Dagrenning - 01.06.1940, Blaðsíða 17

Dagrenning - 01.06.1940, Blaðsíða 17
v»5 ^❖*.ti>.iCe>>r.röiC.cJ’«‘ri3>;c‘^t!!>.K;G^>-jj;'fjií->'Ui3l(:&:^'^!. S:c.‘«‘a:- lCr>i-.-j te,‘.'«"z>, K.o;.;avi j) J Til séra Guðmundar. ••tjlll© .!<>.• Það er nú orðinn svo langur timi liðinn síðan 10. apríl s. 1., að þú ávarpaðir mig í Heimskringlu, að ég var búinn að hálf gleyma því, hvað þú hafðir þar að segja og varð ég því að fara til verks og “lesa upp” áður en ég kæmi “fram fyrir prest- inn.” Að loknum þeim lestri, komu mér í hug orðin hennar Grasa-Guddu þegar hún er að tala við Gvend smala: “ósköp er að sjá pokann þinn. Gvendur, drengnumkomnum á 14. ár.” Það er lítið í grein þinni, eins og pokanum hans Gvendar smala. Þú segir þó í þeirri grein, að ég hafi kallað þig “lágthugs- andi persónu,” “heigul” og “lítilmenni.” Og þú skilur ekkert í þessurn óköpum. Nú vil ég spyrja þig: Hvenær og hvar hefi ég kallað þig þessum nöfnum? Ég spurði, í greininni ‘ Ilver mokarnæst,” hvort það væru ekki lágt hugsandi persónur, sem bæru sakir á saldausa o. s. frv. Hvort þú telur þig með þeim er það gera, ert þú sjálfráður um. Það er alveg rétt hjá þér, að ég spurði þig að því, hvernig þú gætir sýknað Jónas af öllum prentvillum, sem kunna að finnast í ljóðabók hans. Og ég spyr þig að því sama ennþá. Það er ekkert svar við spurningu minni að segja: Aðþúhafir sannast sagt h al d i ð að Jónas hafi ort kvæðin en ekki prentað þau. En hefir þú nokkuð haldið um það, hver las próförk af kvæðunum? Og hver heldurðu að hafi búið út þær prentvilluleiðréttingar, sem eru aftan við kvæðin í bókinni? Hefir þú tekið eftir orðunum “sárar fætur” í þeim leiðrétt- ingarlista? Þú segist játa það fúslega, að þú vitir ekkert um prófarkalestur þeirrar bókar og “að það standi ekki til” aðþú vitir það. En þrátt fyrir það getur þú sýknað höfund kvæð- anna af öllum prentvillum og kennir prenturunum um þær.

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.