Alþýðubandalagsblaðið - 07.04.1972, Blaðsíða 4
ÚR ÝMSUM ÁTTUM
Á SL. sumri var boðið út það
verk að leggja hluta Norður-
landsvegar frá Höpfners-
bryggju að flugvelli og hlaut
Norðurverk h.f. það, að ein-
hverju eða öllu leyti. Þar, sem
svo tímanlega var að útboðinu
staðið, var það von margra, að
vegarlagning þessi yrði fram-
kvæmd á sl. hausti og í vetur.
Þessi von manna hefur alger-
lega brugðizt, að vísu er nú
verið að ýta upp sandi í vegar
stæðið en alllangur tími mim
líða þar til hafizt verður handa
um grjót og malarflutning í
veginn. Þetta verk var í eðli
sínu tilvalið sem vetrarvinna
og hefði bætt atvinnumögu-
leika vörubifreiðastjóra í vet-
ur að miklum mun. Það verð-
ur að átelja það harðlega, að
svona sé að málum staðið, að
verkið sé þá fyrst hafið þegar
vor- og sumarannir eru hvað
mestar, og er hér með skorað
á þá aðila sem þessu stjórna,
að gefa um það skýr svör.
★
NÚ LIGGUR það nokkurnveg
inn ljóst fyrir, að bæjarstjórn
hefur það í huga, við breyt-
ingu skattalagafrumvarpsins,
sem nýlega hefur verið sam-
þykkt á Alþingi, að fylla all
verulega í skarðið, við það að
bærinn losnar við útgjöld til
almannatrygginga, sjúkrasam
lags og löggæzlu o. fl., sem af
hendi löggjafarvaldsins var
ætlað að létta á útsvarsálögum
almennings almennt. Við þess
ar breytingar verður að skapa
bæjarstjórninni visst aðhald.
Það má ekki eiga sér stað, að
hér sé verið að leika sér með
hlutina, sem skapa óeðlilega
hækkun á útsvarsgjöldum
fólks. Því hefur verið lofað að
lækka álögur á almenning, en
ef heldur nú áfram, sem horf-
ir, er ekkert sýnilegra, en um
verulegar hækkanir útsvara
verði að ræða hjá Akureyrar-
bæ. Það er auðvitað ljóst, að
allt sem gera þarf og ekki verð
ur umflúið, kostar fleiri krón-
ur en áður, en samt sem áður
verður að fara með gát með
almannafé.
★
Á FUNDI bæjarráðs Akureyr
ar þann 23. marz sl. var lagt
fram erindi frá Útgerðarfélagi
Akureyringa h.f. um stuðning
við kaup tveggja skuttogara
frá Spáni. Um kaupverð er
ekki tilgreint. Bæjarráð sam-
þykkir fyrir sitt leyti kaupin
og bæjarframlag 7.5% kaup-
verðs þeirra. Um þessa ákvörð
un skal ekki rætt að sinni, en
benda má á, að öll afskipti og
viðbrögð bæjarstjórnar í þess-
um málum, er að verða ein
endaleysa frá upphafi. Það
var fyrir löngu vitað, að hug-
myndir bæjarfélagsins, lágu
til þess, að tengja saman end-
urnýjun skipaflota Ú. A. og
starfsemi og starfshætti Slipp
stöðvarinnar h.f. á Akureyri,
og tryggja henni verkefni við
smíði skuttogara fyrir félagið,
og búið er að skipa nefndir og
kosta til miklu fé í því sam-
bandi. Nú vrrðist, með þessari
samþykkt, að allt sem áður
hefur verið gjört, sé runnið út
í sandinn, og að engu gjört. Er
verið að leika sér með al-
mannafé?
★
NÚ ER að koma til fram-
kvæmda smíði á sorphreinsun
argrindum, samkvæmt sam-
þykkt bæjarráðs frá 16. marz
sl. og ber að þakka það. En
eins og kunnugt er hefur ver-
ið skrifað um þetta ófremdar
ástand hér á Akureyri í sorp-
hreinsunarmálum bæjarins, í
blöð í Reykjavík, og vart okk-
ur til sóma. Er það von bæjar-
búa, að ekki líði á löngu, að
sorphreinsunarmálin komist í
það horf sem fyrir löngu var
samþykkt í bæjarstjórn.
