Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar


Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.10.2000, Side 2

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.10.2000, Side 2
framhald afforsíðu unnið að kortlagningu á jarðfræðilegum aðstæðum. Hér er um mjög stórt og viðamikið verk að ræða, alls um 16 km af jarð- göngum auk aðkomuvega og forskála, og heildarkostnaður er áætlaður allt að 8-9 milljarðar. Undirbúningur fer að öllu leyti fram samhliða fyrir bæði verkefnin, og reiknað er með að sam- gönguráðherra taki síðar ákvörðun um hvort þau verða boðin út í einu eða tvennu lagi. Þótt göngin verði boðin út í einu lagi er frekar reiknað með að gangagröftur standi aðeins yfir á öðrum staðnum í einu, þar eð fjármagn á ári miðast við fjárþörf fyrir tvö jarðgangagengi og hagkvæmara er að grafa göng samtímis frá báðum endum. Eftir er að taka endanlega ákvörðun um hvort jarðgöng verða tvíbreið eða einbreið með útskotum til mætinga. Þær rannsóknir sem unnið hefur verið að síðustu mánuði snúa einkum að frekara mati á j arðfræðilegum aðstæðum á j arðganga- leiðum, og gagnasöfnun vegna mats á umhverfisáhrifum. Umfangsmestarhafaveriðsvonefndarkjarnaboranir. Hérverður greint frekar frá rannsóknum á hvoru jarðgangaverkefni fyrir sig. Reyðarfjörður - Fáskrúðsfjörður Fyrsti verksamningur vegna undirbúnings jarðgangagerðar var undirritaður 9. júní 2000, eða tæpum mánuði eftir ákvörðun Alþingis. Það var Ræktunarsamband Flóa og Skeiða sem tók að sér borun rannsóknarhola og lektarprófanir í holunum. í Fáskrúðsfirði voru í júlímánuði boraðar þrjár kjarnaholur, ein liðlega 260 m djúp og tvær 30 m djúpar, til könnunar á berglög- um, og samtals 80 m í 17 loftborsholum til könnunar á þykkt lausra jarðlaga ofaná klöpp. í Reyðarfirði voru kjarnaholurnar 160 m og tvær 25 m djúpar, og loftborsholumar 14 alls 90 m. Borkjarnarnir voru greindir og skráðir jafnóðum og þeir komu upp á yfirborð og þeim komið fyrir í sérstökum kjarnakössum til síðari rannsókna. Lektarprófanir voru alls 32, en þá er vatni þrýst niður í holuna og mælt hvem greiðlega það kemst út í sprunguríberginu. Fyrstu niðurstöður benda til að legajarðlaga og gæði þeirra til mannvirkjagerðar sé í samræmi við þær hugmyndir sem áður höfðu verið lagðarfram, og ekkert sérstakt sem hindrar jarðgangagerð eða eykur áætlaðan kostnað. Megin- einkennin eru þau, að göngin munu verða grafin í berglagasyrpu sem liggur milli tveggja þykkra setlaga, og þarf að reyna að forðast að göngin lendi í þeim. Frekari úrvinnsla, prófanir og skýrslugerð, fer fram í haust og vetur. Niðurstöður rannsóknanna verða einnig notaðar til að ákvarða endanlega staðsetningu jarðgangamunna. Þótt endanleg ákvörðun liggi ekki fyrir er líklegt að munni að norðan verði í um 60 m hæð og að sunnan í um 100 m hæð, og staðsetning þeirra verði aðeins frábmgðin því sem áður var miðað við. Það þýðir að heildarlengd jarðganga verður um 5,6 km, en áður hafði verið miðað við 5,3 km. Á móti styttast bæði forskálar og aðkomuvegir. Þessar breytingar hafa ekki áhrif á áætlaðan heildarkostnað, sem er um 3 milljarðar fyrir tvíbreið göng. Við mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðra fram- kvæmda eru ýmsar rannsóknir yfirstandandi, auk jarðfræðirannsóknanna. Þannig munu niðurstöður fornleifarannsókna liggja fyrir síðar í haust, gróðurfar og fuglalíf hefur verið kannað og niðurstöður munu einnig liggja fyrir úr þeim athugunum nú í haust. Jarðefni til vegagerðar mun að mestu koma úr jarð- göngunum, en væntanlega verður töluvert af um- framefni sem koma þarf fyrir, og hafa nokkrir mögu- leikar verið ræddir í því samhengi. Reiknað er með að svonefnd matsáætlun verði kynnt almenningi og um- sagnaraðilum innan skamms og eftir að hún hefur verið samþykkt af Skipulagsstofnun hefst vinna að hinni eiginlegu matsskýrslu. Á vinnsluferli hennar mun almenningi gefast kostur á að koma með ábend- ingar um fyrirhugaða framkvæmd. Vonast er til að skýrslan liggi fyrir í febrúar/mars, og að úrskurður Skipulagsstofnunar liggi fyrir í júní 2001. Eins og áður kom fram verður unnið að úrvinnslu rannsóknargagna varðandi aðstæður á jarðgangaleið nú í vetur. Þá verður einnig unnið að hönnun allra mannvirkja og gerð útboðsgagna, en það er nokkuð viðamikið verk, enda um alþjóðlegt útboð að ræða. Hugsanlega þarf að bæta við einhverjum lokarann- sóknum sumarið 2001, auk þess sem jafnvel verður fjarlægt laust jarðefni af munnastæðum, þannig að lega klapparyfirborðs sé fullljós. Miðað er við að verkið verði unnt að bjóða út veturinn 2001-2002, með hugsanlega byrjun framkvæmda vorið 2002. Eins og áður sagði er það þó háð síðari ákvörðun um tilhögun útboðs beggja jarðgangaverkefnanna. Reiknað er með að það taki um U/2 ár að sprengja göngin, og að heildarverktími sé um 272 ár. Horft úr vesturhlíð Héðinsfjarðar, norður yfir Héðinsfjarðarvatn. Vegur milli jarðgangamunna er áœtlaður þvert yfir dalbotninn innan við vatnið. Vinnubúðir verktaka í Héðinsfirði.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.