Alþýðubandalagsblaðið - 07.04.1972, Blaðsíða 2

Alþýðubandalagsblaðið - 07.04.1972, Blaðsíða 2
SVOKÖLj_UÐ sameiningar- mál vinstri flokkanna hafa mjög verið á dagskrá að und- anförnu. Hafa fjölmargir bar- áttuglaðir unglingar í vinstri flokkunum komið fram í þeim umræðum og haldið um málið marga fundi vítt og breytt um landið, og boðað mönnum fagnaðarerindi sameiningar- innar. En ýmislegt það sem sagt er og skrifað þessar vik- urnar um sameiningarmálin verkar næsta hjákátlegt og ýmsum virðist að vonum að Alþýðuflokkurinn eigi lítið er indi í þessar viðræður á með- an hann telur það köllun sína að berjast gegn ríkisstjórn, sem mynduð er af vinstri flokk unum og vinnur að framgangi vinstri sjónarmiða. Meðal fjöl margra sem um þessi mál hafa ritað að undanförnu er rit- stjóri Alþýðublaðsins, Sighvat ur Björgvinsson. Hinn 29. marz sl. fórust honum svo orð í grein sem hann nefndi „Sam- vinna—Sameining”. „Markmið sameiningarmáls ins er ekki að leggja jafnaðar- stefnuna niður heldur þvert á móti. Og þótt barátta íslenzkra jafnaðarmanna kunni á tíðum að vera erfið, þá kemur þeim ekki til hugar að fórna sinni jafnaðarstefnu þótt þeir fengju stærsta flokk þjóðar- innar í staðinn. Verði árangur af sameiningarviðræðunum, sem ég vona, má enginn fyrir- vari á því vera, að þar séu jafnaðarmenn á ferð, — ekk- ert ef eða en. Þetta er algert aðalatriði í þeim sameiningar tilraunum sem nú eiga sér stað. Það verða menn að gera sér Ijóst.“ Það er mjög að vonum að ritstjórinn óttist um sjónarmið jafnaðarmanna í yfirstandandi sameiningarviðræðum, þegar þess er gætt að flokkur hans getur státað af þeirri einstæðu reynslu að hafa „fórnað sinni jafnaðarstefnu“ í 12 ára sam- vinnu við „stærsta flokk þjóð- arinnar“ með þeim afleiðing- um að flokkurinn er nú rýrari að vöxtum og í enn lakari gæðaflokki en hann hefur ver- ið um margra áratuga skeið. Hitt er svo annað mál að menn greinir á um það hvað sé jafnaðarstefna. Formaður Alþýðuflokksins er sem kunn- ugt er alls ekki á þeirri skoð- un að flokkur hans hafi fórn- að einhverju af „sinni jáfnað- arstefnu“ á viðreisnarárunum. Og óneitanlega læðist að manni sá grunur að viðhorf ritstjórans til jafnaðarstefn- unnar sé í svipuðum anda. Tengsl hans við formanninn hafa nefnilega verið skýrð með orðunum „His masters voice“ „Rödd hans hátignar“. KLÓI. KVIKMYNDIR Það brennnr elskan mín og: Kynslódabilid eftir Tékkann Milos Forman f ÞESSU BLAÐI hefst nýr þáttur er fjallar um kvikmynd ir. Ekki er gert ráð fyrir því, að þátturinn verði alveg reglu lega í laðinu heldur aðeins ef að við fréttum af myndum, sem teknar verða til sýninga í kvikmyndahúsum á aðalút- breiðslusvæði blaðsins hér norðaustanlands og ástæða cr til að vekja athygli á. Af þessu tilefni viljum við benda for- ráðamönnum kvikmyndahús- anna á að láta blaðið vita með nokkrum fyrirvara um þær myndir sem þeir hyggjast taka til sýningar á hverjum tíma. Borgarbíó á Akureyri hefur verið að sýna myndirnar „Kyn slóðabil“ og „Það brennur elsk an.mín“ eftir tékkneska kvik- myndahöfundinn Milos For- man. Hin fyrrnefnda verður væntanl. sýnd um helgina og er ástæða til að hvetja fólk til að sjá þessa sérstæðu mynd. Hér fer á eftir kafli úr viðtali við Forman, þar sem hann fjallar um vinnubrögð sín. Þá er rakin stuttlega efnisþráður „Kynslóðabils“. „Vissulega undirbý ég allt og hef mjög vel unnið hand- rit, en það sýni ég aldrei leik- urunum. Þeir vita um atburð ina sem eiga að henda þá, en ég er á móti því að þeir læri samtölin utan að. Þeir koma alltaf óundirbúnir í upptöku, en þá fyrst segi ég þeim frá samtölunum, sem ég hef í handritinu og bið þá um að endurtaka þau. Á þennan hátt geta leikararnir sem betur fer ekki munað samtölin nákvæm lega og neyðast til að segja sitthvað, sem þeim sjálfum dettur í hug, m. ö. o. skilja hlutverkið og samlagst því. Við höfum ætíð þennan hátt- inn á, áður en kvikmyndavél- in er sett í gang. Við það upp- götvum við oft í sameiningu eitthvað nýtt og spennandi. Þá er kvikmyndavélin sett í gang og eftir það er allt í föst um skorðum. í lífinu sjálfu eru engin handrit til þess að fara eftir. Þannig vil ég að myndir mínar séu. Ég kæri mig ekki um að gera verkefn- ið flóknara en með þarf. Mað- ur verður að einfalda tækni sína til að gefa leikurunum meira frjálsræði. Ég legg mik- ið