Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.08.2021, Síða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.08.2021, Síða 10
ANDLEG HEILSA 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.8. 2021 Þegar maður var farinn að keppa úti í heimi fann maður fyrir gríð- arlegri pressu,“ segir Jón Arnar Magnússon, fyrrverandi tugþrautarkappi, sem keppti á þrennum Ólympíuleikum. „Maður vissi að maður þyrfti að standa sig. Maður gat ekki falið sig á bak við neinn, maður var bara einn í liði,“ segir Jón. „Ég lærði mjög fljótt að orða hlutina rétt þegar ég var í viðtölum. Ekki segja bara eitthvað út í loftið því þá fékk mað- ur það bara í bakið einn, tveir og þrír. Maður fann sér einhverjar aðferðir til þess að slaka á og njóta í stað þess að stressa sig á því að ná árangri.“ Á mótum segist Jón hafa dregið sig í hlé þegar kom að honum að keppa enda keppt tvo daga í röð, í fimm greinum hvorn dag, í tugþrautinni. „Maður fann einhvern góðan stað og stundaði ein- hvers konar hugleiðslu eða íhugun. Ég beitti því mikið.“ Jón segir að komið hafi tímabil þar sem hlutirnir sátu þungt á honum, í kringum meiðsli eða þegar illa gekk. „Svo var umtalið hérna heima ekkert endilega uppbyggjandi og oft neikvætt. Þá var þetta stundum ansi erfitt og mað- ur hugsaði til hvers maður væri nú að gera þetta. En ég átti góða að sem hjálp- uðu mér.“ Hann segir að erfitt hafi verið að hætta keppni þegar kom að því. „Þetta var búið að vera stærsti partur lífs míns í einhver tíu tólf ár og þegar ég tók þá ákvörðun að hætta varð rosalegt tóm í lífi mínu,“ segir Jón. „Ég var alltaf að stefna að einhverju en svo var það allt í einu búið. Þá þurfti maður aðstoð við að koma sér út úr því. Fara til sálfræðings og ræða málin. Þessi kafli í bókinni væri búinn og þá tæki nýr kafli við. Maður á ekkert að skammast sín fyrir að biðja um hjálp,“ segir Jón og bendir á að þau sem séu í þessum spor- um í dag eigi að biðja um hjálp líka. Jón segir aðspurður að erfitt hefði ver- ið fyrir hann að búa betur í haginn fyrir endalok ferilsins áður en hann stóð frammi fyrir þeim. „Maður var svo fók- useraður á að gera það sem maður var að gera, þannig að maður leiddi hugann ekkert að þessu. Svo hugsaði maður, „Já, nú er ég að hætta. Ég var ekkert búinn að pæla í því.“ Maður var ekkert að hugsa út í það fyrr en á síðustu metrunum.“ Hann segir endalokin á ferlinum hafa komið svo til af sjálfu sér. „Maður var far- inn að hafa meira fyrir æfingunum og þá fóru þær að taka meiri tíma. Eins og kon- an mín sagði, þá var betra að hætta áður en maður var búinn að stúta skrokknum alveg. Ég ákvað að hlusta á hana, hætta frekar heill og hafa skrokkinn í lagi næstu 50 árin.“ ari skráp en karlarnir. „Það gæti útskýrt nið- urstöður okkar. Að konur reyni að uppfylla staðalímyndina um ofurkonuna,“ segir Richard. Hann segir þó að aðrar rannsóknir bendi til þess að karlar almennt og þá sérstaklega íþróttamenn séu ólíklegri til að leita sér að- stoðar en aðrir. „Karlarnir eru almennt taldir áhættuhópurinn.