Morgunblaðið - 28.08.2021, Qupperneq 1
Hamar ehf er um 160 manna vinnustaður sem rekur þétt og öflugt þjónustunet um allt land á sviði málm- og véltækni.
Við leggjum ríka áherslu á gæði og fagmannleg vinnubrögð með það að leiðarljósi að uppfylla ávallt kröfur og væntingar viðskiptavina okkar.
Verkefni Hamars eru hin fjölbreytilegustu, allt frá grófri járnsmíði niður í hina fínustu sérsmíði.
Tæknifræðingur
Skrifstofustarf
Deildarstjóri
Tæknimaður á starfstöð Hamars á Eskifirði
Hamar ehf óskar eftir tæknimanni með góða þekkingu á sviði málmiðnaðar til að
styðja við rekstur starfsstöðvar Hamars á Eskifirði og þjónusta viðskiptavini Hamars
á svæðinu auk þess að sinna öðrum verkefnum á tæknisviði fyrirtækisins.
Helstu verkefni:
• Samskipti og þjónusta við viðskiptavini Hamars á Austurlandi.
• Uppbygging og viðhald viðskiptasambanda.
• Heimsóknir til viðskiptavina.
• Verkefni á tæknisviði, s.s. hönnunar-, tækni- og teiknivinna.
• Tilboðsgerð, eftirlit með verkefnum og verkefnastýring.
Menntunar og hæfniskröfur:
• Véltæknifræði, véliðnfræði- eða verkfræðimenntun.
• Góð reynsla og þekking á faginu nauðsynleg.
• Iðnmenntun er mikill kostur.
• Hæfni í mannlegum samskiptum.
• Öguð vinnubrögð og gott skipulag.
• Góð þekking á MS Office (Excel, Word og jafnvel MS project).
• Góð þekking á notkun AutoDesk teikni- og hönnunarforrita.
• Gott vald á ensku, bæði töluðu og rituðu máli er mikill kostur.
Um er að ræða fullt starf
Nánari upplýsingar um starfið veitir framkvæmdarstjóri Árni Gíslason.
Umsóknir skulu einnig berast til framkvæmdarstjóra á netfangið: arni@hamar.is.
Starfsmaður á skrifstofu Hamars á Eskifirði
Hamar ehf. óskar eftir að ráða starfskraft í fullt starf á skrifstofu. Viðkomandi þarf að
geta hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni:
• Almenn skrifstofustörf.
• Skönnun reikninga.
• Innkaup á rekstrarvörum.
• Umsjón með skrifstofu og kaffistofu.
Menntunar og hæfniskröfur:
• Menntun/reynsla sem nýtist í starfi. Reynsla í bókhaldsstörfum er kostur.
• Almenn tölvukunnátta. Grunnþekking í Navision og færni í Excel.
• Nákvæm og vönduð vinnubrögð.
• Samskiptahæfni, þjónustulund.
• Metnaður og frumkvæði í starfi.
Um er að ræða 50-100% starf
Nánari upplýsingar um starfið veitir skrifstofustjóri Ásta Þóra Ólafsdóttir.
Umsóknir skulu einnig berast til skrifstofustjóra á netfangið: asta@hamar.is.
Deildarstjóri á starfstöð Hamars á Eskifirði
Hamar ehf óskar eftir deildarstjóra með góða þekkingu á sviði málmiðnaðar til að
leiða rekstur starfsstöðvar Hamars á Eskifirði og þjónusta viðskiptavini Hamars á
svæðinu.
Helstu verkefni deildarstjóra
Deildarstjóri sér um daglegan rekstur deildarinnar svo sem samskipti við viðskiptavini
og birgja, starfsmannahald, reikningagerð og bera ábyrgð á eftirliti og viðhaldi véla
deildarinnar. Deildarstjóri tekur virkan þátt í uppbyggingu og stefnumótun félagsins
og er þar með eitt af andlitum fyrirtækisins útá við.
Menntunar og hæfniskröfur:
• Deildarstjóri skal hafa fagréttindi í iðngreininni.
• Reynsla af rekstri, viðhaldi og ráðgjöf á sviði vélbúnaðar.
• Haldgóða þekkingu á tölvum, svo sem excel, word.
• Hæfileika til að tjá sig í ræðu og riti.
• Frumkvæði og samskiptahæfni.
• Góð íslensku- og enskukunnátta.
• Stundvísi.
Um er að ræða fullt starf
Nánari upplýsingar um starfið veitir framkvæmdarstjóri
Árni Gíslason. Umsóknir skulu einnig berast til
framkvæmdarstjóra á netfangið: arni@hamar.is.
Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is
RÁÐNINGAR
RÁÐGJÖF
RANNSÓKNIR