Alþýðubandalagsblaðið - 16.01.1976, Side 2

Alþýðubandalagsblaðið - 16.01.1976, Side 2
Jarðvarmi Framhald af bls. 1. selja matvæli úr landi, og að matvælaframleiðsla úr moldu ákvarðar kjör og fólksfjölda í hverri efnahagsheild, því betra fyrir framtíð íslensku þjóðarinnar. Um notkun jarðvarma til heyþurrkunar Að mínu áliti kemst þjóðin ekki hjá því að margfalda búnaðarframleiðslu sína, ef hún vill eiga einhverja framtíð fyrir sér. í dag er mjólkur- og kjötframleiðslan að mjög verulegu leyti iðnað- ur, rekinn með 60 þúsund tonnum innflutts hráefnis, en fyrir þann innflutning mun taka í framtíðinni, enda kost- ar hann 1200 millj. kr. á ári í erlendum gjaldejrri. í þessari baráttu upp á líf og dauða standa íslendingar betur að vígi en flestar aðrar þjóðir, því að landið er ónumið að kalla og á margan hátt mjög vel fallið til þess búskapar- háttar, sem grundvallast á grasi til fóðurnotkunar handa jórturdýrum, en veðurfar hins vegar afleitt til þurrheysverk- unar á velli. Hið sífellda stríð við þurrheysverkunina hefur leikið íslenskt samfélag mjög grátt allt frá landnámstíð og á margan hátt mótað skapgerð og undirvitund þjóðarinnar og m. a. valdið því, að hún er mjög deig við að ganga á hólm við vandamál landbúnaðarins, sem þó mun verða örlagavald- ur íslensks þjóðemis í fram- tíðinni. Að mínu áliti er mjög auðvelt að brejrta grasi sum- arsins í vertarfóður handa bú- fé með votheysverkun. En mér er líka orðið ljóst, að allur þorri íslenskra bænda hefur hvorki vilja til né trú á þeirri heyverkunaraðferð og þess vegna er súgþurrkun í flest- um hlöðum, þótt vísindalega framkvæmdar rannsóknir hafi sýnt, að meirihluti hitans, sem ber rakann úr heyinu, mynd- ast við efnisbruna kolvetnis- ins í heyinu. Þetta tap er svo bætt með innfluttu kornmeti handa búfénu. Hægt er þó að komast hjá verulegum hluta efnisbrunans með því að hita blástursloftið um 12—15 gráð- ur, en slíkt er og verður að sjálfsögðu alltof dýrt með notkun olíu, en jarðvarmi gæti hins vegar komið hér að góðum notum. Erlendis hefur það verið rannsakað eins ítar- lega og mannlegir vitsmunir megna, hvernig hagkvæmast er að varðveita gras til vetrar- fóðurs. Ótrúlega lítið af þess- um erlenda reynsluforða hef- ur hefur verið kynnt íslensk- um bændum, þjóðinni og fram tíð hennar til ómetanlegs tjóns. Það virðist því auðséð hverjum manni, sem teljast vill gildur þjóðfélagsþegn, að íslenska bændastéttin er þann ig lent ofan í djúpum gilskorn ingi, sem endar á brún sjávar- hamra, enda rekin áfram af valdsmönnum, sem hafa sára- litla þekkingu á landbúnaðar- og þjóðhagsfræði. Úr þessu þarf að bæta, ef vel á að fara, og það er reyndar sjálfsögð skylda hvers nýts þjóðfélags- þegns að leggja sitt af mörk- um til þess. Reynsla á því, hvernig hagkvæmast er að varðveita sumargróður sem vetrarfóður handa búfé, er fyr ir hendi bæði hér og erlendis, en ónotuð að mestu vegna and legrar deyfðar og hugleysis. Skoðun mín er sú, að votheys- verkun sé auðveldasta og hag kvæmasta aðferðin, en af sál- arlegum ástæðum virðast ótrú lega margir ófærir um að hag- nýta sér hana, en þær ástæð- ur ættu ekki að hindra þá í að hagnýta sér hitaorku jarð- varmans við heyþurrkun, og nú verður sú hitaorka væntan lega yfrið nóg í nágrenni Ak- ureyrar. Fyrir u. þ. b. 20 árum lagði ég mikla andlega vinnu í það að kanna rejmslu annarra þjóða viðvíkjandi súgþurrk- un með heitu og köldu lofti, og komst að þeirri niðurstöðu, að í hinu forna Flæmingja- landi í Norður-Frakklandi og Belgíu voru notaðar þróaðar aðferðir við heyþurrkun, sem efalítið mundu rejmast okkur hagkvæmar í notkun. Þar eiga bændur jrfirleitt tvær litlar súgþurrkimarhlöður, sem hirt er í til skiptis og hitastig blástursins er stillt þannig, að heyið fullþomar á sólarhring. Síðan er hejdnu mokað á færiband, sem annað