Feykir


Feykir - 24.02.2020, Blaðsíða 9

Feykir - 24.02.2020, Blaðsíða 9
Úrslitakvöld Söngvakeppninnar 2020 er næstkomandi laugar- dagskvöld og þar flytur m.a. stúlka að nafni Nína lagið ECHO. Nína á ættir að rekja norður í Miðfjörð en hún er dóttir söngkonunnar Rúnu Gerðar Stefánsdóttur og þótti Feyki alveg gráupplagt að forvitnast aðeins um Rúnu. Rúna fæddist í Reykjavík árið 1964 en ólst upp á hinum ýmsu stöðum. Faðir hennar var Stefán Jónsson sem fæddist á sveitabænum Neðri- Svertingsstöðum í Miðfirði í Vestur Húnavatnssýslu árið 1935. „Hann eignaðist tíu systkini sem öll nema eitt hafa náð háum aldri,“ segir Rúna og heldur áfram. „Á uppeldisárum pabba var lítið sem ekkert um peninga og lífið eilíft hark. Amma mín, Hólmfríður, og Jón afi voru hörku duglegt fólk og kannski gaman að segja frá því að það fundust, ekki fyrir svo löngu síðan, bréf sem amma hafði skrifað til móður sinnar en þar nefndi hún konu á næsta bæ og hve mikið hún vorkenndi henni fyrir það að eiga bara þrjú börn. Það væri svo langt í það að þau gætu hjálpað til með heimilisstörfin. Já, það var mikið ríkidæmi að eiga mörg börn. Samstaðan og samvinnan heima hjá ömmu og afa var einstök, allir lögðu sitt á vogaskálarnar, hvort sem það var að strokka smjör, stoppa í sokka, sækja vatn, sjá um búfénað og fleira. Þetta var einstök fjölskylda og systkinakærleikur var aðdáunarverður. Gaman er að segja frá því að enn í dag er bú rekið á Neðri-Svert- ingsstöðum af afkomenda ömmu og afa. Bróðursonur pabba heitins, hann Ingi Hjörtur Bjarnason, hefur búið þar með fjölskyldu sinni í mörg ár. Pabbi og öll systkinin komu vel undan uppeldinu hjá ömmu og afa, giftust öll vel og eignuðust sjálf mörg börn. Þegar pabbi fór í barnaskóla að Reykjum í Hrútafirði kynntist hann kokkinum Pétri Stefánssyni. Pétur var ógiftur og barnlaus, og tók ástfóstri við pabba. Hann ákvað að styrkja hann til náms og með hans aðstoð fór pabbi í Menntaskólann á Akureyri og síðar í Háskóla Íslands. Móðir mín, Esther Garðarsdóttir, kynntist pabba er hann var kanditat og hún í ljósmæðranámi. Þau giftu sig árið 1960. Við erum þrjú systkini en þegar ég var tæplega tveggja ára fluttum við fjölskyldan mín til Svíþjóðar þar sem pabbi fór í sérfræðinám í læknisfræði. Móðir mín vann sem húsmóðir og ljósmóðir. Við bjuggum þar í sex ár. Þegar heim kom bjuggum við á Háaleitisbraut, en síðar í Vestubæ Kópavogs. Síðasta heimili okkar saman var í Prestbakka í neðra Breiðholti. Rúna segist því miður ekki spila á nein hljóðfæri en aðspurð um helstu tónlistarafrek sín segir hún: „Ég er stolt af öllu því sem ég hef tekið mér fyrir hendur varðandi tónlist. Ég byrjaði frekar seint að vinna við tónlist, en fyrsta afrekið var að vinna bikarinn í söngvakeppninni Landsmeistari í Karaoke sem haldin var á skemmtistaðnum Broadway. Tuttugu og tveir keppendur víða að af landinu kepptu, og eins hallærislegt og þetta væri í dag, þá var þetta mjög grand keppni (!). Ég fór í útvarpsviðtöl og sjónvarpsviðtöl eftir á og fannst ég bara nær því svolítið fræg. Stuttu seinna var ég ráðin sem raddari í sýningunni Rocky Horror sem