Alþýðubandalagsblaðið - 16.05.1975, Page 4
AB-blaðið spjallar við Gerði Óskarsdótfur skéVasfj. á Neskaupstað
Konur láti ekki aðra
hugsa fyrir sig —
Þann 26. apríl sl. var haldin merk ráðstefna á Nes-
kaupsstað, þar sem f jallað var um kjör kvenna, til
sjávar og sveita. — Gerður óskrsdóttir, skólastjóri
Gagnfræðaskólans þar í bæ, átti þátt í undirbúningi
ráðstefnunnar, og varð hún fúslega við þeirri mála-
leitan, að svara nokkrum spurningum viðvíkjandi
þessari ráðstefnu.
AB-blaðið: Hefur svona ráð
stefna verið haldin áður hér
á landi?
Gerður: Ekki utan Reykja-
víkur, en rauðsokkar héldu
ráðstefnu í Reykjavík fyrir
skömmu um verkalýðsmál og
kjör verkakvenna.
AB-blaðið: Hver var aðdrag
andinn að ráðstefnunni?
Gerður: Þannig var að hóp-
ur rauðsokka úr Reykjavík
ákvað að heimsækja Neskaup-
stað og kynna hreyfinguna,
starfsemi hennar og markmið.
Þessi fyrirætlun varð konum
hér hvatning til að gera eitt-
hvað meira úr þessari heim-
sókn, og hugmyndin kom
fram að ræða stöðu kvenna,
til sjávar og sveita, eins og
það var kallað, og fá rauð-
sokkana úr Reykjavík með.
Þetta varð síðan veruleiki, og
ráðstefnan var haldin á veg-
um kvenna héðan úr Neskaup
stað, og framsögumenn voru
einnig héðan.
AB-blaðið: Hefur verið
stofnuð rauðsokkadeild á Ne-s
kaupsstað?
Gerður: Nei, það var ekki
nein deild úr rauðsokkahreyf-
ingunni, sem stóð að þessari
ráðstefnu, heldur hópur, sem
hafði áhuga á þessháttar um-
ræðum, og sem hefur ekki
starfað saman síðan, hvað sem
seinna verður.
AB-blaðið: Voru eingöngu
konur þarna?
Gerður: Nei, þarna voru
einnig karlmenn og einn
þeirra hélt framsöguræðu.
AB-blaðið: Hvaða þýðingu
hefur svona ráðstefna?
Gerður: Að vekja fólk til
umhugsunar um, að ekki sé
allt með felldu í málum
kvenna. Að konurnar sjálfar
fari að hugsa svolítið meira,
og láti ekki gera það fyrir sig.
Svo kemur alltaf eitthvað
fram í svona umræðum, sem
er einhvers virði.
AB-blaðið: Hvernig voru
viðbrögð heimamanna við
þessu framtaki ykkar?
Gerður: Ég held þau hafi
verið jákvæð, bæði við kynn-
ingarhópi rauðsokka, og eins
ráðstefnunni. Fólk var ofur-
lítið hissa, held ég, að slíkt
skuli hafa átt sér stað þarna,
og fólki virtist koma á óvart,
hve margt kom fram, sem á-
stæða var að ræða.
AB-blaðið: Hvað segirðu um
hugmyndina, að konur leggi
niður vinnu einn dag á kvenna
ári, til að benda á mikilvægi
vinnuframlags þeirra?
Gerður: Þessi hugmynd er
komin frá rauðsokkum og er
fyrst og fremst ætluð að leggja
áherslu á mikilvægi kvenna í
atvinnulífinu. Til eru þeir, sem
halda því fram, að konur ættu
hvergi að vera nema á heimil-
unum, gæta bús og barna.
Þeir hinir sömu ættu að grea
sér grein fyrir því, að allt at-
vinnulíf lamaðist, ef kvenfólk
tæki upp á þéssu.- Hvað yrði
um frystihús ,skóla og sjúkra-
hús. Þessi hugmynd er því
fyrst og fremst til að benda á
hið mikilsverða hlutverk
kvenna í atvinnulífinu. Hitt
mætti svo líka benda á, að
þessi krafa um að konur hverfi
af atvinnumarkaðnum verður
sífellt hærri á atvinnuleysis-
tímum og einmitt núna gæti
þessi söngur orðið sterkari.
AB-blaðið: Eru kjör úti-
vinnandi kvenna í Neskaups-
stað eitthvað frábrugðin því,
sem gerist annarsstaðar?
Gerður: Já, að því leyti, að
barnaheimilið á Neskaupsstað
er eina barnaheimilið á land-
inu, þar sem öll börn fá pláss,
jafnt börn einstæðra foreldra,
sem giftra. Eins er með sjúkra
húsið, húsmæður sem fara að
vinna þar, lenda ekki á byrj-
unarlaunum, heldur er hús-
móðurstarfið metið sem starfs
reynsla.
AB-blaðið: Að lokum Gerð-
ur, hvað segirðu eftir eins árs
tasrfsreynslu, sem eina konan
í stöðu skólastjóra gagnfræða-
skóla?