★
RAFVEITUSTJÓRN Akureyr
ar hefur undanfarið lagt
áherzlu á að fá fram hækkun
á rafmagnsverði 14.2%, en
ráðuneytið hefur hinsvegar
ekki fallizt á meiri hækkun en
10% meðaltalshækkun. Raf-
veitustjórn notar sér þetta
hinsvegar á þann hátt að
hækka rafmagn á þeim töxt-
um, sem mest eru notaðir, svo
sem heimilisnotkun um 12%
og fastagjöld um 12.5%. Heim
ilisnotkun er langhæsti tekju-
stofn Rafveitunnar. Til að
finna út jöfnuð í þessu dæmi,
er hækkun á þeim töxtum
sem lítið eru notaðir aðeins
7.1% og þar á milli. Þessi
reikningsmeðferð Rafveitunn-
ar, er því regin hneyksli og til
skammar. Verkafólk á engan
fulltrúa í rafveitustjórn, til að
verja hagsmuni þess.
Á
NÁTTÚRUVERNDARNEFND
hefur lagt til að umhverfi Gler
árgils frá neðri brú að efri brú
verði verndað írá náttúrulegu
sjónarmiði. Ekki nema það þó.
Mér kæmi það ekki á óvart,
að nefndin hefði gengið á
eystri bakka Glerár á þessu
svæði, og talið það einkar lag-
legt um að litast. Ef svo er, þá
má þakka það Jóni heitnum
Guðmann, sem ræktaði upp
allt landið frá býlinu Skarði,
þar sem hann rak myndarbú,
að gömlu rafstöðinni í Glerár-
gili. Með starfi sínu breytti
hann uníhverfi Glerár til hins
betra og á harin þökk skilið.
★
NÁTTÚRUVERNDARNEFND
hefur lagzt gegn því, að mal-
ar- og uppfyllingarefni sé tek
ið á vissum svæðum. Er það
ekki nokkuð langt gengið? Að
vísu er því ekki að leyna, að
þeir, sem taka möl úr hól,
ganga oft frá opnu og ójöfn-
uðu svæði, og ber að ávíta
það. En ef við megum hvergi
taka okkur steypumöl eða
möl í veg, nema lenda í kasti
við náttúruverndarnefnd þá
lízt mér ekki á. Eða er þetta
það sem koma skal?
★
FYRIR NOKKRU lagði nátt-
úruverndarnefnd fram þau til
mæli til bæjarráðs, að Hólm-
arnir við Eyjafjarðará yrðu al
gerlega friðaðir, fyrir m. a.
hvers konar byggingum. Um
þetta eru eðlilega skiptar
skoðanir, og nær ekki nokk-
urri átt að samþykkja það, að
óathuguðu máli. í bæjarstjórn
artíð Jóns heitins Sveinssonar,
fyrrum bæjarstjóra, var það
álit hans, að byggð myndi rísa
upp á því svæði, sem í dag-
legu tali þá voru nefndir
Hólmar og uppfyllingarsvæði
framan við Leirugarð, yrði
þegar fram liðu stundir al-
mennt byggingarsvæði íbúðar
húsa.
Enn er ekki, svo vitað sé,
búið að ákveða vegarstæði
Norðurlandsvegar, en enginn
vafi leikur á því að hann ligg-
ur yfir Hólmana. Ætlar nátt-
úruverndarnefnd að þrasa út
af því? Það væri illa farið.
Þá vildi ég koma því að hér,
að óvíða á landinu eru eins
hagstæð skilyrði til þess að
koma upp fiskiræktarstöð
nytjafiska eins og við Eyja-
fjarðará og er raunar furðu-
legt, að því máli skuli ekki
hafa verið gaumur gefinn.
Tækni nútímans og þekking í
fiskirækt og uppeldi nytja-
fiska er komin á það stig, að
vænta mætti, ef hér yrði kom
ið upp fiskiræktarstöð myndi
það gjörbreyta fiskgengd við
Eyjafjörð. Er náttúruverndar-
nefnd á móti því?
★
ALMENNINGUR kvartar nú
sáran út af verðhækkun á al-
mennum neyzluvörum, og er
það von, og er full ástæða til
að andmæla þeim jafnvel þó
þær eigi sér eðlilegar forsend-
ur. Ríkisstjórnin lofaði því að
auka kaupmátt launa um 20%
og verður hún að hafa fulla
gát á því, að efna það loforð,
sem ég veit að hún hefur full-
an vilja á. En við sættum okk-
ur ekki við að þessu sé ekki
fylgt eftir. Þá er þess líka að
gæta, að alltaf fjölgar milli-
liðum þeim, sem fara að ein-
hverju leyti höndum um þær
vörur, sem almenningur þarf
að kaupa daglega dags og verð
lagseftirlitið er afar slælegt,
þó ekki sé meira sagt. Á þéssu
þarf að verða breyting. Það er
nú alveg horfið úr sögunni, að
verðlagseftirlitið gefi út til-
kynningu um lægsta og hæsta
verðlag á vörum, og því síður
að það hafi svo að gagni mætti
verða eftirlit með verði hinnar
daglegu fæðu, svo sem fiski og
kjöti svo eitthvað sé nefnt. Á
ekki almenningur rétt á að fá
frá verðlagseftirlitinu upplýs-
ingar um hvað varan á að
kosta. Er ekki stefna okkar sú,
að stuðla að réttu verðlagi og
útiloka svindl. Almenningur
stendur varnarlaus í þessu
efni. J. I.