“ Berskjöldun skiptir sköpum Spurður um afleiðingar þess að íþróttamenn leiti sér ekki hjálpar segir Richard það geta leitt til þess að þeir endi í kulnun og yfirkeyri sig. „Það hefur sést að íþróttafólk sem glímir við geðheilsuvandamál er líklegra til að lenda í slysi eða meiðslum á æfingu, þótt við vitum ekki af hverju. Það gæti auðvitað verið að þau sem meiðast verði þunglynd en geðheilsa fólks hefur verið mæld fyrir fram og svo skoðað hverjir meiðast,“ segir Richard en sama niðurstaða fæst þá. Íþróttaaðdáendur og samfélagið í heild sinni gerir oft óraunhæfar kröfur til íþróttamanna. Séu þeir frábærir í sinni grein, hljóti og eigi allt annað að vera í góðu standi líka. Sú er oft ekki raunin. „Við horfum á íþróttafólk í sjónvarpinu og þetta verður mjög ópersónulegt. Þetta er svolítið eins og að horfa á kvikmynd eða eitt- hvað slíkt. Þá gerir fólk oft óraunhæfar kröfur,“ segir Richard. Sama má segja um aðgengi að íþróttamönn- um, það á að vera svo mikið. „Það er auðvitað ekki raunhæft eins og við sáum með Naomi Osaka,“ segir Richard, en hún dró sig eins og frægt er orðið úr leik á Opna franska meist- aramótinu í tennis því hún sá sér ekki fært að mæta á blaðamannfundi er hún reyndi að ná tökum á félagskvíða. „Í heimildaþáttunum um hana [á Netflix] má sjá hvað það er mikið af streituvöldum í lífi hennar sem hafa ekkert með tennis að gera.“ Margrét Lára segir það ekki eiga alltaf við að heilbrigður líkami geymi heilbrigða sál. „Íþróttamenn eru þverskurður af samfélaginu. Það eru íþróttamenn sem lenda í erfiðum að- stæðum innan vallar og utan og fólk hefur mis- gott streituþol óháð því hvort það er íþróttafólk eða ekki. Íþróttamönnum líður illa eins og hverjum öðrum,“ segir hún. Í B.Sc.-ritgerð sinni í íþróttafræði frá árinu 2015 rannsakaði Margrét Lára líðan atvinnu- manna í boltaíþróttum á Íslandi. Niðurstöður sýndu að væg og miðlungs kvíða- og þunglynd- iseinkenni voru algengari meðal atvinnumann- anna en íslenskra háskólanema. „Það að berskjalda sig og viðurkenna að sér líði illa er ekki veikleiki. Auðvitað hefur við- horfið í íþróttunum verið að það sé veik- leikamerki, en fyrir mér er þetta styrkleiki. Að viðurkenna að sér líði illa er svo stórt skref í að ná að lokum bata,“ segir hún. Þá segir Margrét Lára það skipta sköpum að þekktir íþróttamenn, bæði hér heima og erlend- is, hafi stigið fram og sagt frá sinni glímu við andleg veikindi. „Þá finnur fólk að það er ekki eitt ef því líður illa líka.“ Tómarúm sem myndast Eins og hjá Mesler og liðsfélögum hans eru það oft endalok ferilsins og lífið sem tekur við sem reynist íþróttamönnum hvað erfiðast. Það virð- ist eitthvert tómarúm myndast hjá þeim þar sem einn stærsti þáttur lífs þeirra, sá sem sjálfsmyndin byggist oft á, hefur liðið undir lok. Að sögn Hafrúnar eru það mikil viðbrigði fyr- ir íþróttamenn þegar þeir hætta enda bróður- partur tíma þeirra sem fer í æfingar og keppni. „Þú hættir að vera íþróttamaður og ert fljótur að gleymast. Þá brotnar sjálfsmyndin hjá sum- um,“ segir hún. „Á Ólympíuleikum hafa verið sérstök tjöld til að höfða til þeirra sem eru að hætta eftir leik- ana, enda margir sem gera það,“ segir Hafrún en íþróttamennirnir eru þá hvattir til þess að leita sér aðstoðar. „Þetta er svo rosalega mikil breyting á lífinu.