Gerður: Ég hef ekki undan
neinu að kvarta, ég hef ekki
orðið vör við, að mér sé neitt
verr tekið, af því að ég er
kvenmaður. Samstarfið við
undirmenn mína, sem eru
mest allt karlmenn, hefur
gengið vel og ég verð hér á-
fram.
RITSTJORNARGREIN
AGS
Ráðstefna á
kvennaári
MALGAGN alþýðubandalagsins í norðurlandskjördæmi eystra
Ritnefnd: Helgi Guðmundsson (ábm.), form. Soffía Guðmunds-
dóttir, Einar Kristjánsson, Óttar Einarsson, Steinar Þorsteinsson
og Þráinn Bertelsson. — Framkvæmdastjóri: Jón Daníelsson.
Ritstjórn og afgreiðsla: Geislagötu 10, sími (96)2-18-75, póst-
hólf 492. — Opið þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9.30 — 11.30.
Fyrir skömmu var haldin á Neskaupstað, ráðstefna, sem
fjallaði um kjör kvenna til sjávar og sveita. Ráðstefnuna
sátu um 40 manns, bæði karlar og konur, en starfshópur
kvenna á Neskaupstað stóð að undirbúningi og hópur rauð-
sokka kom frá Reykjavík til þátttöku.
Varla þarf að minna á, að nú stendur yfir alþjóðlegt
kvennaár, en allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna tók um
það ákvörðun á sínum tíma, að árið 1975 skyldi helgað bar-
áttunni fyrir réttindum kvenna. Sér þess nú staði víða um
lönd, að ekki verður látið sitja við orðin tóm.
Félagslegar kannanir eru gerðar, ráðstefnur eru haldnar,
og öll umræða, bæði af opinberri hálfu og manna í millum,
ber því vitni, hver áhrif ákvörðunin um alþjóðlegt kvennaár
óhjákvæmilega hefur, ekki síst, þegar svo öflugur aðili, sem
Sameinuðu þjóðirnar á í hlut. ‘
Baráttuaðferðir mótast vitanlega af aðstæðum í hinum
ýmsu löndum heims, og margur kann að hugsa sem svo, að
í iðnvæddum, háþróuðum ríkjum, t. d. í Vestur-Evrópu,
hafi öllu réttlæti þegar verið fullnægt, eða því sem næst,
og hvers geti konurnar óskað sér, fram yfir það, sem þegar
hefur áunnist. Samt vakna margar spurningar, cinnig í þeim
hluta heims, sem kennir sig við velferð. Hvernig stendur á
því, að konurnar eru ævinlega að langstærstum hluta í
lægstu launaflokkunum? Af hverju hafa stúlkur ekki sömu
möguleika og piltar til menntunar og starfa í samræmi við
hæfni? Af hverju standa konur svo höllum fæti á vinnu-
markaði sem raun ber vitni? Hver meinar þeim að njóta
atvinnuöryggis? Af hverju eru sum störf kvennastörf, en
önnur karlastörf? Hvað útilokar konur frá sviði stjórnmál-
anna? Hvernig getur staðið á því, að konurnar eru ekki
viðurkenndar sem fullgildir þjóðfélagsþegnar og fyrir-
vinnur? Ilvers vegna hafa þær fullar skyldur, en takmörkuð
réttindi?
Það eru m. a. þessar spurningar, sem rauðsokkahreyfingin
hcfur hér á landi átt stærstan þátt í að vekja með mönnum,
og það svo rækilega, að furðu margir eru farnir að setja
a.m.k. spurningarmerki við áður viðteknar venjur og viðhorf.
Margir þeir einstaklingar, sem móður náttúru þóknaðist að
skipa í lágstéttina konur, hafa vaknað til nýrrar vitundar
um stöðu sína og búist til sóknar fyrir bættum hag og jafn-
rétti á við karla.
A alþjóðlegu kvennaári hafa rauðsokkar gengist fyrir ráð-
stefnu í janúar s.l. um kjör láglaunakvenna í samvinnu við
nokkur verkalýðsfélög. Þá var haldin ráðstefna í febrúar um
dagvistunarmál og forskólafræðslu, í samvinnu við Fóstru-
félagið. Og svo var sú ráðstefna, sem haldin var á Neskaups-
stað, sem fyrr var getið.
Af öðrum aðgerðum hér á landi í tilefni kvennaárs, hefur
ekki frést, ef frá er talið, að í janúar settu A. S. í. og
B. S. R. B. á laggirnar nefnd, sem vinnur að félagslegri
könnun, og ráðstefna er fyrirhuguð í framhaldi þar af í
september n. k.
Þess er að vænta, að fleiri þeir aðilar, sem láta sig jafn-
réttismál nokkru varða, láti nú einnig verkin tala og sýni,
að árið 1975 verður að vera ár athafna og baráttu, eigi
árangur að nást.
Það er eftirtektarvert, að þeir hópar, sem framsæknastir
eru í félagslegum efnum, eru hópar námsmanna og svo hin
nýja kvennahreyfing, sem hér á landi og raunar víðar
kennir sig við rauða sokka. Þeir eru einfaldlega tákn þess,
að konurnar vilja standa á eigin fótum og byggja líf sitt
á eigin framlagi í námi og starfi. — S. G.