upp úr töku, sem gefur mér frelsi til að klippa. Með því móti er hægt að skapa sam- band og spennu milli fólks í klippiborðinu. Ég hef verið mjög heppinn með samstarfs- fólk. Er og erfitt að greina á milli hverjum beri að eigna hugmyndirnar. Þær verða til í sameiningu. Stundum segi ég eitthvað, sem í fyrstu er kjána legt, en getur samt orðið til þess að koma samstarfsmanni mínum á sporið með réttu hug myndina, og öfugt. Ég veit ekki hvað er þá mikilvægara, kjánaskapuinn í mér eða hug- mynd hans. Ég lít fyrst og fremst á „ÞaS brennur elskan mín“, sem kvikmynd um félagslegt hátt- erni. Mér er samt full ljóst að maður gerir tæpast nokkuð án þess að það fái pólitíska þýð- ingu. Að sjálfsögðu leiði ég hugann öðru hverju að stalín- isku pólitíkusum í Prag, en sú var ekki ástæða þess að ég gerði myndina. Ég byrja aldrei á kenningum, heldur kýs ég að byrja á einhverju áþreifan legu í fari fólksins og persónu leika þess. Upp frá því þróa ég söguna. Á vissan hátt hef ég síðan enga stjórn á því, sem lesa má út úr myndinni full- gerðri.“ KYNSLÓÐABILIÐ „Margir unglingar eiga sér þá ósk heitasta að verða fræg- ar stjörnur á sviði söngs eða hljóðfærasláttar. Stúlkur sækj ast helzt eftir að verða söng- konur, en piltar vilja verða átrúnaðargoð jafnaldra sinna með því að komast í „popp- grúppu“. Slíkt er að vissu leyti yfirlýsing og viðurkenning á sjálfstæði unglingsins — hann er ekki lengur háður gamla fólkinu, sem heima situr og vill halda öllum niðri og innan dyra. Jeannie Tyne hverfur að heiman en foreldrar hennar ræða það við kunningjahjón, sem heimsækja þau, hvað að geti verið og síðan er hafin leit að telpunni. Telur faðir- inn þó, að lítið gagn muni verða að því að fara út um miðja nótt, án þess að hafa hugboð um, hvar leita eigi. Kunninginn fer með Larry en þeir lenda fljótlega í krá og fá sér þar hressingu, meðan kon- urnar sitja heima og gefa Ijót- ar lýsingar á körlum sínum. En leitin ber engan árangur, enda kemur Jeannie heim á meðan og virðist ekki hafa orðið meint af útivistinni, en þegar Larry kemur fullur heim, fær hann vitanlega á baukinn. En svo hverfur Jeannie aft- ur, svo að Larry má hefja leit öðru sinni, og nú fer hann vopnaður mynd af dótturinni til að sýna á ýmsum stöðum. Verður þá á vegi hans kona, sem eins er ástatt fyrir — dóttir hennar heftir einnig horfið að heiman. Konan telur sig hafa séð Jeannie og Tyne- hjónin gera sér þá ferð á lög- reglustöð í 300 mílna fjarlægð, þar sem Jeannie á að hafa ver- ið tekin föst. Þar er þó engin Jeannie, heldur vinkona henn ar, sem hafði gefið upp nafn hennar, þegar hún var tekin fyrir búðarþjófnað. Upp úr þessu fara Tyne- hjónin í hótel að fá sér að drekka, en þegar Larry vill fara að sofa í herbergi þeirra, situr Lynn ein eftir. Ókunn- ugur maður tekur þá að stíga í vænginn við hana og eltir hana loks upp í herbergi henn ar í von um einhverja greiða- semi af hennar hálfu — en flýr svo, er hann sér Larry. Þá fara Tyne-hjónin á fund í FFSB — Félagi foreldra strokubarna. Viðstöddum eru kynntar hassreykingar, til þess að þeir skilji eftirsókn unglinga í það. Allir „svífa“, en á eftir fara Tyne-hjónin heim og hefja þar drykkju og spil — strípipóker — ásamt öðrum hjónum. En Jeanne litla skilar sér heim eins og áður, en kemur með síðhærðan vin sinn.“ Áuglýsið í Alþýðubanda- lagsblaðinu Síminn er 2-18-75 Tímaritið Réttur Eina ísEenzka rifið er fjallar að staðaldri um sósíalisma og þjóðfrelsismól. Gerizf óskrifendur. BILAVER S.F. Glerórgötu 20 — Sími 1-29-13 AUSTIN GIPSY, árg. 1962 CHEVROLET, sendill, árg. 1966 CORTINA, árg. 1965, í sérflokki MOSCHVITS, station, árg. 1971 OPEL REKORD 1700, árg. 1968 OPEL REKORD 1900, árg. 1968 OPEL REKORD 1900 SL Coupe, árg. 1969, innfl. OPEL COMMANDORE, árg. 1967, innfluttur RAMBLER AMERICAN, 1967, glæsilegur bíll SKODA 1000 MB, árg. 1966, mjög góður SKODA OKTAVIA COMBI, árg. 1967, mjög góður TAUNUS 17 M, station, árg. 1967 VW 1600 FASTBAC, árg. 1967 VAUXHALL VIVA, árg. 1971 Veitum allar upplýsingar um hinn glæsilega MAZDA BÍL Einnig innfl. VÖRUBÍLA. Opið laugard. og sunnud. kl. 2—7. BÍLAVER S.F. 2 ALÞÝÐUBANDALAGSBLAÐIÐ

x

Alþýðubandalagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðubandalagsblaðið
https://timarit.is/publication/1640

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.