Baltasar Kormákur leikstýrði. Hélt að verið væri að grínast í mér því það var 1. apríl En svona fyrsta alvöru tækifærið var þegar Gunnar Þórðarson hringdi í mig og bað mig um að koma í söngprufu fyrir ABBA sýningu sem verið var að setja upp á Broadway. Ég hélt í fyrstu að verið væri að grínast í mér því það var 1. apríl – en svo var nú ekki raunin. Hægt er að segja að næstu þrjú árin hafi skemmtistaðurinn Broadway verið mitt annað heimili því ekki bara söng ég í ABBA heldur einnig í sýningunni Laugardagskvöld á Gili, og fékk þann mikla heiður að syngja dúett með hinum frábæra Ragga Bjarna. Ekki var nú heldur slor að fá að kynnast hinum yndislegu Álftagerðisbræðrum sem sungu eins og enginn væru morgundagurinn á þessari frábæru sýningu. Að lokum tók ég þátt í sýningunni Prímadonnur en þar stigu á stokk tólf eðalsöngkonur landsins og sungu hvert dívulagið af öðru. Það er alveg hægt að segja að eitt tók við af öðru, en þetta ár, 1999, hringdi sjálf Selma Björnsdóttir í mig og spurði mig hvort mig langaði með sér til Ísraels sem bakraddasöngkona og taka þátt í Eurovisonkeppninni. Ég hélt nú það. Eins og allir vita lentum við í öðru sæti og var það ógleymanleg stund. Nú ballið hélt áfram og Þorvaldur Bjarni tónlistamaður kynnti mig fyrir lagahöfundinum Einari Oddssyni og sú kynni áttu eftir að vefja utan á sig. Ég byrjaði á því að syngja nokkur lög fyrir Einar, og gera tónlistamyndbönd við lögin, en einnig sendi Einar inn lag í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2001 sem ég söng og heitir Í villtan dans. Á endanum árið 2005 vildi Einar gefa út geisladisk og var þeim diski gefið það einfalda nafn RÚNA. Þessi lög hafa elst mjög vel en lagið sem fékk mestu spilunina var lagið Draumur. Ekki var þátttöku minni í Söngvakeppninni alveg lokið en árið 2006 keppti ég með lagið 100% sem Hörður G. Ólafsson samdi. Þetta ár voru mörg lög sem kepptu, samtals 15 lög. Ég var ótrúlega stolt að hafa Rúna Stefáns. MYND: ÚR EINKASAFNI komist í úrslit en eins og allir muna hreppti Sylvía Nótt hnossið það árið. Það nýjasta sem ég hef gert er að taka þátt með dóttur minni Nínu í Söngvakeppni Sjónvarpsins en ég stökk inn sem bakraddasöngkona hjá henni. Hún mun núna, næstkomandi laugardag 29. febrúar, keppa í úrslita- þættinum með lagið sitt ECHO.“ Hvaða lag varstu að hlusta á? „Þegar ég vaknaði og kveikti á útvarpinu þá var verið að spila lagið ECHO með Nínu...!“ Uppáhalds tónlistartímabil? „Diskó.“ Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? „Ég dáist að öllum þeim aragrúa hæfileikaríks ungs tónlistafólks okkar Íslendinga og gæti endalaust talið upp bæði söngvara og hljómsveitir. Lagið sem ég féll nýlega fyrir er lag sem Auður samdi og spilaði með Mezzoforte. En svo t.d hljómsveitin Sycamore Tree og svo eru auðvitað bræðurnir Jón og Friðrik Jónssynir útungunarvélar á grípandi lögum.“ Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? „Gömlu góðu lögin með t.d. Ellý Vilhjálms, Villa Vill og Hauki Morthens. Svo var mikið hlustað á Nat King Cole, Ellu Fitzgerald, Ettu James, Tínu Turner og fleiri snillinga.