“ Margt spilar þó inn í hvernig fer hjá fólki. „Hvort íþróttamennirnir séu búnir að mennta sig, hafi eitthvert plan og að einhverri vinnu að hverfa og hvort þeir séu sáttir eða ósáttir við hvernig ferillinn endaði,“ segir Hafrún. Margrét Lára segist bæði hafa fundið það sjálf og séð hjá öðrum að tómarúm myndist þegar ferillinn endar. „Það er allt búið að snúast um þessa íþrótt. Þú sefur, borðar, hittir börnin þín eftir því hvenær þú æfir og keppir. Og svo er þetta sem hefur skilgreint þig í mörg ár tekið frá þér,“ segir hún. „Maður þarf svolítið að finna hver maður er upp á nýtt. Ég held að það sé hjálplegt að búa í haginn fyrir endalok ferilsins en það er samt erfitt,“ segir Margrét Lára. „Það þarf að hjálpa íþróttamönnum miklu meira með undirbúning- inn fyrir þetta. Þeir renna út á samningi og svo er þetta bara búið. Það er ekkert utanumhald og enginn að pæla í þér sem manneskju eftir að samningi lýkur. Þetta er harður heimur og íþróttamenn standa mikið til á eigin fótum.“ Hún tekur fram að þetta sé mikilvægt um- ræðuefni. „Ég held að þetta sé eitthvað sem við þurfum að hjálpa fólki miklu meira með. Sér- staklega því íþróttir eru alltaf að verða stærri og stærri hluti af lífi fólks,“ segir Margrét Lára og bendir á að íþróttir bæði kvenna og karla hafi vaxið mikið síðustu ár og ferill þeirra sem þær spila lengst. Ekki bara íþróttamenn Sömu sögu má segja um þá sem lenda í erfiðum og langvinnum meiðslum. „Sjálfstraustið minnkar og sjálfsmyndin brenglast og fólk veit ekki hvert það á að leita. Það er oft enginn innan félagsins sem er að huga að þessu,“ segir Mar- grét Lára. „Mér finnst það svolítið sorglegt. Við þurfum að hjálpa íþróttamönnum að finna þessa leið og benda þeim á hvert á að leita.“ Þá er einnig mikilvægt í öllu íþróttastarfi að leggja áherslu á að íþróttin skipti ekki öllu máli, þeir sem stunda íþróttir þurfa að hlúa að öðrum þáttum í lífi sínu. „Það er lykilatriði, hvort sem þú ert afreksmaður eða ekki, að þú hafir ein- hver önnur áhugamál,“ segir Hafrún. „Þú verð- ur helst að hafa ástríðu fyrir einhverju öðru líka. Því ef þú meiðist, þarft að hætta eða það gengur illa þarftu að hafa að einhverju öðru að hverfa.“ Hún nefnir að Tim Harkness, yfirmaður íþróttavísinda og -sálfræði hjá knattspyrnu- félaginu Chelsea, leggi áherslu á að leikmenn- irnir hafi eitthvað annað í lífi sínu en fótbolta. „Að þeir skilgreini sig ekki bara sem fótbolta- menn,“ segir Hafrún. Margir efnilegir fótbolta- menn hafi til dæmis brennt sig á því að hugsa bara um íþróttina en endað sem brotnir ein- staklingar þegar ferillinn fór ekki eins og þeir vonuðust til eins og gerist hjá svo mörgum. Steve Mesler, Steven Holcomb, Curtis Tomasevicz og Justin Olsen fagna gullinu í keppni á fjögurra manna bobsleða á Ól- ympíuleikunum í Tórínó árið 2010. AFP ’ Það er ekkert utanumhald og enginn að pæla í þér sem mann- eskju eftir að samningi lýkur. Þetta er harður heimur og íþróttamenn standa mikið til á eigin fótum. Jón Arnar Magnússon segist hafa þurft á að- stoð að halda þegar ferl- inum lauk og ekki eigi að skammast sín fyrir það. Morgunblaðið/Golli Í lagi að biðja um hjálp

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.