Alþýðubandalagsblaðið - 06.05.1970, Síða 4

Alþýðubandalagsblaðið - 06.05.1970, Síða 4
KAUPDEILUR OG KOSNINGAR Framundan er nú, jafnt á Ak- ureyri sem annarsstaðar á Is- landi, harðvítug, tvíþætt stétta- barátta: kaupdeilur og kosning- ar. Framtíðin veltur á því að verkalýður og allt vinnandi fólk skipi sér einhuga í fylkingu til þessara átaka við afturhaldið heima og erlendis, átti sig á því til fulls hvað í 'húfi er og sýni yfirstéttinni útlendu sem inn- lendu afl og vald sameinaðrar al- þýðu. Gengislækkunarhótanir valdhafanna. Hvernig er komið högum launafólks á því herrans ári 1970 — og hverjir bera ábyrgð á því hvernig komið er? Á árinu 1967 komst kaup- máttur tímakaups ekki upp í hið sama og verið hafði 1947, þrátt fyrir látlausa haráttu verkalýðs í kaupdeilum tveggja áratuga. Valdamenn landsins höfðu svar- að hverri kauphækkun verka- fólks með verðbólgu og gengis- lækkunum, — hækkað dollarinn úr 6.50 kr. upp í 38 kr. og 1967 og 1968 tóku þessir valdhafar, fulltrúar erlendrar og innlendrar atvinnurekendastéttar, á honum stóra sínum: hækkuðu dollar- inn upp í 88 kr., leiddu stór- aukna dýrtíð yfir almenning, rændu verðgildi sparifjár, leiddu atvinnuleysi yfir landsmenn — og skertu með öllum þessum að- gerðum lífskjör launafólks svo að flestar fjölskyldur alþýðu- stéttar hafa fundið alvarlega fyrir því. Hver er yfirstjórn þessara harðvítugu, stöðugu árása á lífskjör íslenzkrar alþýðu — eins og þær birtast áþreifanleg- ast í hinurn endurteknu gengis- lækkunum? Það er ameríska bankavaldið, sem allt frá því „Marshallhj álp- in“ hófst hér heima 1947, hefur krafizt þess að ráða gengi ís- lenzkrar krónu. Slíkt var sett inn í Marshallsamninginn 1947, framkvæmt við gengislækkunina 1950 — og þess krafizt þá að við hverja kauphækkun yrði gengið „endurskoðað“. Árið 1961 var Alþingi með gerræðis- lögum svift gengisskráningar- valdinu og dollarinn hækkaður um það sama — 13.4% — sem verkalýðurinn hafði hækkað kaupið um. Og síðan hefur árás- unum ekki linnt og er því svo komið, sem komið er: kaupkúg- un, atvinnuleysi, landflótti. Kaupbaróttan. Verkalýður Akureyrar sem og alls Islands mun risa upp til baróttu nú í maí til þess a3 knýja fram stór- hækkað kaupgjald og fulla vísitölu. Hnn á einskis annars úrkosta eins og nú er að honum búið. Og hann mun sigra í þeirri baróttu. En hvert verður svar vald- hafanna við þeim sigri verka- lýðsins, — ef þeir þora? Landsstjórarnir i stjórnarróðinu, bankastjórn Seðlabankans, — jafn- vel hagfræðiprófessorar við hóskól- onn — hóta nú þegar gengislækk- un, ef verkalýðurinn dirfist að rétta Alpýðubandalagið og kosningarnar 31. maí — Alþýðubandalagið er flokkur ís- lenzkra sósíalista. Það er hlutverk lians að vernda og treysta sjálfstæði þjóðar- innar og koma á sósíalisma á Islandi. — Flokkurinn fordæmir einræði og kúgun, hvar sem er í heiminum, og styður ein- dregið baráttu alþýðu manna um heim allan fyrir friði, lýðræði og sósíalisma. Það kemur æ betur í ljós, að „hið frjálsa framtak,“ eins og það heitir á máli auðvaldsflokkanna, er alls ófært til að leysa vandamál samtímans. Æ ofan í æ verða bæjarfélögin og ríkisvaldið að hlaupa undir bagga með einkafyrirtækj- unum þegar „eigendur“ þeirra hafa gef- ist upp og komið öllu á kaldan klaka. Hér á Akureyri höfum við ljósust dæmi um þetta, og þarf ekki nein nöfn að nefna. — Þegar svo er komið, þykir ein- staklingum og flokkum „hins frjálsa framtaks“ sjálfsagt að þjóðnýta tapið, m. ö. o.: láta almenning taka á sig byrð- arnar. Við, sem erum í forsvari fyrir Alþýðu bandalagið hér á Akureyri, teljum þetta alranga stefnu, ef stefnu skyldi kalla. Við segjum: atvinnumál og fjárhagsmál bæjarins verða aðeins leyst með félags- legu átaki. Þess vegna ber að stefna að bæjar- eða ríkisrekstri á öll stærri at- vinnufyrirtækjum, en hætta þeirri sveita- styrkja-pólitík, sem rekin hefur verið af ráðandi öflum í bæjarstjórn og ríkis- stjórn. Alþýðubandalagið hefur aldrei verið liðsterkt í bæjarstjórn Akureyrar, en þó hefur það átt frumkvæði að mjög mörg- um framfaramálum og getað með rökum og eftirrekstri knúið skilningslitla og værukæra andstæðinga til fylgis við þau. Nú er hlutur Alþýðubandalagsins í mikilli hættu, vegna pólitískra ævintýra manna, sem hlupust úr flokknum á miðju kjörtímabili. Ég vil með þessum fáu orðum mínum skírskota til dómgreindar allrar alþýðu hér í bæ. Ég