Alþýðubandalagsblaðið


Alþýðubandalagsblaðið - 04.04.1975, Blaðsíða 2

Alþýðubandalagsblaðið - 04.04.1975, Blaðsíða 2
Þorn og þistlar Merkur handritafundur Þann 1. apríl síðastliðinn gat að líta nýlundu nokkra í afgreiðslusal Amtsbókasafns- iris á Akureyri.. Var hér um að ræða handskrifaða bók, mjög fornlega og gulnaða með óskiljanlegu letri. Yfir bókina var breitt glært plast og búið um allt sem kyrfileg- ast, þannig, að enginn gæti snert hana. Fyrir ofan hilluna, sem bók in hvíldi á, gat að líta plakat mikið, þar sem skýrt var frá því, að hér væri um merkan handritafund að ræða, sem uppgötvast hefði í rusli í safn inu þennan morgun. Sérfræð- ingar, norðlenskir, hefðu við frumathugun komist að þeirri niðurstöðu, að handritið væri frá byrjun tólftu aldar og því með elstu pappírshandritum. Sagt var ennfremur, að í bók inni væri að finna tvær ís- lendingasögur, sem taldar hefðu verið glataðar, þ. e. Gaukssaga Trandilssonar og Þjófsdælasaga. Þá var loks tekið fram, að Jónas Krist- jánsson, forstöðumaður hand- ritastofnunarinnar, væri á leið norður með þyrlu frá varnarliðinu til þess að kanna þennan fund nánar. Viðbrögð safngesta við þessu voru margvísleg, en langflestir fylltust helgri lotn ingu og rýndu fullir aðdáunar á óskiljanlegt letrið og guln- uð og verpt blöð handritsins. Nokkrir komu og spurðust fyr ir um nánari tildrög fundar- ins og óskuðu sjálfum sér og starfsliði safnsins til ham- ingju með þessi tíinamót. Aðr ir mundu daginn og glottu í kam'pinn. Að bera geitafeiti á hagfótinn Nú mun liggja fyrir lög- gjafarsamkomu þjóðarinnar eitthvert hið gagnmerkasta frumvarp, sem þar hefur kom ið fram frá landnámstíð, og er þá langt til jafnað. Er hér um að ræða frumvarp til laga ,,um ráðstafanir í efnahags- málum og fjármálum til þess að stuðla að jafnvægi í þjóðar búskapnum og treysta undir- stöðu atvinnu og lífskjara“, eins og segir í fyrirsögn frum varpsins. Svo sem vænta má er í plaggi þessu að finna ýmsa útvegi til þess að „treysta undirstöðu atvinnu og lífskjara“ m. a. er í V. kafla 18. gr. gert ráð fyrir „heimild til lækkunar eða niðurfellingar söluskatts og afnáms tolla af nokkrum mik ilvægum matvörum og hrá- efnum til matvælagerðar“. Meðal þeirra vara, sem eiga að verða undanþegnar tolli eru t. d. feiti af geitum, brædd eða óbrædd og klaufaolía. Leikfélag Akureyrar Leikfálag Akureyrar auglýsir KERLINGARNAR fimmtudagskvöld, næstsíðasta sýning. KERLINGARNAR föstudagskvöld, síðasta sýning. Leikfélag Akureyrar. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að geitafeiti, brædd eða óbrædd, svo og klaufa- olía, eru meðal þeirra vara, sem hinn almenni neytandi getur einna síst án verið, og mun frumvarp þetta af þeim sökum eiga vísan stuðning þings og þjóðar. Má það furðulegt teljast, að fyrri stjórnvöld skuli aldrei hafa komið auga á þessa ein- földu og sjálfsögðu leið til lausnar á efnahagsvandanum. Ef þetta merka frumvarp nær fram að ganga, sem allar líkur benda til, mun almenn- ingi á íslandi gefast kostur á að éta geitafeiti í a. m. k. ann aðhvert mál og skola henni niður með vænum slurk af klaufaolíu í stað þess að gadda í sig þtiðja flokks ær- kjöt eða farikjöt á upp- sprengdu kuffilagsverði. Auk þess fullyrða sérfræð- ingar, að mikill lækninga- máttur sé fólginn í áðurnefnd um feitivörum og binda menn því miklar vonir við, að þjóð- arbúinu batni snarlega í hag- fætinum, þegar Matthías fer að bera á hann tollfrjálsa geitafeiti og klaufaolíu að staðaldri. Hvað segja þeir? Framhald af bls. 1. rétta átt að því leyti, að það stefndi að því að minnka launamismuninn. Hann kvaðst að vísu telja það ágalla að vísitalan væri ekki í sambandi en það mundi væntanlega nást fram í næsta áfanga og þá kvaðst hann vonast til að hún yrði í öðru formi en verið hefur þ. e. a. s. mældi ekki öllum jafnt. Þá kvaðst hann vildu geta þess um leið að fundur yrði haldinn í Einingu um þessa samninga á laugardaginn kl. 4 í Alþýðuhúsinu. Er sá fundur nánar auglýstur á öðrum stað í blaðinu. Pistill vikunnar: Um vinnufriðinn Þá er búið að semja um vinnufriðinn. Fjög- ur þúsund og níu hundruð krónur á mán- uði kostar hann. Það er ekki mikill pen- ingur í allri þessari dýrtíð, en ríkisstjórn- inni hefur þó tekist að sýna, að þegar hún raunverulega vill halda verðlagi