Alþýðubandalagsblaðið


Alþýðubandalagsblaðið - 04.04.1975, Page 4

Alþýðubandalagsblaðið - 04.04.1975, Page 4
Tónlistardagar á Akureyri í apríl Tónlistarfélag Akureyrar, Tón listarskólinn og Passíukór Ak ureyrar hafa í sameiningu skipulagt hljómleikahald á Akureyri dagana 6. og 7. apríl næstkomandi. Hljómleikarnir munu fara fram í Akureyrar- kirkju, báða dagana. Sunnudagurinn 6. apríl Sunnudaginn 6. apríl kl. 17 mun Passíukórinn á Akureyri, ásamt hljómsveit og einsöngv- urum flytja verk eftir Vivaldi og Charpentier. Passíukórinn á Akureyri, 25 manns, hefur nú starfað í nær fellt 3 ár undir stjórn Roars Kvam, sem er kennari við Tón listarskólann og stjórnandi Lúðrasveitar Akureyrar. Kórinn er skipaður nemend um úr Tónlistarskólanum og öðru áhugafólki um flutning stórra kórverka. Kórinn hóf æfingar á síðastliðnu vori á tónverkinu Gloria eftir Vi- valdi, og í vetur hefur hann bætt við verkinu Te Deum eft ir Charpentier. Bæði eru verk in vandasöm í flutningi og kerfjast mikillar alúðar og æf- ingar af hálfu flytjenda. Þess- ir sömu tónleikar fara einnig fram í Húsavíkurkirkju dag- Gatsby er kominn í bæinn Borgarbíó hefur nú fengið til sýningar hina frægu mynd „Gatsby hinn mikli“ og munu sýningar á henni hefjast á næstunni, eða nánar til tekið strax og lýkur sýningum á Papillon. Björgvin Júníusson bíóstjóri sagði í stuttu sam- tali við AB-blaðið, að sjaldan kæmi fyrir að Borgarbíó fengi jafn góðar myndir með svo stuttu millibili sem nú, þegar The Sting, Papillon og Gatsby hinn mikli koma svo til hver á eftir annarri. „Það er varla að niaður þori að auglýsa þær allar sem góðar myndir, fólk gæti haldið að maður sé farinn að mæla með hverju sem er. En það er óhætt að mæla með Gatsby, þessi mynd hefur hvarvetna verið sýnd við metaðsókn og hún mun hafa haft fremur góð áhrif á unglingana.“ Með aðalhlutverk í Gatsby fara- Robert Redford, sem bíó- gestum er vel kunnur úr „The Sting“ og Mia Farrow. Mynd- in gerist í Bandaríkjunum á þriðja tug aldarinnar — gerð eftir samnefndri frægri skáld sögu eftir F. Scott Fitzgerald. Kvikmyndahandrit er eftir Francic Ford Coppola. inn áður þ. e. laugardaginn 5. apríl síðdegis. Flytjendur eru yfir 50 talsins. í þeim hópi eru auk kórsins kammerhljóm- sveit skipuð nemendum úr hljómsveit Tónlistarskólans og strengjasveit Tónlistarskól ans á Akureyri. Einnig mun Jón Sigurðsson einleikari Sin- fóníuhljómsveitar fslands leika með. Einsöngvarar verða: Guri Egge, sópran söng kona frá Noregi, sem nú stund ar framhaldsnám í Vínarborg. Lilja Hallgrímsdóttir sópran frá Akureyri og Þuríður Bald- ursdóttir altsöngkona, Michael Clarke contratenór, Jón Hlöð- ver Áskelsson tenór og Sigurð ur Demetz Franzson bass-bari tón. Mánudagurinn 7. apríl Mánudaginn 7. apríl mun Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík halda tónleika í Akureyrarkirkju og hefjast þeir kl. 20.30. Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík var stofnuð 1941 og hefur Björn Ólafsson fiðlu- leikari verið stjórnandi henn- ar frá upphafi. Hljómsveitin er nú skipuð 46 nemendum og hljóðfæraleikurum. Hún held- ur að jafnaði tvenna sinfón- iska hljómleika á ári. Að þessu sinni hafa verið talin 2 verk til flutnings, þ. e. Lund- únasinfónía eftir Haydn og píanókonsert eftir Grieg og hafa bæði þessi verk notið mikilla vinsælda. Einleik í því verki leikur Vilhelmína Ólafs dóttir, sem er nú að braut- skrást frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Aðgöngumiðar- verða seldir í Bókabúðinni Huld og verða áskriftarmiðar á báða tónleik- ana í kirkjunni seldir í forsölu með 25% afslætti. í illt llMliffillIlLl •w : Nemendaskipti milli tón- listarskóla Nemendaskipti milli tónlist arksóla hafa oft verið til um- ræðu, en nú hefur Tónlistar- skóli ísafjarðar að undirlagi Ragnars H. Ragnar, skóla- stjóra tekið af skarið í þeim efnum. Fimmtudaginn 3. apríl síðastliðinn hélt Hólmfríður Sigurðardóttir frá ísafirði píanótónleika í sal Tónlistar- skólans á Akureyri. Þessir tón leikar eru hinir fyrstu í sam- bandi við nemendaskipti milli Tónlistarskólans á Akureyri og Tónlistarskólans á ísafirði. Hólmfríður Sigurðardóttir er bráðefnilegur píanóleikari og mun útskrifast frá Tónlistar- skóla ísafjarðar á þessu vori. Á tónleikunum lék Hólmfríð- ur verk eftir Scarlatti, Schu- bert, Schumann, Chopin, De- bussy og Liszt. Fjáröflun til kaupa á leitar- tæki fyrir krabbamein Lionsklúbbur Akureyrar