Alþýðubandalagsblaðið - 06.05.1970, Page 3

Alþýðubandalagsblaðið - 06.05.1970, Page 3
Mál, sem krefjast úrlausnar, en verða ekki svœfð með pðgn Á þeim vetri, sem nú er rétt liöinn, ihafa almennar umræður á opinberum vettvangi svo sem blöðum, útvarpi og sjónvarpi verið óvenju líflegar og fjöl- breytilegar. Hefur hin margvíslegustu mál borið á góma og umræður manna hafa einatt borið nokk- urt svipmót þess, að ýmsar hrær- ingar séu uppi í þjóðlífinu, og menn séu í ríkari mæli en oft áður að endurmeta viðhorf sín til gamalla og rótgróinna hug- mynda, Almennar umræður um Kvennaskólamálið, sem svo nefndist í daglegu tali, voru sem kunnugt er óvenju snarpar, og þær urðu m. a. til þess að beina sjónum manna að öðru vanda- máli ólíkt mikilvægara, að þjóð- félagslegri stöðu íslenzkra kvenna. I þeim efnum sýnist vitanlega sitt hverjum, en það er enginn vafi á því, að umræður um þessi mál, sem svo mjög hafa verið í sviðsljósinu, hafa náð að svipta hulu blekkinga og rangra hug- mynda frá augum fjölmargra. Athyglin hefur í vaxandi mæli beinzt að þeirri staðreynd, að hlutdeild íslenzkra kvenna í op- inberu lífi er ótrúlega lítil og að miklum mun minni en í grann- löndum okkar. Það verður æ fleirum ljóst, hve því fer víðs fjarri, að um raunverulegt, virkt jafnrétti sé að ræða í okkar þjóðfélagi. Mörgum hefur orðið að spyrja, hvernig í ósköpunum geti staðið á því, að við séum ekki komin lengra áleiðis að því marki eftir rúmlega hálfrar ald- ar tímabil lagalegs jafnréttis, og margt bendir til þess, að fram- farasinnuð hreyfing sé í upp- siglingu. Á þessum vetri hefur einnig gætt nokkurrar ólgu í röðum ís- lenzks námsfólks. Hefur komið fram töluverð gagnrýni af þess hálfu á skólakerfið og stefnuna í íslenzkum menntamálum. Nú nýverið hefur þessi ólga sem kunnugt er magnazt með námsfólki heima og erlendis. Hafa aðgerðir íslenzkra náms- manna í Svíþjóð, sem einnig hef- ur verið fylgt eftir í Danmörku og Noregi, hrundið af stað skriðu, og er ekki séð fyrir hvaða stefnu hún kann að taka. Verður ekki annað sagt en að- gerðir unga fólksins hafa vakið athygli, og er ekki örgrannt um, að sumir hafi fyllzt hneykslun og vandlætingu. Það er eins og fyrri daginn, að margir hafa freistazt til að einblína í smáat- riðum á þær baráttuaðferðir, sem unga fólkið ihneigðist að, rétt eins og þær í sj álfu sér væru mergurinn málsins. Skyldu þeir samt ekki vera fleiri, sem af þessu tiléfni spyrja, livers vegna námsmennirnir hafi talið sig til þess knúða að beita fyrir sig svo einbeittum aðgerð- um? Ennfremur spyrja margir, hvar komið sé okkar skóla- og fræðslumálum, hvort í mennta- málum okkar hafi ráðið ferðinni viturleg stefna og framsýn. Það fer varla hjá því, að það hafi vakið athygli, að námsfólk- ið er ekki að krefjast neinna sérréttinda sér til handa. Þvert á móti átelur það harð- lega, að vissir hópar í þj óðfélag- inu skuli njóta óeðlilegra for- réttinda, og tekur skelegga af- stöðu gegn þeirri ískyggilegu þróun síðustu ára, sem hefur hindrað efnalítið fólk í því að stunda langskólanám, en gert menntunina að forréttindum hinna efnuðu. Námsfólkið krefst þess fyrst .og fremst, að á nám sé af hálfu stjórnarvalda litið sem ihvert annað nytsamt starf í þjóðfélagsins þágu, sem beri samkvæmt því að meta til launa. I ljósi þessa viðhorfs krefst það þess að sitja við sama borð og aðrir vinnandi þjóðfélags- þegnar. Hér heima hafa komið fram af hálfu ýmissa aðila samþykkt- ir og yfirlýsingar til stuðnings þessum sjónarmiðum. Þeir eru margir, sem gera sér ljóst, að lengi hefur verið háð hljóðlát barátta og í bezta máta kurteisleg, þar sem námsfólk hef ur reynt að rétta sinn hlut. Það hefur lítið frétzt af bréfaskrift- um og plöggum ýmis konar, sem send hafa verið til stjórn- valda. Þegar þau þverskallast svo við og daufheyrast endalaust við réttmætum tilmælum, er mót- mælaaðgerðum beinlínis boðið heim. Meðan sú afstaða varir, er hætt við, að sú kyrrð verði rof- in, sem menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, óskar eftir að fái að ríkja urn þessi mál. Islenzkir námsmenn heima og erlendis eru mjög svo líklegir til þess að rjúfa svefnfriðinn fyrir ráðamönnum íslenzkra mennta- mála. S. G. Kosningasjóðurinn Stuðningsmenn Alþýðubandalagsins eru vin- samlega minntir ó kosningahappdrættið. Skrif- stofa G-listan, Strandgötu 6, sími 2-17-74, hef- ur miðana til sölu og dreifingar. Miðinn kostar 100.00 krónur. HÚSEIGNIN STRANDGATÁ 5 er til sölu og niðurrifs í því ástandi sem húsið er nú. Miðað er við að húsið sé fjarlægt og grunnur jafnaður fyrir 13. júní n.k. Upplýsingar um húsið veitir Agúst G. Berg, arkitekt, milli kl. 10.30 til 12.00 f. h. daglega í síma 21000. Tilboð sendist undirrituðum fyrir 5. maí n.k. Bæjarstjórinn á Akureyri, 20. apríl 1970. BJARNI EINARSSON. VINNUSKÓLI Vinnuskóli verður starfræktur á vegum Akureyrarbæj- ar í sumar frá júníbyrjun og fram í september fyrir unglinga fædda árið 1954—1955. Vinnutími er áætlaður þannig: 1. flokkur frá kl. 8—-12 f. h. 2. flokkur frá kl. 13—17 e. h. Skipt vikulega. Greitt verður sama kaup og í Vinnuskóla Rvíkur. Unnið verður við hreinsun á bæjarlandinu: opnum svæðum í hænum, meðfram götum, í skógræktum, íþróttavelli, golfvelli o. fl. Umsóknum veitt móttaka í Vinnumiðlunarskrifstof- unni Strandgötu 7, sími 1-11-69, dagana 5. til 14. maí frá kl. 1—5. GARÐYRKJUSTJÓRI. jungir velja VAIASH hreinna ávaxtabragö frá mk Rúðugler Frá Raznoexport, U.S.R.R. 2, 3, 4, 5 og 6 mm. — A og B gæðaflokkar. Mars Trading Company h.f. Laugaveg 103 — Sími 1-73-73 Abyrgðarmaður: Rósberg G. Snœdal KOSNINGABLAÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS — 3

x

Alþýðubandalagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðubandalagsblaðið
https://timarit.is/publication/1640

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.