Alþýðubandalagsblaðið - 16.01.1976, Blaðsíða 3
Hugleiðingar um íhaldsstjórn
Framhald af bls. 4.
bandalgasins saman við land-
helgisstefnu ríkisstjórnarinn-
ar, og heitir síðan á máli vald-
hafanna: „Viðleitni til þess að
gera íslendinga óháðari stopul
um sjávarútvegi með því að
renna nýjum og traustari stoð
um undir atvinnulíf þjóðar-
innar.“
Enda þótt ríkisstjórnin eigi
við ramman reip að draga í
landhelgismálinu þar sem hún
neyðist til af hugmyndafræði-
legum ástæðum að leika tveim
skjöldum af tillitssemi við
Atlantshafsbandalagið, þá er
hún einnig í þessu máli eðli
sínu samkvæm, þar sem hún
tekur mið af hagsmunum al-
þjóðlegs bræðralags auðhyggj
unnar í átökum þess við al-
þýðu manna á landi hér.
★
Ríkisstjórnin er málefna-
lega heilsteypt íhaldsstjórn.
Sú brotalöm sem ýmsir hafa
' þótzt sjá á henni vegna skoð-
anaágreinings kjósenda stjórn
arflokkanna er óskhyggja.
Stuðningur SÍS-klíkunnar,
sem ræður nú ferð Framsókn-
arflokksins, við þessa ríkis-
stjórn er svo eindreginn að
opinskáir forystumenn úr
hópi hugmyndarfræðinga
Sjálfstæðisflokksins eru tekn-
ir að ræða um Ólaf Jóhannes-
son sem „hinn sterka mann“
ríkisstjórnarinnar og gera því
skóna að hann taki formlega
við stjórnarforystunni af Geir
Hallgrímssyni. — Óánægja
vinstrisinna í Framsóknar-
flokknum með þessa ríkis-
stjórn er hins vegar trúverð-
ug. En hún er langt fyrir utan
stjórnarbúðirnar. Vinstrimenn
Framsóknar eru hamlaðir af
bragðvísi flokksstjórnar sinn-
ar, sem hefur það uppi að hún
eigi nú ekki annarra kosta völ
en stjórna til hægri. Hugsjóna
leg andstaða ýmissa beztu
manna Framsóknarflokksins
við þessa ríkisstjórn er aðeins
vísbending um það að megin-
styrkur hennar liggi raunar
ekki í traustiun þingmeiri-
hluta hennar sjálfrar, heldur
í sundurþykki vinstriaflanna í
landinu og meðfylgjandi van-
mætti þeirra.
Því er það, að nú er rætt af
mikilli alvöru um leiðir til að
bæta samlyndi vinstrafólks á
landi hér svo að forða megi
þjóðinni frá þeim bráða voða,
sem henni er búinn af völdum
sterkrar, samhentrar og í senn
mjög vondrar íhaldsstjórnar.
Kjarni röksemdafærslunnar
er þessi:
Sé okkur alhugað að koma
íhaldsstjórninni frá völdum
og mynda „nýja, sterkari og
róttækari vinstristjórn að
loknum næstu kosningum“
eins og við Alþýðubandalags-
menn orðuðum þetta fyrir
skemmstu, þá bíður okkar nú
það verkefni að skilgreina
fyrrgreindan ágreining vinstri
manna, uppræta þá kvisti
hans sem stafa af misskilningi,
persónulegri togstreitu og
órökstuddri tortryggni, og
meta síðan þann hugsjónalega
ágreining sem eftir kann að
standa á milli vinstriflokk-
anna í ljósi þeirrar pólitísku
ábatavonar, sem við þykjumst
eygja í vinstrisamfylkingu í
einhverri mynd.
Hér er okkur með skynsam-
legum orðum sett fyrir býsna
erfitt verkefni. Vera má að
undirbúningur fyrri sáttatil-
rauna hafi ekki verið jafn
greindarlegur og hér er ráð
fyrir gert, en reynsla okkar af
fyrri tilraunum til vinstra sam
starfs er ekki slík að við get-
um talð það einhlítan vita að
stýra eftir í stjórnmálabarátt-
unni. Hann hefur — að
minnsta kosti fyrir Norð-
Austurlandi — lýst hvítt yfir
mörg blindsker, sem sett hafa
varanlegt mark á kjalsíður A1
þýðubandalagsins.
★
Þá er hitt einnig óvíst, eft-
ir hverju er að slægjast þar
sem er styrkur Alþýðuflokks-
ins og Samtakanna í banda-
lagi gegn ríkisstjórninni. í síð-
ustu bæjarstjórnarkosningum
kom í ljós að verulegur hluti
Alþýðuflokksins vildi heldur
styrkja Sjálfstæðisflokkinn en
samfylkingarlista til vinstri,
sem var þó ekki vaskmann-
legri en svo að þar var fylkt
með Samtökum frjálslyndra
og vinstrimanna. Samtök
frjálslyndra og vinstrimanna
eru býsna óljós að stærð eigi
síður en stefnu. Loks er þess
að geta, að af hálfu forystu-
manna Alþýðuflokksins hefur
tæpast örlað á neinni þess
háttar stefnubreytingu, sem
gefi okkur ástæðu til að ætla
að þeir fáist til samstarfs við
Alþýðubandalagið um nein
þess háttar stefnumál, sem
réttlætt gætu vinstrasamstarf
af okkar hálfu. Að vísu hafa
ungliðar í Alþýðuflokknum
látið sér um munn fara ýms-
ar upphrópanir, sem túlka
mætti sem vísbendingu um
einhverskonar vinstrikenndir.
