun hafa lagt til að heitið ráðherra yrði notað fyrir bæði kyn. Til staðfestingar á sinni ágætu tillögu yrkir Hjálmar: Til að forðast brand og bál og bjánagang í skeytum, notið einfalt, íslenskt mál inni í ráðuneytum. Þar sem einn af snjöllustu hagyrðingum síðustu áratuga er nú fallinn frá, Hjálmar Freysteinsson læknir á Akureyri, langar mig til að rifja upp nokkrar fleiri vísur eftir hann. Þrátt fyrir að vísur hans væru yfirleitt vel gerðar fylgdi oftast meira með og var það fyrst og fremst grínið sem oft gladdi okkur sem nutum hans skáldskapar fyrst og fremst í vísnagerð. Þegar sú furðulega frétt barst að pappa- löggur ættu að sjá um umferðareftirlit á Reykjanesbraut, orti Hjálmar: Eiginleika löggunnar lengi þekkt ég hefi, margan vissi ég þunnan þar sem þó var ekki úr bréfi. Þessi heimska umræða hélt áfram þegar Bandaríkjaher var að fara og duttu þá Hjálmari í hug nýjar varnir. Eftir að Kanar eru farnir ætti að vera hægt að láta, sjá um okkar sýndarvarnir sérhannaða pappadáta. Vel á þessi grínvísa Hjálmars við í þeirri kuldatíð sem gengið hefur yfir í vetur: Er norðan gjólan blæs í hnakka og bak og brýtur mann svo gjörsamlega niður. Það eina sem hjálpar er ítalskt koníak sem aldrei hefur verið til, því miður. Eitt sinn birtist í Fréttablaðinu sú stórfrétt að slys hefði orðið á Blönduósi þar sem sagði að tveir hestar hefðu verið að ríða samsíða út um hurð á reiðhöllinni. Var þar komið efni fyrir snillinginn Hjálmar og verður hún lokavísan að þessu sinni, og í minningu hans hvetjum við sem flesta hagyrðinga að láta frá sér heyra og leggja til gleðimál í vísnagerðinni í anda hans. Minnir helst á hugarburð hissa öll við göpum, þegar gegn um heila hurð hestar ríða knöpum. Veriði þar með sæl að sinni. /Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 Fáheyrð tíðindi gerðust í Goðdölum árið 1598 sem 11 árum síðar urðu tilefni bréfaskrifta og forboðs frá konungi. Svo segir í Skarðsárannál 1598: ,,Uppgrafinn af Hóla- mönnum Gvöndur Þorkelsson loki, afstungið höfuðið, síðan brenndur. Kom það til af því, að sá Guðmundur var gamall orð- inn, illorður og leiðendur; vildi eiga hreppsvist í Hjaltadal, en Þorkell Gamlason Hólastaðar- ráðsmaður var hreppsins for- svar með öðrum hreppstjór- um, og náði sagður Gvöndur ekki hreppnum. Hafði hann þá heitingarorð við Þorkel eður hans niðja. Dó svo Loki fram í Skagafjarðardölum, grafinn í Goðdölum.“ Þorkell átti dóttur unga er Sigríður hét. Eftir dauða Loka fékk hún aðsókn og hörmulega ónáðan. Bráði að sögn helst af stúlkunni er séra Arngrímur lærði hafði hana í fangi sér heila nótt, ,,með guðsorðalestri og góðum bænum.“ Nokkru síðar varð það er séra Arn- grímur reið leið sína norður tröðina frá staðnum að hestur hans féll og hann sjálfur svo að hann fékk áverka af steini í andlitið og bar af því ör alla daga síðan. Er mælt að sést hafi sú vonda mynd Loka ganga á hestinn og kollkasta öllu. Svo mögnuð varð aftur- ganga Gvendar loka að Hólamenn fóru fram í Goðdali og grófu upp líkið af Gvendi loka, tóku það ráð sem ,,í fyrri öldu tíðkað var, að þessir heitingaskálkar voru upp- Gvendur loki ( BYGGÐASÖGUMOLI ) palli@feykir.is grafnir og afhöfðaðir, og skyldi svo sá, sem fyrir hefði orðið, ganga milli bols og höfuðs.“ Mælt er, að stúlkunni hafi batnað eftir þessar aðgerðir, en ,,þessa tiltekju lögðu óvinir Hólamanna þeim til lýta, líka svo herra Guðbrandi [biskupi] sem Þorkeli sjálfum.“ Við lestur þessarar frá- sagnar verður ljóst hvað þýðir í bókstaflegum skilningi að ganga milli bols og höfuðs á einhverjum. En nú er allt með felldu í kirkjugarðinum í Goðdölum. Samt eru framliðnir ekki með öllu enn lausir við ónæði í sínum reit. Oddvitinn frá Sveinsstöðum var vanur að slá þennan garð og kannske var hann einmitt að hjakka á leiði Gvendar gamla loka þegar Sigurjón Sveinsson frá Bakka- koti kom þar að og varpaði á hann þessari vísu: Oddvitinn er eins í flestum greinum, alla að flá. Djöflast nú yfir dauðra manna beinum með dreginn ljá. Byggðasaga Skagafjarðar 3. bindi bls. 371. Gengið milli bols og höfuðs í bókstaflegum skilningi. MYND ÚR BYGGÐASÖGU SKAGAFJARÐAR 8 08/2020

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.