Morgunblaðið - 28.08.2021, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST 2021 5
Viltu taka þátt í mótun og framkvæmd
þjónustu á sviði skóla-, frístunda- og
velferðarmála í borginni?
Menntastefna Reykjavíkurborgar og
nýsamþykkt velferðarstefna leggja
grunn að nýrri nálgun í þjónustu við
íbúa borgarinnar.
Eftirfarandi stöður eru lausar:
Velferðarsvið
• Framkvæmdastjóri nýrrar rafrænnar
þjónustumiðstöðvar velferðarsviðs
• Framkvæmdastjóri nýrrar þjónustumiðstöðvar
velferðarsviðs fyrir Grafarvog, Árbæ,
Kjalarnes og Grafarholt
• Framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar
Laugardals og Háaleitis
Umsóknarfrestur er til og með 30 ágúst.
Nánari upplýsingar um störfin er að finna á https://reykjavik.is/laus-storf/oll-storf
Velferðastefna Reykjavíkurborgar
- Reykjavík fyrir okkur öll
Velferðarstefna Reykjavíkurborgar er rammi utan um
metnaðarfulla velferðarþjónustu sem hefur það að markmiði að
auka lífsgæði borgarbúa. Nánari upplýsingar hér:
https://reykjavik.is/velferdarstefna-reykjavikurborgar
Verkefnið Betri borg fyrir börn
Tilraunaverkefni sem hefur verið í Breiðholti frá árinu 2019 verður
nú innleitt um alla Reykjavíkurborg. Markmið verkefnisins er að
bæta þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra í skóla-,
velferðar- og frístundastarfi borgarinnar. Nánari upplýsingar hér:
https://reykjavik.is/betri-borg-fyrir-born
Menntastefna Reykjavíkurborgar
– Látum draumana rætast
Menntastefna Reykjavíkurborgar leggur grunn að framsæknu
skóla- og frístundastarfi sem byggir á styrkleikum íslensks
samfélags. Nánari upplýsingar hér: https://menntastefna.is
Lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna
Farsældarlög, sem samþykkt voru 11. júní sl., taka gildi 1. janúar
2022. Meginmarkmið laganna er að börn og foreldrar sem á þurfa
að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.
Nánar hér: https://www.althingi.is/lagasafn/nylega-samthykkt-log/
Skóla- og frístundasvið
• Skrifstofustjóri leikskóla sem er faglegur
leiðtogi í öllu leikskólastarfi í Reykjavík
Ný skóla- og frístundaskrifstofa
í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum
• Fagstjóri grunnskóla
• Fagstjóri leikskóla
Ný lög um samþættingu þjónustu í
þágu farsældar barna krefjast nýrra
vinnubragða í samskiptum þeirra
sem veita börnum og fjölskyldum
þjónustu. Þá stendur yfir innleiðing
á verkefninu Betri borg fyrir börn í
öllum borgarhlutum.
Reykjavíkurborg leitar því að öflugum
leiðtogum til að taka þátt í og leiða þær
breytingar sem framundan eru á
velferðarsviði og skóla- og frístundasviði.
Lögð er áhersla á að þétta samstarf
sviðanna og markmiðið er að bæta
þjónustu við notendur, ekki síst börn,
ungmenni og fjölskyldur þeirra.
Ný skóla- og frístundaskrifstofa í Grafarvogi,
Árbæ, Kjalarnesi og Grafarholti
• Fagstjóri grunnskóla
• Fagstjóri leikskóla
Ný skóla- og frístundaskrifstofa
í Laugardal og Háaleiti
• Fagstjóri grunnskóla
• Fagstjóri leikskóla
SPENNANDI TÍMAR FRAMUNDAN
hjá Reykjavíkurborg
Við hvetjum fólk af öllum kynjum, fatlað fólk og fólk með fjölbreyttan menningarlegan bakgrunn til að sækja um störfin