Feykir


Feykir - 24.02.2020, Qupperneq 12

Feykir - 24.02.2020, Qupperneq 12
Vel heppnaðir afmælistónleikar Sóldísar Kraftmikill kvennasöngur á konudaginn Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 08 TBL 26. febrúar 2020 40. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Fullt var út úr dyrum í Menningar- húsinu Miðgarði í Skagafirði sl. sunnudag á tíu ára afmælistónleikum Kvennakórsins Sóldísar. Á þeim degi er markar upphaf góunnar, konudegi, hefur kórinn, allt frá stofnun, staðið á sviði Miðgarðs og sungið á tónleik- um sem ávallt hafa verið vel sóttir. Á efnisskránni voru 18 lög og þrjú lög tekin aukalega, eitt í upphafi og tvö í lokin, enda kórnum klappað lof í lófa eftir frábæra tónleika. Þrjár sungu einsöng, Íris Olga Lúðvíks- dóttir, Ólöf Ólafsdóttir og söngstjór- inn sjálfur, Helga Rós Indriðadóttir. Flest laganna hefur kórinn tekið einhvern tímann áður á þessum áratug sem hann hefur verið starf- andi og fór fram vinsældakosning meðal kórkvenna og þau sem flest atkvæðin fengu voru flutt nú. Önnur var kórinn að flytja í fyrsta sinn og eitt þeirra, Til kvenréttindafélagsins, vakti sérstaka athygli enda um frum- flutning lagsins í Skagafirði að ræða en það er eftir Skagfirðinginn Eddu Björk Jónsdóttur, sem ættir sínar rekur í Fljótin. Í söngskrá stendur: „Í maí árið 2019 var frumflutt glænýtt kórverk fyrir kvennakór eftir Eddu Björk Jónsdóttur, ungt tónskáld, sem ættuð er úr Fljótunum, býr á Siglu- firði og vinnur í Síldarminjasafninu. Ljóðið er eftir Ólínu Andrésdóttur sem orti það til Kvenréttindafélags Íslands. Ljóðið birtist í riti félagsins á 40 ára afmæli þess árið 1947. Ólína hvetur konur og þakkar kvenrétt- indafélaginu fyrir baráttuna og vitnar í söguna í ljóðinu: ,,Talið er merki þróttar þrátt, það að vera sonur en landið hefur löngum átt, líka sterkar konur.“ Ítarlegt viðtal var við stofnendur kórsins og stjórnanda í síðasta tölu- blaði Feykis. /PF Veturinn frá nýári var allgóður, snjóléttur, en nokkuð frostharður. Sums staðar voru jarð- leysur frá miðþorra og fram á góu. Stillt veður til sumarmála. Vorið var kalt fram úr. Grasvöxtur varð því í minna lagi sökum þurrviðris, nema á votengi. Þó heyjaðist hóti betur en á horfðist. Nýting var góð. Haustið reyndist hreggsamt og heldur frosthart. Um miðjan nóvember kyngdi niður snjó, en gerði þíður á jólaföstu. Hafís rak að Norðurlandi, en hvarf fljótt aftur. - Fiskafli var góður, en hákarlsafli í minna lagi. Fuglafli við Drangey var rýr. -Barnaveiki gekk í Skagafirði vorið og sumarið og varð mörgum að bana.. /PF Skagfirskur annáll Kristmundar Bjarnasonar 1847–1947 1850 Kórinn skartaði nýjum búningi sem væntanlega mun marka nýja tísku á Ítalíu í sumar en þangað stefnir kórinn með tónleikahald í júní. MYNDIR: PF Deiliskipulag liggur frammi til skoðunar Gamla barnaskólalóðin Feykir er félagi sem þú vilt ekki vera án Feykir er héraðsfréttablað á Norðurlandi vestra en Nýprent hefur haft umsjón með útgáfu blaðsins síðan í ársbyrjun 2007. Feykir er áskriftarblað auk þess að vera seldur í lausasölu. Efnistökin eru fréttir, fréttatengt efni og fjölbreytt mannlíf á Norðurlandi