Feykir


Feykir - 11.03.2020, Blaðsíða 8

Feykir - 11.03.2020, Blaðsíða 8
 Heilir og sælir lesendur góðir. Minnir að Jón á Þingeyrum hafi ort þessa kunnu vísu, um einn af reiðhestum sínum: Mesta gull í myrkri og ám mjúkt á lullar grundum einatt sullast ég á Glám og hálffullur stundum. Þegar Ármann Þorgrímsson starði eitt sinn á sjónvarpið sitt og vonaði að þar birtist mikil speki, varð þessi til: Menningu er mikla að fá misjafnt hennar njótum, skortur virðist enginn á andans fæðubótum. Steinn Kristjánsson trúir því að framundan sé betri tíð. Hann yrkir: Lækka skattar, launin hækka. Lán og skuldir hverfa því. Undirhökur aftur stækka. Allt mun verða grænt á ný. Um næstu vísu er það að segja og hún er í miklu uppáhaldi hjá undirrituðum. Mun höfundur hennar hafa ort hana rétt fyrir andlát sitt og hét hann Pálmi en því miður man ég ekki föðurnafnið. Gaman væri að heyra frá lesendum ef þeir hafa upplýsingar þar um. Heyra munuð þið hófaslátt er hleypi ég nýja veginn. Það mun verða dansað dátt og drukkið hinu megin. Guðmundur Arnfinnsson hjálpar okkur vísnavinum oft um gleðskap í yrkingum. Af hörku konu er þetta að frétta: Hún var uppstökk hún Bína á Bauk og bálreið á karlinn sinn rauk. Hann kveið alltaf því að hvessti á ný og var feginn, þegar hún fauk. Komið hefur í ljós að Guðmundur þekkti líka til sambúðarvandamála. Á lífinu leið var Salka af langri sambúð með alka. Úfin og reytt önug og þreytt og er nú farin að kalka. Hef vonandi birt þessa ágætu vísu Ísleifs Gíslasonar á Sauðárkróki. Aksturinn var eintómt spól olían af versta tagi. Engir hemlar, ónýt hjól allt í þessu fína lagi. Einhverju sinni datt okkar góða vísnavini, Pétri Stefánssyni, í hug að yrkja um hin góðu áhrif Bakkusar. Þá kom þessi: Helst af öllu ég hlakka til að hella í glasið dropa. Í vodka finn ég vænan yl og vor í hverjum sopa. Grunaði á tímabili Halla frá Kambi um að vera höfund að næstu vísu en hef nú fundið í dóti Vísnaþáttur 755 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is mínu þær upplýsingar að Ólafur Davíðsson, frá Felli í Sléttuhlíð, sé höfundur hennar. Finnst mér lífið fúlt og kalt fullt er þar af lygi og róg. En brennivínið bætir allt bara að það sé drukkið nóg. Það mun hafa verið Örn Snorrason sem orti svo eftir mikla gleðskaparnótt. Þvílík högg og hamraskak af hjarta yrði ég glaður, ef þú hvíldist andartak elsku timburmaður. Pálmi Jónsson á Sauðárkróki mun einhverju sinni hafa ort þessa hógværu vísu: Ljóð mín eru lítil að vöxtum liggja svona til og frá. Stuðlabjargar stefnuröstum steytast á. Önnur ágæt vísa kemur hér sem mig minnir að sé eftir Pálma. Armæða af illsku hlýst elskumst meðal vina. Andartakið eigum víst ekki framtíðina. Það mun hafa verið í kringum 1970 sem Njörður P. Njarðvík og Ólafur Ragnar Grímsson áttu sæti í útvarpsráði. Voru þeir frekir og vildu öllu mögulegu breyta. Andrési Björnssyni, sem þá var útvarpsstjóri, líkaði illa þeirra ráðslag og mun í framhaldi af því hafa ort eftirfarandi vísu: Leiðist mér og líkar ei að lifa á meðal varga. Aftur geng ég er ég dey ætla að drepa marga. Næst flýgur í hugann ein af uppáhaldsvís- um Bjarna frá Gröf. Hlýt reyndar að hafa birt hana áður án þess að muna fyrir víst. Hugarvíl og harmur dvín