held ur bingó í Sjálfstæðishúsinu nk,. sunnudagskvöld kl. 8.30 til þess að afla fjár til kaupa á sérstakri röntgenmyndavél, sem er notuð við leit á krabba meini í brjósti. Þegar er búið að panta myndavélina, en hún kostar 3.3 milljónir. Spilað verður um marga góða vinninga á sunnudags- kvöldið. Aðalvinningurinn er Sunnuferð að eigin vali fyrir 40 þúsund krónur, en aðrir vinningar eru heimilistæki. Heildarverðmæti vinninga er 100 þúsund krónur og verða vinningarnir til sýnis í glugga Iðnaðarbankans frá og með fímmtudegi. Forsala aðgöngu- ruiða fer fram milli 3 og 5 á sunnudag og miðar verða einnig seldir við innganginn eftir kl. 7 á sunnudagskvöld- ið. Oráðabirgða- samkomulag MALGAGN alþýðubandalagsins í norðurlandskjordæmi eystra Ritnefnd: Helgi Guðmundsson (ábm.), form. Soffía Guðmunds- dóttir, Einar Kristjánsson, Óttar Einarsson, Steinar Þorsteinsson og Þráinn Bertelsson. — Framkvæmdastjóri: Jón Daníelsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Geislagötu 10, sími (96)2-18-75, póst- hólf 492. — Opið þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9.30 — 11.30. Níu manna ncfnd Alþýðusambandsins og samninganefnd atvinnurekenda liafa gert með sér svokallað bráðabirgða- samkomulag er felur í sér fimm þúsund krónu hækkun allra launa. Auk þess hefur verið tekið tillit til breytinga á skattalögum og þær breytingar reiknaðar láglaunafólki til tekna. Samkomulag þetta er einstætt í sinni röð fyrir ýmissa hluta sakir, en einkum þó fyrir það að það er punkt- urinn aftan við samkomulag, sem fyrir löngu var búið að gera um að vinnufriður skyldi haldast fram á vor. Það sem hér er átt við er þáttur Alþýðusambands íslands í setningu bráðabirgðalaganna um láglaunabætur sem sett voru í haust er leið. Að sjálfsögðu hefur umrætt samkomulag aldrei ver- ið staðfest með neinum undirskriftum og allir aðiljar sóru og lögðu við sárt að bráðabirgðalögin væru algerlega á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Þegar lögin voru gefin út á sín- um tíma var á það bent hér í blaðinu að forystumenn Al- þýðusambandsins hefðu ábyrgst vinnufrið í vetur. Allar at- hafnir ríkisstjórnarinnar síðan virðast staðfesta að mat þetta hafi verið rétt. Nægir í því efni að minna á að ríkisstjórn- in lét sig ekki muna um að skella á nýrri gengisfellingu í miðjum viðræðum um bætur fyrir hina fyrri augsjáanlega í fullvissu um að verkalýðshreyfingin myndi ekkert aðhaf- ast þó að enn yrði aukið á kjaraskerðinguna. Nú er látið í veðri vaka að tíminn til 1. júní, gildistíma samkomulagsins, verði notaður til að ná nýjum og varan- legum samningum. Er sértakslega rætt um breytingar á fyrirkomulagi verðlagsbóta á laun. Um það efni hefur ekkert heyrst innan verkalýðsfélag- anna, þ. e. hverjar hugmyndir manna um breytingarnar eru. Virðist augljóst að enn einu sinni hugsa forystumenn- irnir sér að gera einhverskonar samkomulag án þess að málið hafi áður vcrið undirbúið í verklýðsfélögunum með umræðum. Nýgerður bráðabirgðasamningur, sem felur ekki meira í sér en bætur fyrir þá kjaraskerðingu sem á eftir að verða á meðan samningurinn gildir, að litlu öðru við- bættu, ásamt þeim starfsaðferðum innan verkalýðshreyf- ingarinnar, sem tíðkaðar cru við gerð samninga vitna öðru fremur um hve alvarlegt félagslegt ástand ríkir í röðum launafólks. Kjaraskerðing á kjaraskerðingu ofan, flutning- ur milljarða króna frá launþegum til atvinnurekenda, at- vinnuleysisvofan í dyragættinni, auk stórfelldrar aukningar félagslegs misréttis í þjóðfélaginu, hefur ekki megnað að skerpa baráttuvilja verkalýðshreyfingarinnar nægilega til þess að hún risi upp til cðlilegra andsvara. Þess í stað hafa forystumenn verkafólks markað þá stefnu að þjarka um málin á lokuðum fundum með atvinnurekendum og ríkis- stjórn, hafandi áður lýst því yfir að þeir myndu ekki einu sinni taka við allri þeirri kauphækkun sem þyrfti til að bæta kjaraskerðinguna að fullu, þó hún yrði boðin fram í einu lagi. Þessi afstaða er skiljanleg þegar þess er gætt að verka- lýðshreyfingin miðar allar athafnir sínar um þessar mundir við að ríkjandi fyrirkomulagi verði í engu breytt, heldur aðeins gert þolanlegra fyrir launafólkið, en ekki vitnar hún um eðlilega pólitíska afstöðu verkalýðs. hágé.

x

Alþýðubandalagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðubandalagsblaðið
https://timarit.is/publication/1640

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.