Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar


Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.10.2000, Page 1

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.10.2000, Page 1
VEGAGERÐIN 18. tbl./OO Undirbúningur jarðgangagerðar Þann 13. maí síðastliðinn var samþykkt á Alþingi jarðganga- áætlun fyrir árin 2000-2004. Tekið er fram að hún skuli felld að vegáætlun og endurskoðuð jafnhliða henni, á tveggja ára fresti. I j arðgangaáætluninni er veitt fé til undirbúnings tveggja verkefna á árunum 2000 og 2001, og til framkvæmda frá og með árinu 2002. Þessi verkefni eru göng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar annars vegar og milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar hins vegar. Miðað er við að kostnaður greiðist úr rikissjóði og að fjár verði aflað sérstaklega í þessu skyni, m.a. með sölu ríkiseigna. Fram kemur, að ákvörðun um útboð þessara verkefna og í hvort þeirra verður ráðist fyrst eða hvort þau verða unnin samhliða, verði tekin þegar rannsóknir eru komnar á góðan rekspöl. Vegagerðin hefur unnið að undirbúningi þessara tveggja verkefna allt frá því Alþingi samþykkti jarðgangaáætlun. Sá undirbúningur by ggir á ýmsum frumrannsóknum sem fram fóru á báðum landsvæðum á undanförnum árum, þar sem einkum var framhald í opnu Niðurstöðun útboða Sólheimavegur (354), Biskupstungnabraut - Stærri-Bæjarafleggjari 00026 Tilboð opnuð 9. október 2000. Suðurlandsumdæmi. Gerð Sólheimavegar (354) frá Biskupstungnabraut að Stærri- Bæjarafleggjara, um 3,1 km. Helstu magntölur eru: skeringar 7.330 m3, fyllingar 32.240 m3, fláafleygar 5.165 m3, neðra burðarlag 14.090 m3, efra burðarlag 3.620 m3, ræsi 222 m, skurðir 975 m3, klæðingar 21.110 m2, girðingar 6,2 km. Verki skal að fullu lokið 1. ágúst 2001. Tilboð Hlutfall Frávik nr. Bjóðandi (kr.) (%) (þús.kr.) 8 Fleygtak ehf., Reykjavík 60.800.000 192,7 37.033 7 Verktækni ehf., Selfossi 34.925.540 110,7 11.158 ... Kostnaðaráætlun Vg. 31.549.600 100,0 7.782 6 Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf. 29.650.300 94,0 5.883 5 S.G. vélar ehf., Djúpavogi 28.871.880 91,5 5.105 4 Sigurjón Á. Hjartarson Brjánsstöðum 27.890.000 88,4 4.123 3 Vörubílstjórafélagið Mjölnir, Árnessýslu 24.252.690 76,9 485 2 Sauðholt sf., Reykjavöllum 23.975.130 76,0 208 1 Ingileifur Jónsson ehf., Svínavatni 23.767.200 75,3 0 Auglýsingar útboða Djúpvegur (61), brýr á Múlaá og Isafjarðará 00 092 Vegagerðin, Vestfjarðaumdæmi, óskar eftir tilboðum í byggingu brúa yfír Múlaá og ísafjarðará á Djúpvegi (61) í ísafirði. Um er að ræða tvær steyptar plötubrýr í tveim höfum með 7,5 m breiðri akbraut og 0,5 m breiðum bríkum beggja vegna. Lengd brúar á Múlá er 30 m en 32 m á ísafjarðará. Helstu magntölur: Múlaá : gröftur 400 m3, grjótvöm 300 m3, mótafletir 1.024 m2, steypustyrktarjám 24.000 kg og steypa 402 m3. ísafjarðará : gröftur 400 m3, grjótvöm 300 m3, mótafletir 800 m2, steypustyrktarjám 24.000 kg og steypa 340 m3. Verki við Múlaá skal að fullu lokið fyrir 30. júní 2001. Verki við ísafjarðará skal að fullu lokið fyrir 15. september 2001. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni á ísafirði og í Borgartúni 7, Reykjavík (móttaka), frá og með mánudeg- inum 16. október 2000. Verð á útboðsgögnum er 3.000 kr. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 mánu- daginn 6. nóvember 2000. Leiðrétting á útgáfudagsetningu Síðasta tölublað var ranglega dagsett 26. september. Rétt dag- setning átti að vera 9. október. J Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar 28. tbl. 8. árg. nr. 237 16. okt. 2000 Ritstjórn og umsjón útgáfu: Viktor A. Ingólfsson Ábyrgðarmaður: Gunnar Gunnarsson Prentun: Gutenberg Ósk um áskrift sendist til: Vegagerðin Framkvæmdafréttir Borgartúni 7 105 Reykjavík (bréfsími 562 2332) eða vai@vegag.is Vegagerðin gefur út Framkvæmdafréttir til að kynna útboðs- framkvæmdir fyrir verktökum. Fyrirhuguð útboð eru kynnt, útboðsauglýsingar eru birtar og greint er frá niðurstöðum og samningum. Auk þess er í blaðinu annað það fréttaefni sem verður til hjá stofnuninni og talið er að eigi erindi til verktaka. Áskrifendur eru m.a. verktakar, verkfræðistofur og fjölmiðlar. Áskrift er endurgjaldslaus.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.