Alþýðubandalagsblaðið - 06.05.1970, Síða 5
Rógtnngurn
or dffiimi m
sjdlfnr
Leikfélag Akureyrar hefur í
vetur starfað af miklum dugn-
aði, eins og raunar oft áður. Og
það er ekki verið að vanmeta
okkar góðu leikara, sem við
stöndum í þakkarskuld við, þó
að viðurkennt sé, að mikill feng
ur hefur verið að því unga, leik
menntaða fólki, sem með þeim
hefur unnið á þessu leikári, og
gert verkefnum sínum skil með
ágætum.
Fólk getur vitanlega haft mis
munandi skoðun á því, hvort til
bóta hafi verið — eða hið gagn-
stæða — að fella örfáar máls-
greinar úr Gullna hliðinu, og
hvort englarríir hafi verið nógu
flugfálkalegir eða fjandinn ekki
óþarflega aðsópsmikill á sviði.
Eins getur menn vonandi
greint á um það, hvort leikari
þurfi endilega að vera íhalds-
maður, eða þá að minnsta kosti
krati, til þess að sannir leikhús-
unnendur geti notið þess að
horfa á hann á sviði og látið
hann njóta réttlátrar viðurkenn-
ingar. jafnvel um slíka hluti
ætti að vera mögulegt að ræða
á mannsæmandi hátt.
En hlutverkarígur, öfund og
pólitízkt ofstæki er vissulega
ekki grundvöllur til að byggja
á sanngjarna gagnrýni.
í vetur hafa verið að birtast
í íhalds- og kratablöðum nafn-
laus furðuskrif og hafa höfund-
ar þeirra auðsjáanlega látið
stjórnast af öllu þessu. Þeir
hafa ekki verið að gagnrýna leik
ritaval eða frammistöðu leikar-
anna, heldur ráðist að þessu
unga leikfólki með persónuleg-
um dylgjum og málefnasnauð-
um óhróðri. Einkum hefur hinn
ungi og bráðefnilegi leikari Arn
ar Jónsson verið lagður í ein-
elti á þennan hátt, af einhverj-
um annarlegum hvötum. I Al-
þýðumanninum birtist t. d. ný-
lega skrif af þessu tagi og ritað
í hreinræktuðum rógberastíl og
það liggur við að maður verði
að álíta, að höfundurinn sé að
gera sér upp átakanlega flónsku
til þe,ss að verða síður þekktur.
Raunar skiptir engu máli
hvað hann heitir, maður sá, því
að það er svo langt frá því að
hann tali fyrir hálft leikfélagið
og fjölda bæjarbúa, eins og
hann vill vera láta, enda mælir
varla nokkur maður bót svona
aðferðum.
Yitanlega finnast alltaf ein-
hverjir, sem þykir þægilegt að
skríða bak við dulnefni og
Framhald á blaðsíðu 2.
';í
B
f?
|
8
i
1
|
I
|
1
I
I
|
8
|
8
8
8
|
8
|
I
I
1
i
I
ii
*
I
8
I
I
i
I
ii
I
I
1
I
|
8
|
I
i
i
I
-.5
P'/
I
I
B
8
|
I
y
Á þessu vori er gengið til
kosninga við þær aðstæður, að
framundan eru stórfelld átök í
kjaramálum.
Innan skamms renna út gild-
andi samningar verkalýðsfélag
anna, og búast þau nú til at-
lögu.
Má með sanni segja, að oft
var þörf, en nú er nauðsyn að
'hefja sókn fyrir bættum launa-
kjörum.
Það er kunnara en frá þurfi
að segja, að lífskjör alls þorra
manna hafa farið hraðversn-
andi, og er nú svo komið, að
laun hér á landi munu almennt
vera allt að þriðjungi til helm-
ingi lægri en í nágrannalönd-
um okkar t. d. á Norðurlönd-
um.
Það er af sú tíð, er fólk kom
hingað erlendis frá í atvinnu-
leit. Aftur á móti hafa Islend-
ingar nú á síðari árum leitað í
stríðum straumum af landi
burt til þe,ss að geta séð sér og
sínum farborða. Það er ískyggi
lega stór hópur íslendinga,
sem hefur séð þann kost vænst-
an að hyggja á varanlega bú-
setu erlendis.
