Alþýðubandalagsblaðið - 06.05.1970, Side 8

Alþýðubandalagsblaðið - 06.05.1970, Side 8
Kosningaskrifstofa Álþýðubandalagsins er í Strandgötu 6. Hún verður opin allo virka daga frá kl. 1—22 e. h. Sími skrifstofunnar er: 2-17-74. Hafið samband við skrifstofuna. Þar liggur kjörskrá frammi. »B|örn ií brotnu mkipi« ORÐ 0« EFIVDIB Það er nú berlega að koma í ljós, sem kunnugir vissu reyndar frá upphafi, að „hreyfing“ þeirra Björns Jónssonar og Hannibals Valdemarssonar, er hlaut í skírninni nafnið: „Sam- tök frjálslyndra og vinstri manna“, er næsta rýr í roði og varla umtalsverð utan kjördæma þeirra sjálfra, þ. e. a. s. Akur- eyrar og Reykjavíkur. Það þurfti raunar engum að korna á óvart. þótt Birni Jóns- syni tækist að brjóta talsvert skarð í fylkingu Alþýðubanda- lagsins hér á Akureyri, eins og honum vissulega tókst í fyrra vetur þegar ósköpin gengu á, en hitt er jafn víst að hagur Strympu hefur ekki hækkað síð- an, heldur farið sílækkandi. Þrátt fyrir mikinn fyrirgang og áróður, að ógleymdum stuðn- ingi og auglýsingaþj ónustu stjórnarflokkanna, hefur þeim félögum ekki tekizt að safna um sig eða „samtökin“ neinu fylgi í heilum landshlutum, — og nú liggur það fyrir, að þeim hefur Framhald á blaðsíðu 2. Það vantar ekki að málpípur og málgögn Framsóknarflokks- ins taki nú kröftuglega undir kröfur verkalýðsfélaganna um kauphækkanir, — og vissulega skal slíkt liðsinni metið og þakkað. En, því miður, verða menn jafnframt að hafa í huga þá staðreynd, að nú er Framsókn í stjórnarandstöðu — og sveita- stjórnarkosningar standa fyrir dyrum. Þess vegna er ekki alveg víst, þótt ræða þeirra sé já já þessa stundina, að hún geti ekki breytzt í nei nei þegar til alvör- unnar kemur. Hér í bæ ráða Framsóknar- menn yfir stærstu atvinnufyrir- tækjunum, bæði sem stærsti flokkurinn í bæjarstjórn og ráð- andi afl hinna mörgu og miklu samvinnuf yrirtækj a. Þeir geta því ráðið því, hverj- ar undirtektir sanngjarnar kröf- ur verkafólksins hljóta við samn ingaborðið næstu vikurnar. I fyrra, um svipað leyti, kusu Framsóknarmennirnir að standa við hlið íhaldsins í Vinnuveit- endasambandinu og neita lág- launafólki um réttmætar bætur fyrir tvennar gengisfellingar og óðaverðbólgu. Þá höfðu SÍS- fyrirtækin hér grætt milljóna- fúlgur, aðeins á gengisfellingun- um, og höfðu því sérstaka að- stöðu til að koma á móts við kröfur verkafólks. En þeir létu það vera. Jón Marteinsson sagði: „Trúðu aldrei ófullum Islend- vissulega Nú er Framsókn undir kosningaáhrifum, mælir fagurlega og meinar sjálfsagt gott, — en það kann að renna af henni (eins og Púntilla gósseig- anda) og þá kemur annað hljóð í strokkinn. Verkafólk, treystið Framsókn- armönnum þá fyrst —- þegar þeir hafa haft forustu um samn- inga við ykkur. R. G. Sn. Stefna Álþýðubandalagsins í bæ|armálum Akureyrar Er það rétt: að sjólfur nómsstjórinn á NorS- urtandi, sé „Þytur" í AMen — og sé nú væntanleg „yfirlýsing" fró honum, þess efnis, a3 þótt hann sé „mól- efnalega samþykkur" níðinu um Leikfélag Akureyrar, hafi hann ekki skrifað það?! að eftir miklar sviftingar á skrif- stofum AMens og Alþýðu- flokksins, hafi niðurstaðan orðið sú, að hafna Hauk Har- aldssyni tæknifræðing — og halda Sigurjóni? að Erlingur eigi við nýju hafnar- framkvæmdirnar sunnon Strandgötu, þegar hann segir að „Framsóknarmenn stjórni nú meiri framkvæmdum í bæn um en menn hafi úður þekkt"?! að tekjur Braga Sigurjónssonar hafi aðeins aukizt um 5.2% á sl. óri? ATVINNUMÁL. Alþýðubandalagið telur, að það sé höfuðskylda ibæjarstjórnar- innar á hverjum tíma að leitast við að fullnægja þeirri sjálfsögðu kröfu, að hver starfhæfur maður hafi verk að vinna — og að ör- yggisleysi því og öfbirgð, sem tímabundinn eða varanlegur at- vinnuskortur veldur, sé bægt frá. Trygg atvinna og fjölbreytni at- vinnugreina er jafnt undirstaða að traustum og heilbrigðum efna- hag bæjarfélagsins, sem einstaklinga og fjölskyldna innan þess. Aljiýðubandalagið bendir á þá augljósu staðreynd, að stéttaþjóð- félagið og einstaklingsframtakið megna aldrei að tryggja jafnrétti og öryggi þegnanna. Æ ofan í æ verða sveitarfélögin eða ríkisvald- ið að hlaupa undir bagga og „bjarga“ einstaklingsfyrirtækj unum á síðustu stundu, þegar þau riða til falls. Oft virðist þessi „björgun“ miðast við það fyrst og fremst, að bjarga vissum mönnum á viss- um stöðum, — og