Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 06.10.1997, Blaðsíða 3
Göngubrú yfir Miklubraut hjá Rauðagerði á vígsludegi j>ann 29. ágúst 1997.
Göngubrú yfir Miklubraut við Rauðagerði
Bygging göngubrúar yfir Miklubraut við Rauðagerði var sam-
starfsverkefni Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar, en
Reykjavíkurborg sá um framkvæmdina.
Efnt var til hönnunarsamkeppni um framkvæmdina með þátt-
töku fjögurra verkfræðistofa sem fengu hver um sig arkitekta til
liðs við sig við útlitshönnun og landslagsarkitekta til að móta
nánasta umhverfi brúarinnar. Allirþátttakendurí samkeppninni
lögðu sig fram um að skila metnaðarfullum og velútfærðum til-
lögum.
Tillaga frá V erkfræðistofu Stefáns Ólafssonar varð fyrir valinu
og er brúin hönnuð af þeim í samstarfi við Baldvin Einarsson
verkfræðing. Ráðgjafi við útlitshönnun brúarinnar var Ingi mund-
ur Sveinsson arkitekt og Ragnhildur Skarphéðinsdóttur lands-
lagsarkitekt sá um útlitshönnun göngustíga og næsta umhverfis
brúarinnar.
Göngubrúin er 72 m löng stálbitabrú með stálgólfi sem lagt
hefur verið á yfirborðsefni með stömu yfirborði. Brúin fer í boga
yfir akbrautir Miklubrautar og er minnsta hæð undir hana frá
akbraut rúmir 5 m. Brúin er í þremur höfum. Lengsta hafið er
30,5 m, millihafið 25,5 m en nyrsta hafið styst 13,5 m og teygir
það sig inn á túnið norðan Miklubrautar sem tryggir sýn vegfar-
enda um Miklubraut inn á það, útsýni sem að öðrum kosti hefði
lokast vegna leiðigarðanna að brúnni.
Við hönnun brúarinnar og nánasta umhverfis var stefnt að
eftirtöldum markmiðum:
1. Að brúin væri ódýr en uppfyllti ströngustu kröfur til öryggis
vegfarenda.
2. Að burðarvirki brúarinnar virkaði létt og brúin þrengdi ekki
að umferð. Vegna þessa voru burðarbitar brúarinnar skildir
að með lóðréttum stoðum sem nýtast sem hluti handriðs og
haflengdir brúarinnar voru hafðar eins langar og kostur var,
einnig var gólf brúarinnar notað sem hluti af burðarvirki
hennar.
3. Að brúin félli vel að umhverfi sínu og virkaði sem hluti af
því.
4. Að gott aðgengi væri inn á brúna fyrir gangandi og hjólandi
vegfarendur. Til að tryggja þetta er hámarkslengdarhalli
göngustíga hafður 1:20 og uppfy llir þannig kröfur sem gerð-
ar eru vegna þeirra sem bundnir eru í hjólastól.
Verkið var boðið út í tveimur áföngum. Verktaki við gerð
göngustíga og brúarstöpla var Borgarverk ehf. í Borgarnesi en
stálsmíði var í höndum Stálbæjar ehf. í Kópavogi. Eftirlit ann-
aðist Verkfræðistofan Hönnun hf.
Framkvæmdir við gerð brúarstöpla og göngustíga hófust í
ágúst 1996 og lauk þeim verkþætti fyrri hluta júnímánaðar sl.
Vinna við stálsmíði hófst í mars 1997 en því verki lauk nokkru
seinna en gert var ráð fyrir.
Á næstunni verður komið fyrir hæðarhindrunum beggja vegna
brúar til að verja hana fyrir hugsanlegum árekstrum. Þar til
hæðarhindranir verða settar upp eru blikkandi ljós uppi á brúnni
yfir akstursleiðum ásamt því að komið hefur verið upp áberandi
merkingum við akstursleiðir austan og vestan við brúna.
Heildarkostnaður við þessa framkvæmd er áætlaður um 62
m.kr. og fjármagnast úr vegasjóði og borgarsjóði að hluta.
Áætlaður kostnaður við brúna sjálfa ásamt stígtengingum að
henni er um 43 m.kr. og greiðist sá hluti af Vegagerðinni. Aðrar
tengingar við stígakerfi borgarinnar kosta um 16 m.kr. og auk
þess verða settar upp hæðarhindranir í Miklubraut sitt hvoru
megin við brúna og er áætlaður kostnaður við þær um 3 m.kr.
Samhliða framkvæmdum á gatnamótum Miklubrautar og
Sæbrautar er nú unnið að gerð göngustíga sem annars vegar
tengja göngubrúna við aðalgangstígakerfi frá Miklubraut að
Sæbraut við Súðarvog og hins vegar frá Súðarvogi til tengingar
við aðalgöngustígakerfi í Grafarvogi.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við þessa göngustíga ljúki
að mestu 1. október n.k.
Á næstunni hefjast framkvæmdir við gerð undirstaðna og
stígagerð við nýja göngubrú yfir Kringlumýrarbraut á móts við
Sóltún. Reiknað er með að sú brú verði opnuð snemma sumars
1998.
Guðmundur Nikulásson hjá gatnamálastjóra hafði yfirumsjón
með verkinu af hálfu verkkaupa. Fulltrúi Vegagerðarinnar í
verkefninu var Magnús Einarsson.