Morgunblaðið - 21.08.2021, Síða 1

Morgunblaðið - 21.08.2021, Síða 1
Fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar leitar að öflugum leiðtoga til að stýra áætlana- og uppgjörsskrifstofu. Sviðið hefur yfirumsjón með fjármálastjórn Reykjavíkurborgar og hefur snertifleti við alla þætti rekstrar A-hluta borgarsjóðs og veitir stjórnendum upplýsingar, stuðning og aðhald. Áætlana- og uppgjörsskrifstofa er ein af skrifstofum fjármála- og áhættustýringarsviðs. Helstu verkefni skrifstofunnar eru gerð fjárhagsáætlunar og fimm ára áætlunar, uppgjör A-hluta og samstæðu, fjárhagslegar greiningar á rekstri og fjárfestingum og upplýsin- gagjöf til borgarstjóra og borgarráðs. Umsóknarfrestur er til og með 30. ágúst næstkomandi. Umsóknir óskast fylltar út á www.vinnvinn.is Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is) og Hilmar G. Hjaltason (hilmar@vinnvinn.is). Nánari upplýsingar um starfið veitir Halldóra Káradóttir sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs í gegnum tölvupóstfangið halldora.karadottir@reykjavik.is. Skrifstofustjóri áætlana- og uppgjörsskrifstofu Menntunar- og hæfniskröfur Háskólapróf í fjármálum, reikningshaldi eða endurskoðun. Cand oecon eða framhaldsmenntun áskilin. Embættispróf í endurskoðun er æskilegt. Reynsla af uppgjörum og reikningshaldi, endurskoðun eða starfi á endurskoðun- arstofu. Stjórnunarreynsla. Reynsla af greiningum og úrvinnslu gagna, ásamt framsetningu upplýsinga um rekstur og fjármál. Leiðtogahæfileikar og góð samskiptafærni. Frumkvæði, framsýni og metnaður til að ná árangri í starfi. Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur. Góð íslensku og enskukunnátta. Hæfni til að kynna efni í töluðu og rituðu máli. Helstu verkefni og ábyrgð Stjórnun og dagleg ábyrgð á starfsemi og rekstri skrifstofunnar. Ábyrgð á ársreikningi og samstæðuuppgjöri Reykjavíkurborgar, ásamt uppgjöri A-hluta og sjóða hans. Ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar og fimm ára áætlunar, þ.m.t fjárfestingaráætlu- nar, og fjármálaáætlunar fyrir A-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar. Ábyrgð á fjárhagslegum greiningum á rekstri og fjárfestingum ásamt upplýsingagjöf til borgarstjóra og borgarráðs. Hefur fjárhagslegt innra eftirlit með rekstri borgarsjóðs. Veitir ráðgjöf á sviði fjármála og fjármálastjórnunar til borgarstjóra og borgarráðs. Ábyrgð á gerð og skilum gagna til skattyfirvalda. Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.