I þeirri staðreynd, að svo
stór hópur manna sem raun ber
vitni, skuli telja afkomu sína
betur tryggða með því móti,
felst þungur áfellisdómur yfir
þeirri stjórnarstefnu, sem rekin
hefur verið í landinu hin síð-
ari ár.
Hér birtist í skýru Ijósi vax-
andi vantrú manna á framtíð-
armöguleikum íslenzks þjóð-
félags.
Menn efast um, að hér fái til
frambúðar staðizt efnahags-
lega sjálfstætt íslenzkt þjóðfé-
lag, sem tryggi þegnum sínum
lífvænleg og batnandi lífsskil-
yrði svo og aðstöðu til mennt-
unar og menningarlífs svo sem
bezt gerist með þeim þjóðum,
sem við berum okkur iðulega
saman við og teljum okkur
skyldastar.
Það er löngu viðurkennd
staðreynd, hve því fer víðs
fjarri, að almenn laun verka-
fólks og raunar launþega upp
til 'hópa, hrökkvi fyrir brýnustu
lífsnauðsynjum.
Það er svo langt gengið, að
sjálfir landsfeðurnir játa, að
úfbóta sé þörf, tala um „bata“
í efnahagslífinu og að laun
verði reyndar að hækka, en
hve mikið spyrja menn.
Þau 5.2%, sem aldraðir og
öryrkjar fengu í sinn hlut gefa
sízt til kynna, að markið sé sett
sérlega hátt af hálfu stjórnar-
valda.
Sum hinna stærstu verkalýðs
félaga hafa sett fram kröfur sín
ar í stórum dráttum, að sjálf-
sögðu mun hærri, og ætti eng-
um að ofbjóða þær miðað við
alla þá skriðu verðhækkana,
sem dunið hefur yfir í seinni
tíð.
Það er vafalaust, að verka-
lýðsfélögin njóta nú víðtækari
stuðnings og viðurkenningar á
réttmæti kröfugerða sinna en
nokkru sinni fyrr. Eiga þau nú
leikinn að fylgja kröfum sínum
fast eftir.
I þeirri kjarabaráttu, sem nú
fer í hönd, er raunverulega ver-
ið að takast á um grundvallar-
atriði, sem munu hafa afdrifa-
Soffía
Guðmundsdóttir:
Hins vegar hafa sézt óræk
merki þess einkum nú í seinni
tíð, að nokkurt rót sé á hugum
manna.
Margt bendir til þess að
menn séu í vaxandi mæli farnir
að leita orsakanna fyrir versn-
andi hag sínum í sjálfri gerð
þjóðfélagsins, í óhagkvæmri
og ranglátri þjóðfélagsskipan,
séu farnir að grafast fyrir um
rætur meinsins.
Það er einnig athyglisvert,
að farið er að gæta verulegrar
samstöðu með hópum, sem áð-
ur hafa ekki tengt hagsmuna-
baráttu sína saman.
Islenzkt námsfólk heima fyr
ir og erlendis hefur réttilega
bent á það, að hagur þess í
bráð og lengd er-algerlega sam-
ofinn hagsmunum verkalýðs-
stéttarinnar og nauðsyninni á
1 þessum kosningum er tek-
izt á um það, hvernig stjórnar-
stefna skuli ríkja í landinu sem
heild, hvort stefnt skuli að end-
urnýjun atvinnutækja og al-
hliða, skipulagðri uppbyggingu
atvinnuveganna eða hvort at-
vinnuvegir landsmanna skuli
látnir níðast niður.
Það er stjórnarstefnan á
landsmælikvarða, sem er alls
ráðandi um framvindu atvinnu
mála á hverj um stað, hún mark
ar forsvarsmönnum svið at-
hafnanna, þröngt eða rúmt og
ræður úrslitum um atvinnuör-
yggi og alla lífsafkomu fólks.
Það er kosið um lífskjör
fólks, hvort þær kjarabætur,
sem launþegum tekst með
meira og minna hörðum átök-
um að knýja fram, skuli verða
varanlegar eða jafnharðan af
Nú þarf að vinnast
meira en »varnarsigur«
rík áhrif á þróun mála í fram-
tíðinni.
