Morgunblaðið - 23.09.2021, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2021 5
DEILDARSTJÓRI
VERKSTÆÐIS
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) óskar eftir að ráða deildarstjóra verkstæðis. SHS sinnir
slökkvi- og björgunarstarfi og sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu, ásamt ýmsum störfum
sem þessu tengjast. Starfsstöðvar okkar eru fjórar og er verkstæðið staðsett í Skógarhlíð.
Starfið heyrir undir varaslökkviliðsstjóra. Um er að ræða 100% starf, viðkomandi þarf
jafnframt að vera reiðubúin/n að sinna tilfallandi útköllum utan dagvinnutíma.
Helstu verkefni:
» Almennur rekstur og starfsmannahald
á verkstæði
» Umsjón með bilanagreiningum og viðgerðum
á bifreiðum og öðrum búnaði
» Fyrirbyggjandi eftirlit, viðhalds- og
viðgerðarvinna
» Samskipti við starfsfólk SHS vegna eftirlits
og viðhalds alls kyns búnaðar
» Samskipti við birgja og þjónustuaðila
» Fræðsla til starfsfólks SHS um bifreiðar
og búnað
» Lagerhald á rekstrarvörum, varahlutum o.fl.
» Ýmis þjónusta við starfsstöðvar SHS
Hæfniskröfur:
» Bifvélavirki, meistararéttindi kostur
» Reynsla af rekstri og mannaforráðum kostur
» Reynsla af viðgerðum
» Aukin ökuréttindi æskileg
» Góð samstarfs- og samskiptahæfni
» Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
» Góð íslensku- og enskukunnátta
» Almenn tölvukunnátta
Nánari upplýsingar veitir Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri á birgirf@shs.is eða í síma 528-3000.
Umsókn ásamt ferilskrá berist á netfangið starf@shs.is. Hvetjum alla áhugasama einstaklinga til að sækja um.
Umsóknarfrestur er til og með 4. október 2021. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins | Skógarhlíð 14 | S: 528 3000 | www.shs.is
Ráðgjafi
Menntasjóður námsmanna er
félagslegur jöfnunarsjóður sem
hefur það að markmiði að tryggja
námsmönnum í lánshæfu námi jöfn
tækifæri til náms, án tillits til efna-
hags og stöðu að öðru leyti, með því
að veita námsmönnum fjárhagslega
aðstoð í formi námslána og styrkja.
Hjá Menntasjóði námsmanna starfa
um 40 starfsmenn.
Gildi sjóðsins eru: fagmennska,
samstarf og framsækni.
Nánari upplýsingar má finna á:
www.menntasjodur.is.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Menntasjóður námsmanna óskar eftir að ráða jákvæðan og drífandi einstakling í starf ráðgjafa.
Í starfinu felst ráðgjöf og þjónusta við námsmenn og greiðendur námslána, úrvinnsla gagna við
afgreiðslu námslána og afborgana ásamt ýmsum öðrum verkefnum tengdum veitingu námslána og
innheimtu. Um framtíðarstarf er að ræða.
Nánari upplýsingar um starfið veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Helga Birna Jónsdóttir
(helga@intellecta.is) í síma 511 1225.
• Samskipti og upplýsingagjöf til námsmanna og
greiðenda
• Mat á umsóknum um undanþágur frá afborgun
• Veiting námslána þ.m.t. mat á aðstæðum
námsmanns, lánshæfi náms, einingaskilum, tekjum
og skólagjöldum
• Mat á rétti til námsstyrkjar við námslok
• Innheimta námslána og almenn upplýsingagjöf
varðandi afborganir og greiðsluleiðir
Helstu viðfangsefni og ábyrgð:
Umsóknarfrestur er til og með 4. október 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð
er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra við Fræðagarð stéttarfélag. Athygli
er vakin á því að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.
• Háskólapróf sem nýtist í starfi
• Reynsla sem nýtist í starfi er kostur
• Góð tölvukunnátta er skilyrði
• Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
• Kunnátta í öðrum tungumálum er kostur
• Frumkvæði, sjálfstæði og öguð vinnubrögð
• Jákvætt viðmót, góð samskiptafærni, samstarfsvilji
og álagsþol