vestra. Gefin eru út 48 blöð á ári og þar með talin nokkur glæsileg sérblöð. Feykir.is er fjölbreyttur frétta- og afþreyingarvefur fyrir Norðurland vestra. Feykir.is líkt og fréttablaðið Feykir treystir á fréttaskot og aðsent efni til að auka á fjölbreytni og skemmtanagildi vefsins. Feykir Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7176 feykir@feykir.is Ert þú áskrifandi? Ef ekki þá er tilvalið að gerast áskrifandi núna! FRÉTTIR AF FÓLKI OG VIÐBURÐUM VIÐTÖL GREINAR FRÉTTASKÝRINGAR UPPSKRIFTIR ÍÞRÓTTIR 17 TBL 2. maí 2018 38. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 3 BLS. 6 Kristín Sigurrós Einarsdóttir skrifar gagnrýni um sýningu Leikfélags Sauðárkróks Framúrskarandi frumsýning BLS. 10 Rætt við Sigfús Inga Sigfússon um atvinnulífssýninguna sem verður á Króknum um helgina Mikill áhugi hjá sýnendum Magdalena Berglind Björns- dóttir svarar Bók-haldinu Hefur alla tíð verið bókaormur BORGARTEIGI 5 550 SAUÐÁRKRÓKUR & 571 5455 / 899 5227 / 691 6227 Smurþjónusta – Dekkjaþjónusta – Bremsuviðgerðir Pústviðgerðir – Almenn bifreiðaþjónusta Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Þú hringir í síma 540 2700 Lista- og menningarhátíðin Sæluvika Skagfirðinga var formlega sett í Safnahúsinu á Sauðárkróki sl. sunnudag að viðstöddu fjölmenni. Ljósmyndasýning Gunnhildar Gísladóttur var opnuð af því tilefni, úrslit Vísnakeppni Safnahússins kynnt og Samfélagsverðlaun Skagafjarðar afhent. Að þessu sinni var ákveðið að veita hjónunum Árna Stefánssyni, íþróttakennara, og eiginkonu hans, Herdísi Klausen, yfirhjúkrunarfræðingi, Samfélags- verðlaun Skagafjarðar árið 2018. Í ávarpsorðum Gunnsteins Björns- sonar, formanns atvinnu-, menningar-, og kynningarnefndar sveitarfélagsins kom fram að til marks um það frumkvöðlastarf sem þau hjón, Árni og Herdís, hafa unnið er að í dag þyki öllum sjálfsagt að skokka en þegar starf þeirra hófst þótti mögum skrítið að hlaupa um allt án sýnilegs tilgangs. Vísnakeppni Safnahússins hefur verið fastur liður Sæluvikunnar frá árinu 1976 og nýtur enn vinsælda. Úrslit keppninnar í ár voru kynnt á setningunni og voru veitt verðlaun annars vegar fyrir besta botninn og hins vegar fyrir bestu vísuna. Besta botninn að þessu sinni átti Ingólfur Ómar Ármannsson og bestu vísuna, eða öllu heldur vísurnar átti Jón Gissurarson. Farið verður betur yfir keppnina í næsta blaði. Húsfyllir var í Kakalaskála þar sem Einar Kárason sagði frá Gretti Ás- mundssyni og fór á kostum. Ágætis rennirí var á Grænumýrarfjöri sem og á Tónadansi Kristínar Höllu. Myndlist- arsýningar eru í Gúttó og Kaffi Krók, ljósmyndasýningar í Safnahúsi og Bakaríinu Mikil stemning var í Bifröst er Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi leik- ritið Einn koss enn og ég segi ekki orð við Jónatan á sunnudagskvöldið. Kirkjukvöld í Sauðárkrókskirkju er ómissandi þáttur Sæluvikunnar og nýtur mikilla vinsælda. Að þessu sinni var Guðni Ágústsson, fv, ráðherra, ræðumaður kvöldsins. Ýmislegt forvitnilegt er á boðstólum alla vikuna fyrir unga sem gamla og endar vikan á afmælishátíð Karla- kórsins Heimis þar sem 90 ára afmælis hans er minnst. Rúsínan