Þangað til annað kemur í ljós
skulum við trúa því að þar séu
á ferðinni hljóðmerki um eitt-
hvað markverðara en stimp-
ingar smákrata um stæði fram
an við væntanlega byltinga-
gátt. Loks skal það tekið fram,
að enda þótt tilburðir Alþýðu-
flokksleiðtoganna til sam-
vinnu við okkar menn í verka
lýðshreyfingunni syðra séu
vísbending um einhverskonar
vilja til samfylkingar, þá hljót
um við að skoða þá með tor-
tryggni á Norðurlandi þar sem
krataforingjarnir blasa hvar-
vetna við okkur í andskota-
flokkinum miðjum, höfuð-
paura samsæris íhalds og
framsóknar gegn okkar mönn
um í verkalýðsfélögunum.
Eigi að síður hvílir sá vandi
á Alþýðubandalaginu að finna
ráð til þess að sameina vinstri
sinnað fólk í landinu til þess
að taka upp skipulagða and-
stöðu gegn óhæfri og hættu-
legri ríkisstjórn og síðan til
mótunar nýrar stefnu við erf-
iðar aðstæður í átt að fornum
markmiðum.
í framansögðu felst viður-
kenning á þeirri kunnu stað-
reynd að vinstrisinnað fólk
stendur margt utan vébanda
Alþýðubandalagsins og í röð-
um annarra stjórnmálaflokka.
Til þess liggja ýmsar ástæður
og ekki vert að harma þær all-
ar. En það er hlutverk Al-
þýðubandalagsins að sverfa
nú fararbroddinn á vinstri-
fylkingu, sem hlotið geti það
traust sem nægir til meiri-
hlutafylgis. Efnið í þann
brodd finnst ekki hjá öðrum.
En efnið í fylkinguna verðum
við að fá víðar að, og af því
hljótum við að taka mið, að
hvass fararbroddur er því að-
eins góður að myndarlega sé
fylgt á eftir.
★
Áður var vikið að því
hversu flokkur okkar beið
tjón hér í kjördæminu við
fyrri samfylkingartilraunir
með þeim öflum sem við hug-
leiðum nú samstarf við. Til
sanns vegar má færa að okk-
ar fólk hafi kosið á þing árið
1956 einn þeirra Alþýðuflokks
manna, sem reisti stoðir imdir
tólf ára viðreisnarstjórn og
gerðist einn af guðfeðrum
landhelgissamningsins fræga
frá 1961. Það kosningabanda-
lag átti þó að verða upphaf
róttækrar vinstristjórnar. í
bejnan karllegg til þess sam-
starfs má síðan rekja póli-
tíska þróun sem leiddi til þess
að norðlenzkir sósíalistar
máttu áður en lauk horfa á
eftir sjálfum foringja sínum
inn í mpldkóf Alþýðuflokks-
ins. Sporin hræða, og framtíð
vinstrihreyfingarinnar í þessu
kjördæmi má héita ráðin ef sú
för, sem hér um ræðir, endaði
enn í hugsjónalegu skriðu-
hlaupi.
Af því sem að framan er
ritað má það vera ljóst að höf-
undur þessarar greinar hvet-
ur ekki til neinna allsherjar
húrrahrópa við tilhugsunina
um nýja tilraun til vinstrisam
fylkingar. Sú dagsbrún sem
við væntum í íslenzkri póli-
tík er enn ekki risin. En
ástandið í íslenzkum stjóm-
málum er nú með þeim hætti
að flokkur okkar getur ekki
axlað af sér ábyrgðina, sem
því fylgir að hafa einn til að
bera þann styrk, sem til þarf
að beita sér fyrir tilraun til
úrbóta.
Að lokum hvetur greinar-
höfundur Alþýðubandalags-
fólk til þess að ræða þá póli-
tísku stöðu, sem hann hefur
reynt að skilgreina með þess-
um alltof mörgu orðum. Hon-
um er mikið í mun að þetta
verði gert af sérstakri alúð
hér í kjördæminu, þannig að
enginn geti eftir á borið því
við að hafa ekki verið spurð-
ur álits. Með lýðræðislegum
og ábyrgum vinnubrögðum má
ef til vill forða ónefndiun
þingmanni frá þeim örlögum
fyrirrennara síns að svífa allt
í einu, einn á vængjum morg-
unroðans burt frá augliti fé-
laga sinna.
St. J.
ALÞÝÐUBANDALAGSBLAÐIÐ — 3