hvort flytur það í endanlega geymsluhlöðu eða í bindivél. Með þessari aðferð og notkun jarðvarma mun verða hægt að auka mjög rekstrarhag- kvæmni þjóðarbúsins og auka þjóðarauð, og ég tel fyllstu ástæðu til þess að rejmsla þess ara bænda og annarra víða um heim verði hugleidd nú í vetur, svo umheiminum verði Ijóst, að íslendingar séu færir um að búa og lifa á íslandi við íslenskar aðstæður. Einar Petersen. FjórðungssjúkrahúsiiHt á Akureyri berast gjafir Frá gömlum vini kr. 100 þús. Til minningar um Karl Jó- hannesson Ytra-Hóli frá systkinum og mágafólki kr. 35.000.00. Til minningar um Héðinn Friðriksson frá tengdaforeldrum Margréti Árnadóttur og Kristjáni Hall- dórssyni Klængshóli kr. 20.000.00. Gjöf frá Baldvini Guðjónssyni, Siglufirði, kr. 50.000.00. Til minningar um Ara Guðmundsson frá Þúfna- völlum frá Sigríði B. Guð- mundsdóttur kr. 10.000.00. Ágóði af hlutaveltu í Barna- skóla Glerárhverfis, 7. bekk- ur, 9. stofa, kr. 28.475.00. Áheit frá K. M. Sigurðardótt- ur kr. 5.000.00. Gjöf frá Guð- rúnu H. Guðmundsdóttur kr. 20.000.00. Til minningar inn Snjólaugu Sigfúsdóttur og Bjarna Arason frá Grýtu- bakka frá Margrétu Bjarna- dóttur kr. 20.000.00. Frá Aðal- björgu Sigurðardóttur til magarannsókna kr. 10.000.00. Til minningar um Hermann Kristjánsson og Áslaugu Jóns dóttur, Leyxnngi, og Margréti Skúladóttur frá Kjartani Júlí- ussyni kr. 15.000.00. Til minn- ingar um Halldór Vilberg Jó- hannesson frá Steinunni Krist jánsdóttur, Eyrarvegi 6, Siglu firði, kr. 1.000.000. Gjöf frá togarasjómönnum við Eyja- fjörð kr. 30.000.00. Margar aðrar gjafir ' hafa borist sjúkrahúsinu á árinu, nýlegast stór bókasending frá Lárusi Björnssyni trésmiði. Ein stærsta gjöf sem borist hefir sjúkrahúsinu var rönt- genmyndatæki frá Lions- klúbbi Akureyrar ásamt mörg um öðrum félagasamtökum á Akureyri og í nágrannabyggð- um. Kvenfélagið Hlíf og fleiri kvenfélög hafa margsinnis gef ið sjúkrahúsinu stórar gjafir og alveg sérstaklega barna- deild þess. Allar þessar gjafir og marg- ar fleiri þakka ég af heilum huga. Torfi Guðlaugsson. Leikfélag Akureyrar. Glerdýrin eftir Tenessie Williams. Leikstjórn: Gísli Halldórsson. Frumsýning föstudag 16. janúar. Miðasala frá kl. 4—6, daginn fyrir sýningardag og sýningardaginn. Sími: 1-10-73. LEIKFÉLAG AKUREYRAR. Gjalddagar fasteignagjalda Akureyri 1976 Ákveðnir hafa verið tveir gjalddagar fasteigna- gjalda á Akureyri á árinu 1976. 15. janúar fellur í gjalddaga upphæð sem svarar til 70% af álögðum fasteignagjöldum s. 1. ár. 15. maí er síðari gjalddagi á eftirstöðvum fasteigna gjaldanna 1976. Þess er vænst, að fasteignaeigendur bregðist vel við og greiði á réttum gjalddaga tilskilinn hluta fasteignagjaldanna þótt gjaldseðlar berist ekki fyrr en síðar. Dráttarvextir eru samkvæmt lögum fallnir á öll ógreidd bæjargjöld frá fyrra ári og nema þeir frá áramótum 2% fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði frá gjalddaga. Bæjarskrifstofan er opin daglega frá kl. 8,30 til 12,00 og 13,00 til 16,00, en auk þess á mánudög- um og föstudögum kl. 17,00 til 18,30. Akureyri, 9. janúar 1976, BÆJARRITARI. Aðvörun tii vinnuveitenda og verkafólks Enn skal á það bent, að það verkafólk, sem er félagsbundið í Verkalýðsfélaginu Einingu, hefur forgangsrétt tii vinnu í öllum þeim starfsgreinum, sem félagið hefur samningsrétt um. Að marggefnu tilefni skal það sérstaklega tekið fram, að þetta gildir um ræstingarvinnu jafnt sem önnur störf. Til að komast hjá óþægindum, ættu vinnuveitend- ur jafnan að ganga úr skugga um, að nýtt starfs- fólk hafi félagsréttindi sín í lagi. VERKALYÐSFÉLAGIÐ eining. 2 — ALÞÝÐUBANDALAGSBLAÐIÐ

x

Alþýðubandalagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðubandalagsblaðið
https://timarit.is/publication/1640

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.