niðri þá getur hún það, þrátt fyrir lymskulegar til- raunir olíusjeika til að eyðileggja öll henn- ar góðu áform. Þótt flest hækki örar hér í landinu held- ur en á öðrum stöðum getur ríkisstjórnin samt hælt sér af því, að henni tekst svona nokkurn veginn að halda kaupgjaldi í skefjum og getur þess vegna boðið upp á hræbillegan vinnufrið. Þetta orð vinnufriður lætur ekki mikið yfir sér, og í rauninni ætti það að vera hverjum manni auðskilið. Menn vilja fá að vinna í friði, ótruflaðir af iðjuleysingj- um og slæpingjum. Að sjálfsögðu hefur það ákaflega truflandi áhrif á vinnufrið- inn, ef vinnandi menn verða fyrir ertni og áreitni sluddmenna, og sömuleiðis dregur það mjög úr vinnugleði manna að vita að arðurinn af þeirra skapandi starfi rennur sem leið liggur í vasa hinna svonefndu „atvinnuveitenda“ eða þá ýmiss konar milliliða og braskara. Þegar menn hætta að sjá tilgang í starfi sínu þá fara þeir að ókyrrast — og tilgangurinn hlýtur fyrst og fremst að vera sá að geta séð sér og sínum farborða. Vinnufrið hefur sá sem getur unnið og notið ávaxta erfiðis síns, án þess að vera umkringdur gráðugum ræn- ingjalýð. Þessi vinnufriður er torfenginn; þótt stuggað sé við ránfuglunum færa þeir sig einatt upp á skaftið aftur, og þá þarf að stugga við þeim á nýjan leik. Svo er náttúrlega til annars konar vinnu friður; það er vinnufriður þeirra sem lifa á öðrum. Þeir þurfa líka næði. Næði til að hremma feng sinn. Næði til að hirða af- raksturinn af vinnu annarra. Vinnufriður ránfuglanna kostar í dag fjögur þúsund og níu hundruð krónur. Kannski er rétt að setja þetta upp sem dæmisögu: Maður nokkur stundar vinnu hjá manni sem lifir á því að láta menn vinna fyrir sig (það er ekki eins slítandi). Sá fyrrnefndi er kallaður launþegi og sá síðarnefndi at- vinnuveitandi (þótt þetta sé náttúrlega öfugt). Launþeginn kaupir allar nauðsynj- ar sínar af vinnuveitandanum, og hefur loforð hans fyrir því, að launin skuli hækka í hlutfalli við verð á nauðsynjum. Svo hækka nauðsynjarnar og launþeginn vill meira kaup. Þá segir vinnuveitandinn: Því miður er það ekki hægt. Og launþeg- inn, sem er trúgjarn og friðsamur heldur áfram að vinna. Loks er þar komið að launin hrökkva ekki fyrir nauðsynjum, því launin hafa staðið í stað, en nauðsynjar hækkað um fjörutíu til fimmtíu prósent. Þá sér laun- þeginn að þetta getur ekki gengið lengur og fer að byrsta sig; hótar því jafnvel að hætta að vinna. Þá verður atvinnuveitand- inn smeykur, því ef launþeginn hættir að vinna, þá sér hann sína sæng útbreidda (þótt hann þykist vera veitandi en ekki þiggjandi). En atvinnuveitandinn er slægur (annars væri hann ekki atvinnuveitandi). Hann segir: Ef ég gef þér örlítið meiri hlutdeild í þeim verðmætum sem þú skapar, viltu þá ekki vera þægur og halda áfram að vinna? Ef þú vilt sjálfur hirða öll þau verðmæti sem þú skapar — hvað verður þá um mig? Við erum öll ein fjölskylda. Þú ætlar þó ekki að steypa þinni eigin fjölskyldu í glötun? Og launþeginn vorkennir atvinnuveit- andanum og samþykkir að halda áfram að vinna. Og í viðurkenningarskyni réttir atvinnu rekandinn launþeganum fjögur þúsund og níu hundruð krónur og segir: Kauptu þér eitt par af skóm eða buxur og ódýra skyrtu og haltu svo áfram að vinna, svo ég hafi frið til að halda áfram að tína saman í minn vasa arðinn af vinnunni. Á því bygg-" ist þjóðfélagið. Og þú ert þó ekki þjóðfé- lagsóvinur? Nei, herra trúr, segir launþeginn. Það gleður mig að heyra, segir atvinnu- veitandinn. Vertu trúr yfir litlu. Við skul- um halda vinnufriðinn. Og vinnufriðurinn hélt áfram að kosta fjögur þúsund og níu hundruð krónur á mánuði, þangað til launþeginn fór alvar- lega að velta því fyrir sér, hvor væri í raun inni veitandi, og hvor þiggjandi — vinnu- veitandinn eða launþeginn. — ÞRÁINN. Fótsnyrting ffyrir eldra fólk á vegum Kvenfélags Akureyrarkirkju og. Elli- heimilis Akureyrar er aftur hafin í Elliheimil- inu. Verður eftirleiðis á miðvikudögum og föstudög- um milli kl. 3 —6 e. h. Tekið á móti pöntunum í síma 2-28-60 kl. 6 — 7 e. h. sömu daga. Gcyrnið auglýsinguna. 2 — ALÞÝÐUBANDALAGSBLAÐIÐ

x

Alþýðubandalagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðubandalagsblaðið
https://timarit.is/publication/1640

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.