HIÐ íslenzka prentarafélag
varð 75 ára 4. apríl sl. í tilefni
af afmælinu voru 23 prentar-
ar heiðraðir, sem unnið höfðu
50 ár eða lengur að prentstörf
um, og fengu þeir gullmerki.
Jón Benediktsson prentari á
Akureyri var einn af þeim.
TILBOÐI TEKID
NÚ í VIKUNNI samþykkti ríkisstjórn
íslands að taka tilboði Bandaríkja-
stjórnar um framkvæmdir á Keflavík-
urflugvelli, en þar er um lengingu flug
brautar að ræða.
Ráðherrar Alþýðubandalagsins,
Magnús Kjartansson og Lúðvík Jósefs-
son, greiddu atkvæði gegn samþykkt-
inni og létu bóka þá afstöðu af sinni
hálfu. Er sú greinargerð birt á öðrum
stað í blaðinu.
í fréttatilkynningu frá bandaríska
sendiráðinu, sem send var út í fyrri
viku, kemur fram, að enda þótt Banda-
ríkjastjórn hafi að nokkru fallið frá
því að binda þessar framkvæmdir
ákveðnum skilyrðum varðandi áfram-
haldandi dvöl herliðsins hér á landi, þá
er þó gert ráð fyrir því, að Bandaríkja-
her muni framvegis koma til með að
hafa aðstöðu hér á landi.
í umræddri fréttatilkynningu segir
á þá leið, að lenging flugbrautarinnar
feli í sér „bætta aðstöðu fyrir flugvél-
ar varnarliðsins“ og þetta sé „hags-
munamál bæði hvað snertir flugöryggi
og varnarmátt Atlantshafsbandalags-
ins“.
Hér er greinilega ætlunin sú að draga
úr líkum á því, að herinn hverfi úr
landi. Jafnhliða þessari samþykkt rík-
isstjórnar íslands er bent á, að hún
haggi í engu stefnu stjórnarinnar að
því er varðar fyrirheitin um brottflutn
ing hersins. Er sú yfirlýsing að sjálf-
sögðu mikilvæg, en við þessa samþykkt
er ýmislegt að athuga, sem nauðsynlegt
er að menn geri sér grein fyrir. Hér
verða einungis örfá atriði nefnd, sem
máli skipta. Það hefur komið fram að
umferð um Keflavíkurflugvöll muni í
framtíðinni fara hraðvaxandi og stað-
setning herstöðva sé beinlínis hindrun
fyrir aukinni umferð farþegaflugvéla
uni flugvöllinn, og þar sé t. d. ein rök-
semdin fyrir því, að við eigum að vísa
hernum á brott.
Þá er ekki eðlilegt, að íslendingae,
sem eru ein tekjuhæsta þjóð í heimi
miðað við tekjur á mann, taki við fé-
gjöfum til þess að framkvæma verk-
efni, sem þeir geta ráðið fram úr að
kosta sjálfir.
Það fer naumast saman að ætla sér
að reka sjálfstæða, óháða utanríkis-
stefnu, en taka um leið við gjafafé. Sú
hætta er ævinlega fyrir hendi, að við-
takandi verði um leið að meira eða
minna leyti háður þeim, sem lætur féð
af hendi rakna. Einnig er vert að minn
ast þess, að eigi yfirlýst stefna stjórnar
valda varðandi endurskoðun herstöðva
samningsins og brottflutnings hersins
að ná fram að ganga, verður að skapast
öflug hreyfing um það atriði málefnn-
samningsins.
Sú ríkisstjórn, sem nú situr, var m. a.
kosin til þess að framkvæma þann vilja
meiri hluta kjósenda, að bandaríski
herinn hverfi úr landinu á kjörtímabil-
inu. Þeim vilja verða hernámsandstæð-
ingar um allt land að fylgja fast eftir.
S. G.