Alþýðubandalagsblaðið


Alþýðubandalagsblaðið - 16.05.1975, Page 2

Alþýðubandalagsblaðið - 16.05.1975, Page 2
115 konur á Akureyri atvinnulausar af völdum togaraverkfallsins — Togaraverkfallið hefur nú stað ið í rúman mánuð og virðist ekkert þokast í samkomulags- átt. Ríkisstjórn íslands „fylgist með“ gangi mála, eins og frægt er orðið, án þess að reyna hið minnsta til þess að hafa áhrif á þróunina. Þús- undir verkafólks víðsvegar um land hafa nú misst atvinnu sína og kemur það sér vafa- laust illa, eins og nú árar í verðlagsmálum í landi þessu. Hér á Akureyri hafa 115 konur látið skrá sig atvinnu- lausar hjá vinnumiðlunarskrif stofunni, eftir að hráefni þraut í frystihúsi Ú. A., samkvæmt upplýsingum Heiðreks Guð- mundssonar, vinnumiðlunar- stjóra. Pistill vikunnar TALM AFIIVILEIKI „Hugsum okkur, að við skuldir fjögurra manna, eins og þær eru nú, yrði bætt 960 þúsund króna víxli. Ætli mönnum þætti ekki meira en nóg um. í reyndinni skuldar fjög- urra manna fjölskyldan þennan víxil nú þegar.“ Þessi talnaspeki er úr Vísisleiðara 12. maí síðastliðinn, þar sem frá því er skýrt, að þjóðarbúið skuldi erlendis, miðað við ára- mótin um 52 milljarða króna, og heimildar- maður Vísis er dr. Jóhannes Nordal, seðla- bankasjtóri. Svona upplýsingar eru náttúrlega afskap- lega vel til þess fallnar, að hræða fólk, eink- um og sérílagi fólk, sem er óvant því að skulda. Verkamaður, sem þarf að fá launahækkun til að endar nái saman, við að sjá fjölskyldu farborða, fær þessi svör hjá f jármálastjórum þjóðarinnar: Hvað er fjölskyldan stór, góði? Það eru fjögur börn og konan og öldruð tcngdamóðir og svo auðvitað ég sjálfur. Látum okkur sjá! Fjögur börn, kona, tengdamóðir og þú — það er sjö sinnum tvöhundruð og fjörutíu þúsund, það gerir eina milljón, sexhundruð og áttatíu þúsund, sem þið skuldið nú þegar erlendis — og nú heimtar þú meira. Þetta hlýtur að vera einhver misskilning- ur. Við skuldum ekkert erlendis. Ég hef ekki einu sinni komið til útlanda, nema einu sinni til Grimsby, þegar ég var á togara, og það get ég svarið, að ekki sló ég scxtánhundruð þúsund í Grimsby. Sextánhundruð og áttatíu þúsund. Ha? Sextán hundruð og áttatíu þúsund — það er upphæðin, sem þið skuldið erlendis. Hvert mannsbarn í landinu skuldar tvöhundruð og fjörutíu þúsund. Þú getur reiknað þetta sjálfur. Hérna er vasatölvan mín, gerðu svo vel, góði. Nei, nei, ég er ekki að rengja fjármála- stjórann. Ég þekki bara ekkert inn á svona- lagað. Ég hélt bara að ég skuldaði ekkert nema það, sem ég á eftir af húsnæðismála- stjórnarláninu, og svo þessa tvo víxla, sem ég er alltaf að reyna að borga niður. Jæja, góði, vertu þá ekki að hugsa meira um það. Reyndu bara að standa í skilum, og láttu okkur hina, sem vit höfum á, sjá um þessi erlendu viðskipti. Og þú verður að skilja það, að núna er ekki rétti tíminn, til að vera að ónáða okkur með einhverju hel- vítis launakvabbi. Nei, nei — það er bara ... . Er barahvað, góði? Ég hef ýmislegt annað^ að gera, en að standa í þrefi við skulda- kónga eins og þig — ég er að fara á fund í karbít og áli. Það er bara þannig, að endarnir ná ekki saman hjá mér. Ég veit ekki, hvað ég á að gera. Það eina, sem þú getur gert, góði minn, er að halda áfram að vinna. Við reynum að redda þessu, eins og öðru, stóru strákarnir. Hvenær haldið þér, að þér verðið búnir að redda þessu? Ég lofa náttúrlega engu um það — það fcr vitaskuld nokkuð eftir því, hvað þeir þurfa í sjávarútveginum og olíuinnflutningn um. Talaðu við mig