Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar


Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.10.2000, Síða 3

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 16.10.2000, Síða 3
Um 350 m djúp kjarnahola var boruð upp af Grundarkoti, í austurhlíð Héðinsfjarðar. Dœmi um borkjarna þar sem efri hlutinn er úr basaltlögum en sá neðri úr setlögum. Um 260 m djúp kjarnahola var boruð í nánd við fyrirhugaðann jarð- gangamunna nálœgt Dölum í Fáskrúðsfirði. Siglufjörður - Ólafsfjörður Á síðustu árum hefur nokkuð verið fjallað um mismun- andi valkosti við vegtengingu milli þessara staða, þ.e. uppby ggingu vegarumLágheiðiog nokkrar j arðganga- leiðir. Samstarfshópur með fulltrúum allra sveitarfélaga á norðanverðum Tröllaskaga og samtaka þeirra lagði til seint á árinu 1999, að jarðgöng um Héðinsfjörð yrðu valin. Meginröksemdin var sú, að með þeirri út- færslu tengist Siglufjörður við Olafsfjörð og Eyjafjörð á stysta mögulega hátt, og Eyjafjarðarsvæðið í heild verður öflugra mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Samgönguyfirvöldhafalýst sigsamþykkþvíleiðarvali. Samið var við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða um rannsóknarboranir í þessu jarðgangaverkefni. Þar var um tvo verksamninga að ræða, annarsvegar á munna- svæðum í Siglufirði og Olafsfirði og hins vegar í Héð- insfirði. Frá upphafi var ljóst að rannsóknir í Héðinsfirði yrðu flóknar og erfiðar, þar eð ekkert vegasamband er við fjörðinn eða innan hans. Samið var við verktaka á Siglufirði, Stefán Einarsson, um að flytja allan búnað til og frá Héðinsfirði, og aðstoða við flutninga innan fjarðarins. Þá var samið við Björgunarsveit SVFÍ á Siglufirði um flutning á mönnum og vistum meðan á verkefninu stóð. Stefán notaði innrásarpramma til flutninganna, og var tækjum ekið beint af honum í land á fjörukambi í botni Héðinsfjarðar. Flutt var 25 tonna beltagrafa með bor, 22 tonna beltagrafa með skóflu, stór traktor með vagni, sexhjól, vinnuskúr og tjöld til íbúðarogeldunar, gámurmeð áhöldum til við- halds og viðgerða, borstangir, kjamakassar, olíugeymar og ótalmargt fleira. Fara þurfti 8 ferðir til að koma öllu til Héðinsfjarðar, og er óhætt að fullyrða að verkefnið krafðist bæði dugnaðar og útsjónarsemi. Grafan var notuð fyrst til að gera slóð í fjöruborði Héðinsfjarðar- vatns inn að suðurenda þess, ríflega 2 km vegalengd, en óvenjulágt var í vatninu þannig að þessi kostur var valinn í stað þess að fara á grónu landi á bökkum vatnsins. Síðan tók við tæplega 1 km flutningur yfir gróið land inn að staðsetningu vinnubúða, á móts við sjálf borsvæðin í hlíðunum sitthvoru megin. Á þessari leið varð á köflum nokkuð jarðrask, einkum eftir hjólavagna með skúrum og ýmsum búnaði, sem sukku niður þar sem jarðvegur var blautur. Þann 26. ágúst var byrjað að bora 350 m djúpa kjarnaholu í um 130 m hæð í austurhlíð dalsins, upp af eyðibýlinu Grundarkoti. Kjarninn úr þeirri holu sýnir þversnið margraberglaga sem göng milli Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar munu liggja í. Síðan var flutt yfir í hlíðina á móti og 220 m djúp hola boruð, þá um 50 m djúp kjarnahola og loks um 40 loftborsholur til könnunar á þykkt yfirborðslaga, alls um 400 m. Síðan var svo aftur farið yfir í austurhlíðina og boruð 80 m djúp kjarnahola og um 40 loftborsholur til að kanna dýpi á klöpp, alls um 400 m. Loks voru boraðar nokkrar könnunarholur (alls tæplega 200 m) nálægt ánni í dalbotninum, til að kanna líklega undirstöðu brúar. Borverkinu lauk 27. september. Fyrstu niðurstöður benda til að jarðfræðilegar aðstæður séu í samræmi við fyrri hugmyndir og í ágætu meðallagi. Enn er eftir að ákvarðastaðsetningujarðgangamunnaendanlega,en þaðbyggist einkum á snjóa- og snjóflóðaaðstæðum, þykkt yfirborðslaga á munnasvæðum og heppilegri legu vegar milli gangamunna, m.a. með tilliti til náttúrufars. Eftir borverkið var allur búnaður fluttur sömu leið til baka, með sömu aðferðum. Áðurhafði verið reynt að lagfæra nokkuð slóðina sem myndast hafði í gróðurlendi, til að minnka frekari spjöll við seinni flutninginn. Vegagerðin hafði frá upphafi ítrekað við verktaka sína að jarðraski yrði haldið í algjöru lágmarki, en ljóst er að þegar um svo viðamiklar aðgerðir er að

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.