hvet fólk til að gaumgæfa rækilega fyrir bæjarstjórnarkosningarn- ar, hvort það á ekki samleið með Alþýðu bandalaginu og vilji síðan tryggja það með atkvæði sínu, að róttækasta stjórn- málaaflið geti framvegis látið nokkuð að sér kveða í bæjarstjórn Akureyrar. Aiþýðubandalagið er heldur illa sett með blaðakost, eins og öllum bæjarbúum mun kunnugt. Það hefur heldur ekki fjár- magn til mikillar blaðaútgáfu fyrir kosn ingarnar. Því vil ég að síðustu biðja les- endur þessa blaðs, að kynna sér þau litlu drög að stefnuskrá okkar, sem sett eru fram hér í blaðinu. Rósberg G. Snœdal. hlut- sinn: fara fram úr því í kaup- hækkun sem þeim hóu herrum þyki hóflegt handa sauðsvörtum almúg- anum. Það má vissulega segja að heggur þá sá, er hlífa skyldi, þegar jafnvel bankastjórar ríkis- banka, sem eiga að varðveita verðgildi sparifjár, hóta að ræna því: rýra verðgildi verkakaups og sparifjár með gengislækkun. Hvernig getur verkalýðurinn og annað launafólk svarað svona hótunum um að gera kauphækk- anir að engu? Þeim er aðeins hægt aS svara á stjórnmálasviðinu: í kosning- um, með því að veita gengis- lœkkunarflokkunum slíka ráðn- ingu að þeir þori ekki að ræna verkalýð kauphækkuninni. St-jórnmálabaráttan. íslenzkir sósíalistar eru eini flokkurinn, sem alltaf hefur hik- laust og djarft leitt alþýðuna fram til sóknar fyrir betri lífs- kjörum og afhjúpað öll véla- brögð útlends ög innlends aft- urhalds gegn henni. Það var flokkur íslenzkra sósialista, Sósíalistaflokkurinn, sem af stór hug og framsýni knúði fram ný- sköpun atvinnulífsins á sínum tíma, — og lagði þá m. a. grund völlinn að togaraútgerð og hrað frystihúsi á Akureyri. Það var flokkur íslenzkra sósíalista, Sósíalistaflokkurinn og Alþýðu- handalagið, sem — meðal ann- ars með þátttöku í ríkisstjórn tví vegis — knýttu þau miklu við- skiptasambönd við Sovétríkin, sem orðið hafa svo mikilvæg undirstaða iðnaðar á Akureyri. 1 daa þegar lokur hafa verið dregnar frá hurðum og er- lendum auðfélögum hleypt inn í íslenzkt efnahagslíf í svo ríkum mæli að brátt verða þau sterkari að fjármagni en öll atvinnurek- endastéttin íslenzka, — þá er það flokkur íslenzkra sósíalista, Al- þýðubandalagið, sem hvetur alla íslenzka alþýðu til að fylkja sér saman hæði í kaupdeilum og kosningum gegn þeim erlendu og innlendu afturhaldsöflum, sem arðræna nú alþýðu landsins og ofurselja hana erlendu valdi. Al- þýðan þarf að sameina í eitt lífs kjaraharáttu sína og sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar. Oðruvísi vinnst ekki fullur sigur, þegar erlent bankavald hefur læst hel- greipum sínum um efnahagslíf landsins og erlend auðfélög eru orðin fj ársterkasta aflið í at- vinnulífi íslands. Þótt bæjarstjórnarkosningar þær sem nú fara í hönd séu fyrst og fremst háðar um bæjarmála- -pólitík hvers hyggðarlags, þá verða þœr um leið, — sökum þess hvernig á stendur: kaupdeil urnar og þingkosningar á næsta leyti, — aflraun milli alþýðu og yfirstétta. Verkalýðurinn og launafólk allt þarf að tryggja með stórsigri í kosningunum þann sóknarsigur, sem verður að vinnast í kaupdeilunum, ef það á að verða lífvænlegt fyrir vinn- andi fólk í þessu landi. Og það þýðir að alþýðan þarf að fylkja sér um sitt Alþýðubandalag í kosningunum af sama krafti og hún fylkir sér um verkalýðssam- tök sín í vinnudeilunum. Alþýðan á Akureyri þarf að fylkja sér einfauga um sitt Al- þýðuhandalag í kosningunum, til þess að festa þar með þann sigur, sem hún verður að vinna í kaupdeilunum. Alþýða Akureyrar hefur áður sýnt það, er reynt var að sundra röðum hennar, þegar lífsbarátt- an var hvað hörðust, að hún þjappaði sér því þéttar saman um flokk sinn og samtök sem baráttan var harðari — sem nauðsynin var meiri. Það er trú mín og von að hún geri það enn. Einar Olgeirsson. Listi Alþýðubandalags- ins er G-listinn Kosning utankjörstaða er hafin. Állir stuðn- ingsmenn Alþýðubandalagsins, sem ekki verða heima á kjördegi, 31. maí, kjósi sem fyrst hjá bæjarfógeta. Látið skrifstofu Alþýðubandalagsins, Strand- götu 6, vita um þá, sem kosningarétt hafa hér, en dvelja annars staðar. Sími skrifstofunnar er 2-17- G-LISTINN LISTI ALÞÝÐUBANDA- LAGSINS. 4— KOSNINGABLAÐ ALÞÝÐUBANDALAGSINS

x

Alþýðubandalagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðubandalagsblaðið
https://timarit.is/publication/1640

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.