aftur, síðla árs ’78. Þakka ýður kærlega fyrir. Já, það var ekkert, góði. *' w ' ; Þannig er dæmið sett upp af málsvörum afturhaldsins. Skuldasöfnun ráðvilltrar auð- mannastjórnar er jafnað niður á hvert manns barn í landinu. Þetta er auðvitað jafnréttissjónarmið út af fyrir sig, enda hafa einstaklingshyggju- greifarnir það fyrir reglu að grípa til jafn- aðarstefnunnar, þegar eitthvað bjátar á. Ef einstaklingsfyrirtæki er rekið með botnlausu tapi, þá vill eigandinn fá að sækja sér hnefa í ríkissjóð. Sé fyrirtækið rekið með gróða, þá eru ríkisafskipti talin glæpsamleg skerð- ing á athafnafrelsi einstaklingsins. Og nú hefur auðvaldspressan tilkynnt landsmönnum, að hver og einn skuldi tvö- hundruð og f jörutíu þúsund krónur í gjald- eyri. Hvert mannsbarn. Allir jafnt. Það þýðir að hver ráðherra skuldar jafnt og hvert gamalmenni í Skjaldarvík; hver heildsali, jafnt og hver götusópari; hver læknir, jafnt og hver sjúkraliði; hver atvinnurekandi, jafnt og hver hvítvoðungur; hreppstjórinn, jafnt og sveitarlimurinn. í sjálfu sér er ekkert út á þetta að setja: Einn fyrir alla, og allir fyrir einn — nema hvað það kemur manni spánskt fyrir sjónir, að þarna er aðeins talað um að jafna skuld- unum niður á þegnana — hvergi er minnst á eignirnar. Það er auðvitað réttlátt að skipta tapinu niður — ef arðinum er líka réttlátt skipt milli þeirra, sem skapa hann. Það er sannarlega réttlátt, að skipta skuld- unurn jafnt niður — ef allir eiga jafnar eignir. Kannski stingur Vísir upp á því einhvern næstu daga, að þeim auðæfum, sem til eru í landinu, verði réttlátt skipt niður meðal þeirra, sem í landinu búa. En sennilega lætur hann sér samt nægja, að skipta niður skuld- um og tapi. Þangað til alþýðan gefst upp á að láta hafa sig að fífli. — ÞRÁINN. Sú hugmynd hefur verið sett fram hér í blaðinu, að bæjarstjórnin beitti sér fyrir því, að Ú. A. semdi nú þegar við togaramenn hér nyrðra, en bærinn á, eins og kunnugt er, meiri hluta í Ú. A. Bæjarstjórn hefur fyrir skömmu sent frá sér ályktun, undirritaða af öllum bæjar- fulltrúum, þar sem hún „skor ar á ríkisvaldið og deiluaðila að gera sitt ítrasta til að deil- an megi leysast sem fyrst, þannig, að komið verði í veg fyrir frekara tjón, en orðið er,“ eins og segir orðrétt í ályktuninni. Að öðru leyti hafði bæjar- stjórn Akureyrar ekki haft af- skipti af þessari deilu, þegar þetta er ritað, en þá var bæj- arráðsfundur framundan. IJtboð — Jarðvinna Tilboð óskast í jarðvinnu og gerð frárennslis- lagnar við grunn sjúkradeildar vistheimilisins Sóiborg á Akureyri. Útboðsgagna skal vitja til Bjarna Kristjánssonar, Sólborg, Akureyri. Skilafrestur er til 23. maí 1975. Visíheimilið Sólborg, Akureyri. fyrir 6 ára börn og eldri hefst í Sundlaug Akur- eyrar 28. maí nk. — Innritun í síma 23260. SUNDLAUG AKUREYRAR. Auglýsing um lóðahreinsun Lóðaeigendur á Akureyri eru áminntir um að hreinsa af lóðum sínum allt, sem er til óþrifnað- ar og óprýði og hafa lokið því fyrir hvítasunnu nk. Verði um vanrækslu að ræða í þessu efni mun heilbrigðisnefnd Akureyrarbæjar láta hreinsa á kostnað ióðaeigenda. Heilbrigðisfulltrúi. Stálskipasmíði MEHIAR Getum bætt við nemum í stálskipasmíði (plötu- smíði). Lágmarksaldur 16 ár auk miðskólaprófs. Ailar frekari upplýsingar veitir starfsmannastjóri. Slippstöðin hf. 2 - ALÞÝÐUBANDALAGSBLAÐIÐ

x

Alþýðubandalagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðubandalagsblaðið
https://timarit.is/publication/1640

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.