“ Hver var fyrsta platan/diskurinn/ kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? „Fyrsta platan var með Hönnu Valdísi og Rut Reginals.“ Hvaða græjur varstu þá með? „Plötuspilara og svo auðvitað kass- ettutæki.“ Hvert var fyrsta lagið sem þú mannst eftir að hafa fílað í botn? „Araba- drengurinn með Björk.“ Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn? „Engin músík eyðileggur daginn, tel að músík bæti og kæti alla daga. En ég skipti fljótt um útvarpsrás ef að ómelódískt hard core pönk lag heyrist.“ Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? „Tina Turner, Queen, Rolling Stones, George Michael, Fleetwood Mac, Maroon 5, Coldplay, Toto, Heart, ABBA, og svo allt íslenskt.“ Þú vaknar í rólegheitum á sunnu- dagsmorgni, hvað viltu helst heyra? „Til dæmis Carpenters og Ásgeir.“ Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? „Til dæmis Boston, Fleetwood Mac og auðvitað tæki ég eiginmanninn með.“ Hvaða músík var helst blastað í bílnum þegar þú varst nýkominn með bílpróf? „Foreigner/ Waiting For a Girl Like You.“ Hvaða tónlistarmaður hefur þig dreymt um að vera? „Til dæmis Tina Turner – eftir að hún losaði sig við kallinn!“ Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? „Allar ABBA plöturnar.“ toppurinn Vinsælast á Playlista Rúnu Stefáns: Echo NÍNA DAGBJÖRT Hún veit hvað hún vill AUÐUR Sideways SIGRÚN STELLA Upp úr moldinni ÁSGEIR I want more KALEO Everything I wanted BILLIE EILISH Finni Helgu hlakkar til að komast með konunni til Tenerife þegar hann fær Lottóvinninginn loksins greiddan. Finni Guðjónsson, eða Finni Helgu eins og flestir þekkja hann, hafði samband við Dreifarann og sagðist ósáttur við Lottó. Hann hringdi strax suður um leið og hann frétti af vinningnum en allt kemur fyrir ekki. „Þau bara neita að greiða mér út vinninginn þetta ... þetta ... þetta fólk!“ -Ég er búinn að panta ferð utan fyrir okkur hjónin til Tenerife og er að láta taka garðinn í gegn. Þetta fólk getur ekki bara gengið svona á bak við orðin sín... Og á hvaða forsendum vilja þau ekki greiða út vinninginn? -Á hvaða forsendum?!? Nú þau segja að ég verði að framvísa vinningsmiðanum. Er það eitthvert vandamál? Ja, já, ég er ekkert með einhvern miða. Nú, hversvegna segistu þá hafa unnið í Lottó? -Það er alltaf verið að auglýsa það maður! Hvernig þá Finni minn? -Þú hlýtur að vera búinn að heyra þetta margoft sjálfur, það er alltaf verið að auglýsa þetta: -Finni einn með aðaltölurnar réttar í Lottóinu!- Finni – það er ég! Afi nafni minn er farinn yfir móðuna, blessuð sé minn- ing hans, þannig að það er ekkert um neinn annan Finna að ræða. Já, það er rétt en... -Það er ekkert en neitt, þekkirðu ein- hvern annan Finna en mig? Neinei, en í auglýsingunni er átt við Finna, sko finnskan mann frá Finnlandi. -Ha? Frá Finnlandi? Ertu ekki að grín- ast? Er einhver Finni þar?!? - - - - - Dreifarar Feykis eru uppspuni frá rótum en gætu stundum næstum því verið alvara. Finni fær ekki greiddan út Lottó- vinninginn ( DREIFARINN ) 08/2020 9 Rúna Stefáns / söngur Diskótímabilið í uppáhaldi hjá Rúnu ( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.