í pylsuend- anum er svo Atvinnulífssýning í íþróttahúsinu á Sauðárkróki þar sem fjöldi félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana kynnir starfsemi sína. /PF Sæluvika Skagfirðinga Gleði, söngur og menning Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið á lya.is Samfélagsverðlaun Skagafjarðar árið 2018 komu í hlut hjónanna Árna Stefánssonar og Herdísar Klausen. MYND: PF 14. mars 2018 38. árgangur : Stofnað 1981 Fermingar Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra 11 TBL 18 TBL 10. maí 2017 37. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra „ BLS. 6–8 BLS. 5 Helga Kristín Gestsdóttir, brottfluttur Blönduósingur, svarar Rabb-a-babbi Ætlaði að verða hárgreiðslukona BLS. 4 Myndasyrpa frá Sæluviku Skagfirðinga og umfjöllun um Vísnakeppni Safnahússins Nú Sælan liðin er Salbjörg Ragna frá Borðeyri er íþróttagarpur vikunnar Íslands- og bikar- meistari með tveimur liðum Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og kona hans, frú Eliza Reid, sóttu Skagfirðinga heim í tilefni af Sæluviku sem lauk formlega um síðustu helgi. Forsetahjónin þáðu hádegisverð í boði sveitarstjórnar Svf. Skagafjarðar á Hótel Tindastóli, sóttu opið hús í Árskóla á Sauðárkróki, skoðuðu myndlistarsýningu í Gúttó og heilsuðu upp á bændur á Syðra-Skörðugili og Syðri-Hofdölum. Að kvöldi laugardags sóttu forseta- hjónin tónleika Karlakórsins Heimis í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð en þar var einnig haldið afmælishóf daginn eftir er Sögufélag Skagfirðinga fagnaði 80 ára afmæli og Héraðs- skjalasafn Skagfirðinga 70 ára afmæli með málþingi. Þar ávarpaði forseti gesti og setti þingið í kjölfarið. „Skál‘ og syngja, Skagfirðingar, er oft kyrjað. Skrá og skrifa, Skagfirðingar, mætti líka syngja; þvílíkur er dugnað- urinn í sagnariturum héraðsins,“ segir Guðni á fésbókarsíðu forsetans og hefur orð á því að gaman hafi verið að taka þátt í Sæluviku. Frá Skagafirði til Noregs „Á laugardeginum fengum við að fylgjast með sauðburði á Syðri Hofdölum og héldum í útreiðartúr með fólkinu á Syðra Skörðugili, fórum nú bara fetið yfirleitt enda lítt vön hestamennsku en það var engu að síður indælt. Um kvöldið sátum við Eliza svo tónleika Karlakórsins Heimis í Miðgarði. Við litum líka við í Árskóla á Sauðárkróki, kíktum á listsýningu í Gúttó og gengum um Vesturfarasetrið á Hofsósi, fengum góðan mat í Jarlsstofu á Hótel Tindastóli og Hótel Varmahlíð, að ekki sé minnst á Hofsstaði þar sem við gistum. Alls staðar nutum við hlýhugar og gestrisni heimafólks og þökkum kærlega fyrir okkur. Í þessari ferð kynntumst við íslensku samfélagi eins og það getur best verið.“ Frá Sæluviku Skagfirðinga liggur leið forsetahjónanna til Noregs, í áttræðis- afmæli konungshjónanna Haraldar og Sonju. /PF Forsetahjónin fyrir utan Hótel Tindastól ásamt prúðbúnum skagfirskum konum MYND: FORSETI.IS Forsetahjón á Sæluviku Ánægð með ferð sína í Skagafjörðinn Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Velkomin til Pacta lögmanna & 440 7900 pacta@pacta.is Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið www.lyfja.is Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Þú færð MÚMÍN bollana hjá okkur! 