er horfi ég á frúna. Hún er eina eignin mín sem ekki rýrnar núna. Sá góði vinur, Jakob á Varmalæk, mun eitt sinn hafa farið í bændaferð til Kanada. Á heitum sólardegi varð honum starsýnt á nokkrar konur sem fækkuðu fötum svo til alveg. Varð þá þessi vísa til: Sólin hækkar fækka föt fjörgast hugarsetur. Aldrei vissi ég íslenskt kjöt auglýst meira og betur. Er þá gott í lok þáttar að gleðjast yfir þeirri von sem sá ágæti hagyrðingur, Lárus Þórðarson frá Grund í Svínadal, gefur vetrarþreyttu fólki: Sólin nú hækkar sæl og hlý og sífellt lengist í sporinu, og veturinn styttist alltaf í endann sem snýr að vorinu. Veriði þar með sæl að sinni. /Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 Elztu heimildir eru þessar: Í Auðunarbók 1318 og Jónsmáldaga 1360, Kollufoss. Pjetursmáldaga 1394 Kotlufoss. Víðidalstungumáldaga Kollufoss (DI. II. 483, DI. III. 164, 540 og 595), einnig 1394, og úr því ávalt Kollufoss, m. a. Jb. 1696, Á. M. Jarðabók 1703 o.s.frv. Þess ber vel að gæta, að frumritin að máldagabókum biskupanna eru öll glötuð. Elzta afskriftin af þeim öllum er frá árinu 1639, gerð samkvæmt ákvörðun Þorláks biskups Skúlasonar á Hólum. Og 1645 ljet hann taka aðra afskrift af máldögunum. Það getur tæplega leikið vafi á því, að bæjarnafnið hefir misritast hjá afritaranum í Pjetursmáldaga, þegar öllum hinum afskriftunum frá sama ári ber saman, langtrúlegast að sami maður hafi afritað þá alla. Víðidalstungumáldaga afritaði Páll Vídalín 1699 og má geta nærri, að hann hefði ritað Kotlufoss, ef það hefði tíðkast á 17. öld, því hann var alinn upp í næstu sveit. Bærinn er ávalt nefndur Kollufoss og enginn þekkir annað nafn á honum þar um slóðir. En þessi eini staður (Pétursmáldagi) hefir ruglað svo nafnaskýrendur, að sumir setja Kötlufoss sem aðalnafn, sem er svo herfilegur misskilningur (Árbók Forn- leifafjelagsins 1923, bls. 58). Ætti ekki framar að láta bersýnilega stafvillu hnekkja Kollufossnafninu, sem er hið eina rjetta. Kolla- í Ný J.b. er afbökun. Hvernig bærinn fjekk nafnið, er gagnslítið að giska á. Sennilegt er að fossinn hafi verið nefndur þetta önd- verðlega (eftir kollóttri á, sem farist hefir í fossinum?) og bærinn svo verið sam- nefndur þegar stundir liðu. Kollufoss í Miðfirði TORSKILIN BÆJARNÖFN | palli@feykir.is RANNSÓKNIR OG LEIÐRÉTTINGAR MARGEIRS JÓNSSONAR MYND AF HEIMASÍÐU TÖLVULEIKJAMIÐSTÖÐVARINNAR KOLLAFOSSI, KOLLAFOSS.FARM. Heilbrigðis- og hjúkrunarstofnanir Lokað fyrir heimsóknir Þar sem lýst hefur verið yfir neyðarstigi Almannavarna vegna Covid-19 veirunnar hafa heilbrigðis- og hjúkrunar- stofnanir á Norðurlandi vestra ákveðið að loka fyrir heimsóknir gesta þar til annað verður formlega tilkynnt. Þetta á við um Heilbrigðisstofnun Norðurlands sem m.a. rekur sjúkra- og hjúkrunarrými á Sauðárkróki og Blönduósi, Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga og Sæborg á Skagaströnd. Fólk er hvatt til að kynna sér upplýsingar og leiðbeiningar á vef Landlæknis- embættisins www.landlaeknir.is um stöðu mála, en þær geta breyst frá degi til dags. Á einni viku hefur smitum fjölgað úr ellefu í 76 þegar þetta er ritað. Í sóttkví eru 598 og 70 í einangrun. /PF 8 10/2020

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.