Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar


Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.10.1997, Síða 2

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.10.1997, Síða 2
Upplýsingar um veður og færð á heimasíðu Vegagerðarinnar 60.000 heimsóknir á 7 mánuðum Vegagerðin hefur nú haft heimasíðu á Internetinu um nokkurt skeið. Hún er nokkuð sérstök að því leyti að ekki hefur enn gefist tími til að setja inn á hana almennar upplýsingar um stofnunina og starf hennar eins og algengast er hjá fyrirtækj um og stofnunum en hins vegar er upplýsingakerfið um færð á vegum komið inn og er það eina efnið enn sem komið er. Af þessum sökum hefur ekki verið gert sérstakt átak í að kynna heimasíðuna en slóðin er http://www.vegag.is . Orðsporsíðunnarhefurhins vegarborist út og eru heimsóknir orðnar talsvert margar eins og fram kemur hér að aftan. Upplýsingar um færð og veður eru settar fram á grafískan máta og eru stöðugt uppfærðar. Litakótar sýna færð á vegunum og eru flokkarnir átta: þ.e. 1. greiðfært, 2. hálkublettir, 3. hált, 4. flug- hált, 5. krap/snjór, 6. þæfingur, 7. þungfært, 8. ófært. Grafísk tákn sýna: 1. óveður, 2. snjókoma, 3. skafrenningur, 4. stórhríð, 5. þoka. Eins er sýnt með tákni ef opnun er í gangi og ef vegurinn er fær tjallabílum. Upplýsingar frá sjálfvirkum veðurstöðvum, flestum í eigu Vegagerðarinnar, birtast einnig á myndunum. Nýlega voru í fyrsta sinn teknar saman tölur um aðsókn að heimasíðunni. Þær ná yfir tímabilið frá 29. nóvember 1996 til 19. ágúst 1997. Þegar tillit er tekið til að eyðureru í gögnunum eru þetta rúmir 7 mánuðir. Einungis var talið með ef sótt var kort sem sýndi færð/veður í einhverjum landshluta eða á landinu öllu en ekki ef sóttur var texti, vegagerðarmerki, skýringar o.fl. þess háttar. Þá var notkun starfsmanna Vegagerðarinnar á síðunum ekki talin með heldur einungis notkun utan stofnunarinnar. A Aðsókn/dag þessu 7 mánaða tímabili voru kort sótt alls 62.360 sinnum eða að meðaltali nær 300 sinnum á sólarhring. Mjög sterkt samband reyndist vera milli slæms veðurs og aðsóknar. Reiknaður var meðalvindhraði fyrir hvern dag tímabilsins út frá gögnum frá öllum veðurstöðvum Vegagerðarinnar og var aðsókn almennt mest þegar vindhraðinn var mikill. Dæmi má sjá á meðfylgjandi línuriti fyrir febrúar og mars sem voru illviðrasömustu mánuðirnir sl. vetur. Á verstu dögunum fór aðsóknin þá upp í um 150 á klst. og gerðist það fyrir hádegi en sólarhringsaðsókn fór í 1.000- 1.500. Viss undantekning er e.t.v. 26. mars þar sem ekki var áberandi hvasst. Þetta varhinsvegar miðvikudagur fyrir skírdag, þ.e. síðasti virki dagur fyrir mikið ferðalagatímabil. Þá virtist dreifing aðsóknar innan sólarhringsins benda til að stórhluti hennar væri í atvinnuskyni (líklega mikið ferðaþjónusta, vöruflutningur og lögreglan). Aðsókn var mest á tímabilinu kl. 8-17 en miklu minni á kvöldin. Álag á Internetinu hér innanlands er hinsvegar yfirleitt mjög mikið að kvöldlagi. Stór hluti „kvöldnotenda“ er hins vegar unglingar og aðrir sem ólíklegt er að séu að sækjast eftir svona upplýsingum. Þá má einnig nefna að aðsókn er yfirleitt minni um helgar en virka daga, sérstaklega að sumarlagi. Af einstökum kortum var langmest aðsókn í kort af Suðvestur- landi, Vesturlandi og af landinu öllu og kemur það ekki á óvart í ljósi íbúafjölda á suðvesturhorninu. Aðsókn í aðra landshluta er þó miklu meiri ef miðað er við höfðatölu (en hvort höfðatala skiptir einhverju máli í þessu samhengi er svo annað mál). Aðsókn í einstök kort má sjá í töflu en þess ber að geta að stutt er síðan ensk útgáfa kortanna var sett inn. Að lokum má geta þess að nokkur aðsókn hefur verið frá útlöndum, mest frá Bandaríkjunum, en einnig nokkur frá t.d. Þýskalandi, Hollandi og Norðurlöndunum. Þessi aðsókn hefur þó ekki verið sundur- liðuð nákvæmlega. Búast má við að að- sókn að utan hafi auk- ist eftir að ensk útgáfa af kortunum var sett inn í júlíbyrjun en það hefur þó ekki verið athugað enn enda óvíst að niðurstaðan yrði marktæk eftir svona stuttan tíma. 21.08.1997 Björn Jónsson Vindhraði (m/sek) 16 14 12 10 8 6 4 2 0 Aðsókn/klst. Kort Aðsókn ísl. útgáfa Ensk útgáfa Allt landið (færð) 9.607 187 Allt landið (veður) 7.728 108 Suðurland 4.918 65 Suðvesturland 10.166 46 Vesturland 9.406 19 Vestfirðir 5.716 26 Norðurl. eystra og Austf. 6.931 45 Austurland 5.201 50 Suðausturland 2.101 40 Samtals 61.774 586

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.