Það er á.stæða til að ætla, að
íslenzk stjórnarvöld hugsi sér
að 'halda kaupi hér á landi inn-
an vissra marka, þótt þau geri
sér jafnframt ljóst, að nokkrar
kjarabætur eru óhj ákvæmileg-
ar.
Það er talað um að fara gæti
lega í sakirnar, flýta sér hægt
eins og það heitir. Þetta þýðir
ofur einfaldlega það í fyrsta
lagi, að hér á Islandi á um
langa framtíð að vera lág-
launasvæði, sem hafi þ. a. 1.
visst aðdráttarafl fyrir erlent
fjármagn, þar sem erlendum
auðfélögum þyki fýsilegt að
festa fé til stóratvinnurekstrar
vegna hins lága kaupgjalds
verkafólks. I annan stað er aug
Ijóst, að íslendingar, ,sem hafa
alla tíð með nokkrum rétti tal-
ið þjóðfélagi okkar það til gild-
is, að hér gæti minni stéttaskipt
ingar en með öðrum þjóðum,
sigla nú hraðbyri í átt til þeirra
þjóðfélagshátta, sem skipta
þegnunum æ meir í ríka og fá-
tæka og gera t. d. aðstöðúna til
menntunar að forréttindum
efnafólks.
stórbættum lífskj örum launa-
stéttanna í heild. Af hálfu verka
lýðshreyfingarinnar hefur
einnig komið fram stuðningur
við réttmætar kröfur náms-
fólks, sem hníga að því að öll-
um verði tryggðir jafnir mögu
leikar til þroska og menntunar.
Því er nú nokkuð haldið á
loft af hálfu hinna ráðandi
afla, að á bæjar- og sveitar-
stjórnarkosningar beri ekki
endilega að líta í pólitísku sam-
hengi. Þær eigi lítt skylt við al-
menna stjórnmálaþróun í land
inu og þær taki einkum til stað
bundinna málefna á hverjum
stað.
Það er í sjálfu sér einkar at-
hyglisvert, að stjórnarflokkarn
ir skuli telja hag .sínurn í kom-
andi kosningum bezt borgið
með því að beina sviðsljósinu
frá eigin stjórnarstefnu, geyma
„afrek“ sín að tjaldabaki með-
an lotan stendur yfir.
Þannig er reynt að beina at-
hygli manna frá hinu raunveru
lega inntaki kosningabarátt-
unnar, sem vitanlega nær langt
út fyrir tiltölulega þröngan
ramma þess, sem kalla má bæj-
ar- og sveitarstjórnarmál.
þeim teknar og gerðar að engu
af ríkisvaldi, sem einlægt er í
andstöðu við launastéttirnar.
I þessum kosningum fara
fram átök um það, hvort verka-
lýðshreyfingunni og launastétt-
unum í heild tekst að sækja
fram til aukinna pólitískra
áhrifa, hvort þeim tekst að
hnekkja núverandi stjórnar-
stefnu og knýja fram breytta
stjórnarhætti, sem horfa til
heilla fyrir landsmenn í heild.
Alþýðubandalagið er lang-
öflugasti verkalýðsflokkurinn í
landinu og sá flokkur, sem einn
hefur möguleika á því að verða
meginaflið í andstöðuni við þá
afturhaldsstefnu, sem ríkt hef-
ur í landinu undanfarin ár, og
getur þannig náð að verða ráð-
andi afl í íslenzkum stjórrunál-
um.
Um Alþýðubandalagið verða
þeir að fylkja sér, sem vilja
tryggja varanlegar kjarabætur
sér til handa, batnandi lífskjör
og sókn til efnahagslegra og
menningarlegra framfara.
Fyrir þeirri þjóðhagslegu
nauðsyn verða minni háttar
ágreiningsatriði að víkja.
UIHRÆÐUFUMDIIR
diii Ixejanndliistcfnaskrd Alþýðabandalagsins og kosniogoroor
verður í Félagsheimilinu Þingvallastræti 14, í kvöld, miðvikudag, kl. 8.30 e. h. — Efstu menn G-listans
og stefnuskrórnefnd sitja fyrir svörum og óska eftir óbendingum.
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ.
KOSNINGABLAÐ ALÞÝÐU BAN DALAGSINS — 5