björgunarlaunin eru ætíð sótt í vasa skattþegn- anna. Af þessu hafa Akureyringar fengið sinn skerf að undanförnu — og vel það, eins og kunnugt er. Alþýðubandalagið telur þess vegna einsýnt, að stærstu atvinnu- fyrirtækin þuríi að komast undir stjórn og umsjá 'bæjarfélaga eða ríkis. Framtíðarlausnin sé aðeins ein: þjóðnýting og sósíalismi. Alj)ýðubandalagið telur það þýðingarmest, að bæjarstjórn Ak- ureyrar geri áætlun um allar meiri háttar framkvæmdir, sem nú bíða úrlausnar, og starfi síðan samkvæmt þeirri áætlun, en horfið verði algerlega frá þeirri stefnu, sem hér hefur, illu heilli, ríkt að undanförnu, að flana tilviljanakennt að flestum málum þegar í óefni er komið og þá oft á tíðum byrjað á öfugum enda við ífram- kvæmdirnar. Slík vinnubrögð leiða alltaf til glundroða og stjórn- leysis, þar sem helzt er stjórnar þörf. Alþ>ýðubandalagið telur, að í atvinnulegu tilliti sé endurnýjun togara Utgerðarfélags Akureyringa stærsta og mest aðkallandi málið, sem nú bíður forustu og frumkvæðis bæjarstjórnar Akur- eyrar. Bæjarfélagið megnar að vísu engan vegin nað leysa það mál af eigin ramleik og svo fljótt sem þörfin krefur, en hitt er jafnvíst,t að bæjarstjórn verður að beita sér fyrir nauðsynlegri fyrirgreiðslu ríkissjóðs við togarakaupin, sem og lánsfjárútvegun, því þetta mál þolir enga bið, en vöxtur og viðgangur bæjarfélagsins liggur við og heimtar tafarlausar og raunhæfar framkvæmdir. Hér sýnist og einsýnt, að Slippstöðin hf. fái framtíðarverk að vinna. KOSMISICIABLAÐ ALÞÝDUBAKDALAGSINS A AKUREYRI Alþýðubandalagið telur, að bær og ríki eigi einnig með öllumi til- tækum ráðum að sjá svo um, að Niðursuðuverksmiðja K. J. & Co. hafi verkefni árið um kring. Fyrirtæki, sem notið hafa eins mikill- ar fyrirgreiðslu frá hinu opnbera og Nðursuðuverksmiðjan hér, eigi að starfrækja með tilliti til atvinnuþarfa í bænum, en megi ekki vera háð duttlungum skráðra eigertda, sem fengið hafa lánsfé til framkvæmda fyrir tilstilli ríkis og bæjar. Alþýðubandalagið átelur þann seinagang, sem verið hefur í orku- málum bæjarins, bæði hvað snertir rannsóknir á hitaveitu til bæj- arins og undirbúning nýs raforkuvers, en þetta tvennt skiptir vissu- lega sköpum fyrir framtíð og viðgang Akureyrar. Alþýðubandalagið lelur, að bæjarstjórn Akureyrar þurfi fram- vegis að taka bæði þessi mál fastari tökum, og mun beita sér af al- efli fyrir því. Alþýðubanadlagið vill sérstaklega benda á það ,að stærstu at- vinnufyrirtækin í bænum eru ýmist rekin af samvinnufélögum eða með aðild bæjarins. Sem sagt: á félagslegum grunni. Þess vegna eiga stjórnendur þeirra að kappkosta £3m bezt samstarf við verka- lýðsfélögin á hverjum tíma, og verða við sanngjörnum kröfrnn þeirra, í stað þess að skipa sér í sveit með iharðsnúnu íhaldi Yinnu- veitendasambands íslands. Alþýðubandalagið vill, að bœrinn, bœjarfyrirtœlcin og samvinnu- félögin taki upp frjálsa samninga við verkalýðsfélögin á slaðnum, nú þegar. FRÆÐSLUMÁL OG FLEIRA. Alþýðubandalagið lítur svo á, að eitt meginskilyrði fyrir vexti og viðgangi Akureyrar sé, að þar verði öll skólastarfsemi stórefld. Stefnt verði að því að koma upp fleiri menntastofnunum og sér- skólum á ýmsum sviðum, og sömuleiðir verði bætt starfsskilyrði þeirra, sem fyrir eru. Alfyýðubandalagið vill einkum benda á eftirfarandi atriði. — Tryggja verður skólunum nægilegt húsrými, þannig að tví- og þrí- setning hverfi úr sögunni, en möguleikar skapist á því, að námið fari að mestu leyti fram í skólunum sjálfum, undir handleiðslu leið- beinenda. Slíkt fyrirkomulag myndi nýta betur tíma nemenda og gera mennt unaraðstöðu þeirra jafnari með tilliti til ólíkra aðstæðna heima fyrir. Tryggja verður 'hæfa starfskrafta og búa í hvívetna þannig að starfi þeirra, að kennarastarfið verði eftirsóknarvert. Kemur þar margt til greina, svo sem betri launakj ör og minnkað starfsálag, ennfremur að fækkað verði í bekkjardeildum, en stærð þeirra, eins og nú er háttað, 'hefur sem kunnugt er valdið örðugleik- um, sem birtast bæði í agavandamálum og aðlögunarvandkvæðum ýmis konar, lakari námsárangri en eðlilegt og sanngjarnt væri að gera ráð fyrir að gæti náðst. Framhald á blaðsíðu 2.

x

Alþýðubandalagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðubandalagsblaðið
https://timarit.is/publication/1640

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.