05 TBL 1. febrúar 2017 37. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra „ BLS. 6–7 BLS. 9 Húnaþing vestra Skipulagsmál og fleira tengt BLS. 8 Hólmfríður Sveinsdóttir hlaut Hvatningarverðlaun FKA Mikilvæg viður- kenning fyrir konur í nýsköpun Ægir Finnsson frá Hofsósi er áskorendapenninn Byrjaðu núna! BÍLAVERKSTÆÐIHesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla,vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. Þessi tignarlegi haförn brá sér í bæjarferð á Blönduós á fimmtudaginn í síðustu viku. Höskuldur B. Erlingsson, lögregluvarðstjóri og áhugaljósmyndari á Blönduósi, átti leið um Hnjúkabyggð þegar hann sá örninn og fylgdi honum eftir, til að fanga hann á mynd. „Á flugi er haförninn svo tignarlegur að sjá að maður fyllist lotningu,“ segir Höskuldur um þennan konung fugl-anna. „Hjartað tók kipp og sem betur fer var myndavélin með í för. Ég fór aðeins upp fyrir bæinn og fylgdi honum eftir. Ég ók upp fyrir brekkuna og skreið fram á brúnina. Þar komst ég í návígi og náði góðum myndum með sterkri aðdráttar-linsu,“ segir hann. Höskuldur segir örn n hafa haldið áfram flugi sínu er hann varð ljósmyndarans var, en hann hafi þó náð nokkrum myndum af honum á flugi. „Það er ekki oft sem örn sést hér innanbæjar,“ segir hann. Myndir Höskuldar hafa vakið athygli og m.a. birst í Morgunblaðinu. Þar segir að hafernir hafi á síðustu misserum alloft sést á sveimi nyrðra, svo sem í Víðidal og Vatnsdal. Eru orð vísindamanna fyrir því að arnastofninn við Húnaflóa sé að styrkjast. /KSE Konungur fuglanna Haförn á sveimi í Blönduósbæ Fyrirtækið Vilko á Blönduósi hefur flutt starfsemi sína í húsnæði að Húnabraut 33 á Blönduósi, sem áður hýsti mjólkurstöðina. Sagt er frá þessu á Húnahorninu og þ r kemur fram að búið sé að hreinsa allt sem minnti á mjólk og mjólkurframleiðslu út úr því húsnæði. Undanfarna mánuði h fur verið unnið að því að flytja starfsemi Vilko og Prima yfir í umrætt húsnæði, f á Ægisbraut 1. Áhaldahús Blönduósbæjar flyst nú aftur þangað. Vilko var upphaflega stofnað árið 1969 í Kópavogi en árið 1986 keypti Kaupfélag Vilko og Prima Flytja í jólkurstöðina Húnvetninga félagið og flutti norður á Blönduós. Var starf- semin upphaflega í Votmúla en þegar það húsnæði brann flutti félagið starfsemina á Ægisbraut þar sem áður var áhaldahús Blönduósbæjar. BORGARTEIGI 5 550 SAUÐÁRKRÓKUR & 571 5455 / 899 5227 / 691 6227 Smurþjónusta – Dekkjaþjónusta – BremsuviðgerðirPústviðgerðir – Almenn bifreiðaþjónusta Ólafur Valgarðsson og Kári Kárason í pökkunarsalnum í hinu nýja húsnæði. MYND: HÚNAHORNIÐ 12 01 7 2017Jólablaðið 29. nóvember 2017 45. tölublað 37. árgangur 38 TBL 11. október 2017 37. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra „ BLS. 6–8 BLS. 10 Ragnheiður Sveinsdóttir Hvammstanga Baby born kjóllinn breyttist í skírnarkjól BLS. 5 Ferðasaga: Gunnar Rögnvaldsson, Guðrún Jónsdóttir og Arnór Gunnarsson Arkað í austurveg Ingvi Aron Þorkelsson Lítið um straumharðar ár og skíðabrekkur á Skáni Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Velkomin til Pacta lögmanna & 440 7900 pacta@pacta.is BORGARTEIGI 5 550 SAUÐÁRKRÓKUR & 571 5455 / 899 5227 / 691 6227 Smurþjónusta – Dekkjaþjónusta – Bremsuviðgerðir Pústviðgerðir – Almenn bifreiðaþjónusta Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið www.lyfja.is Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Þú hringir í síma 540 2700 Á dögunum afhentu Búhöldar á Sauðárkróki tvær nýjar íbúðir í Iðutúni? En þar hafa risið tvö parhús með fjórum íbúðum og grunnur tilbúin að því þriðja. Að sögn Þórðar Eyjólfssonar er vonast til þess að næstu tvær íbúðir verði afhentar í desember og hafist handa við að reisa síðasta húsið næsta vor. Þegar þeim áfanga lýkur hafa Búhöldar komið alls fimmtíu nýjum íbúðum í gagnið fyrir félagsmenn sína. Húsin þrjú eru sett saman með steypueiningum og algerlega viðhaldsfrí að utan og segir Þórður það fela í sér mikinn sparnað fyrir eigendur íbúðanna. Þá hælir hann líka innréttingum og þá sérstaklega í eldhúsunum enda mikið um nýjungar í þeim. Smíði húsanna hefur tekið lengri tíma en áætlað var í upphafi enda skortur á iðnaðarmönnum í Skagafirði. Undir það tekur Helgi Þorleifsson, yfirsmiður, en hann segist hafa þurft að reiða sig á lausamenn og eldri borgara. Gamlingjarnir sem Helgi minnist á eru stjórnarmenn í Búhöldum þ.á.m. Þórður sjálfur sem stendur á níræðu, Ragnar Guðmundsson, múrari, á níræðisaldri og fleiri góðir menn. Helgi, sem er eigandi að einni íbúðinni, er fluttur inn ásamt Ölmu Guðmundsdóttur, konu sinni. Hann segist líka vel við íbúðina og húsin en með góðum mannskap væri hægt að koma svona einingahúsum upp á skömmum tíma. En kosturinn við það að vera ekki fljótur er að þá þornar timbrið í rólegheitum og engar sprungur sem geta myndast í kverkum og annars staðar, segir hann. Þegar Þórður er spurður hvað taki svo við þegar fimmtugasta íbúðin verður tilbúinn segir hann: „Ja, þá vantar okkur fleiri lóðir!“ /PF Afhentu nýjar íbúðir á dögunumBúhöldar á Sauðárkróki Í eldhúsinu hjá yfirsmiðnum. F.v. Búhöldarnir Þórður Eyjólfsson og Ragnar Guðmundsson, eigendur íbúðarinnar Helgi Þorleifsson, sem jafnframt er yfirsmiður húsanna, og Alma Guðmundsdóttir, með barnabarnið Árnýju Báru Feykisdóttur, og Fjólmundur Fjólmundsson stjórnarmaður. Mynd: PF Íbúðareitur á milli Sæmundargötu, Ránarstígs og Freyjugötu á Sauðár- króki. MYND AF SKAGAFJÖRÐUR.IS Tillaga að deiliskipulagi íbúðareits milli Sæmundargötu, Ránarstígs og Freyjugötu á Sauðárkróki, lóðina Freyjugötu 25, liggur nú frammi í ráðhúsi sveitarfélagsins til og með 3. apríl. Til stendur að breyta gamla skólahúsinu á lóðinni í fjölbýlishús með ellefu íbúðum og skipta lóðinni jafnframt upp í fjóra hluta, þannig að auk lóðar undir fjölbýlishúsið verði skilgreindar þrjár nýjar lóðir. Tvær þeirra eru ætlaðar fyrir parhús við Freyjugötu og ein lóðin fyrir parhús við Ránarstíg. Þeim sem telja sig hafa athugasemdir eða ábendingar fram að færa vegna deiliskiplagsins er bent á að gera það skriflega til skipulagsfulltrúa í ráðhúsið við Skagfirðinga- braut eða á netfangið jobygg@skagafjordur.is í síðasta lagi 3. apríl nk. /PF

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.